Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 18.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Bókaíregn. „Ingólísskráin^. Markaskrá fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar. Alment er álitið að markar- skrár hafi ekki mikið bókmenta- legt gildi. Þær eru fyrst og fremst sem minnisblöð, sem aðeins er litið í þegar nauðsyn krefur og minnið bregst. Pær eru þurar aflestrar og bundnar við sér- stakar sýslur. Samt eiga þær ekki allar óskift mál og ekki er sama hver sem- ur þær. »Ingól/sskráin«, eða Markaskrá fyrir landnám Ing- ólfs Arnarsonar (Árnessýslu, vestan vatna, Gullbringusýslu, Hafnarfjörð, Kjósa^sýslu og Reykjavík), mun vera sérkenni- legasta markaskráin sem gefin hefir verið út hér á landi. Fyrst og fremst er mörkunum raðað þar á annan hátt en verið hefir, og í stað þess að endurtaka sama markið eins oft og það er notað af mörgum, eru strik lát- in duga, sem gera bókina skýr- ari og auðveldari aflestrar, a. m. k. þegar menn eru farnir að venjast henni. En bókin heflr meira inni að halda en upptalning marka á skrársvæðinu. Far eru einnig ýmsar fróðleiksgreinar sem hverjum markeiganda og bænd- um á skrársvæðinu og víðar er nauðsynlegt að vita, svo sem fjallskilamálareglugerð o. m. fl. Helzt mun orka tvímælis um ýmsar breytingar á gamalli venju, bæði um markaheiti og annað. En hér skal fullyrt að flestar þeirra standa til bóta. Einsdæmi mun það vera að kvæði sé að finna í markaskrá, en svo er samt þarna. Hún er frumleg um það eins og fleira, enda hefir Björn Bjarnarson í Grafarholti samið hana. — Fað er sagt um sira Valdi- mar Briem, að hann hafi lesið allar bækur í hinu stóra bóka- safni sinu nema markaskrárnar. En ótrúlegt þykir mér að hann læsi ekki Ingólfsskrána ef hon- um bærist hún, ef hann annars fletti henni upp. -m. Ör ýmsum áttum. Ford kaopir skip og lætnr rífa. Frá Ameríku fréttist, að Shipping Board hefir nýlega gengið að tilboði frá Ford um kaup á 200 skipum, sem smið- uð voru á ófriðarárunum og nú á að rífa. Hefir Ford boðið í þau 1,706,000 dali. Mun hann I ætla að láta smíða úr skipunum. Fer harðnr vetnr í hönd? Nafnkunnur franskur stjörnu- fræðingur, Gabriel, spáir hörð- um vetri í ár. Hefir honum tal- ist, að kuldavetrar miklir endur- taki sig á 186 ára fresti og nú sé einmitt komið að þvi. Árin 1553 og 1740 voru mjög harðir vetrar og telur Gabriel víst, að nú megum vér einnig búast við því í vetur. Drnknir hílstjórar. í Dan- mörku eru Strangar reglur um bilkeyrslu sökum almenns ör- yggist. Nýlega var danskur slátrarameistari sviftur keyrslu- leyfi sínu sökum þess að hann hafði sézt »eilítið á ’ann« við stýrishjólið. Hafði hann þó ekið sæmilega og engum gert mein. Sonnr járnbrftntnkóngsins. og fór nú að halda, að þetta væri ekkert nema hugarburður hjá Kirk. Hann langaði miklu meira til að sökkva sér niður í draumóra um happdrættis-tölur, og hann bjó því til mjög skáldlega sögu, sem hann vonaði að Kirk myndi sætta sig við, og bjóst Allan þá við að fá meira næði framvegis. — Herra Anthony, hún er farin stelpan yðar. — Farin? Hvert þá? — Burt — með skipi. — Ertu viss um það? — Það er enginn vafi .á því, herra. Hún heitir Garavel, og hún á heima í stóra húsinu á hæðinni. Ég fékk þessar mikilvægu fréttir hjá Bajan-kerlingunni, — Stefaníu! Talaðirðu við hana? Sannarlega held eg, aö þú sért kominn á farið að þessu sinni. Flíttu þér að sega mér alt, sem þú hefir komist á snoðir um! Allan laug nú reiprennandi og fagurlega, og er hann sá, hve húsbóndi hans var dapur og övæntingafullur, rann upp fyrir honurn sjálfum hin sælasta leti-öld. Hann þóttist viss um, að þetta væri rétta aðferðin. Því þó Kirk kynni að hitta einhverja Garavel eða Fermína-dóttirina þá var alveg örvænt um að vinna ást hennar, og er öllu væri á botninn hvolt, þá var þetta ástaræði hans ekkert annað en stundar hrifni. sem hægt var að æsa eða lægja með einföldu töfrabragði. Allan klipti því lokk úr hrokkin- kolli sínum, las ákveðna töfraþulu yfir honum og stakk honum svo undir undirsængina í rúmi Kirks, til þess að bægja sorginni frá velgerðar- manni sínum. Nú runnu upp diinmir og daprir daga fyrir Kirk. Fyrstu vonbrigði hans yfir því, að hin unga stúlka skyldi eigi hafa haldið orð sín, vóru léttvæg í samanburði við þetta, því nú þóttist hann viss um, að hún væri sér töpuð að eilifu. Hann gat þó ekki alveg slept voninni. Fetta var að eins eitt hinna mörgu æfintýra er hann hafði lifað, siðan hann var fluttur burt úr New-York. Honum virtist það alt verá eins og draumur, þar sem alt mögulegt gæti borið að höndum. En hann var í afar þungu skapi, þar til að lokum gerðust þeir viðburðir, er gerbreyttu hugarfari hans. XIX. La Tosca. Veturinn hafði náð hámarki sinu. Það hafði ekki komið dropi úr lofti vikum saman, og Kyrrahafsmegin var allur Panamatanginn sviðinn

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.