Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 19.08.1925, Blaðsíða 1
Miiðvkudag 19. ágúst 1925. IÞagðfað I. árgangar. 164. tölublað. ALGENGASTA vígorð and- banninga er það, að áfeng- isbannið sé unditrót alls hins illa í heimi þessum, eða a. m. k. öll hin helzta siðspill- ing á síðari árum, svo sem: aukinn drykkjuskapur, áfengis- smyglun, heimabruggun, ólyfj- ansdrykkja, ólöghlýðni, prettvísi og allskonar glæpir, — alt sé þetta bannina að kenna! — Það virðist vera orðið andbanning- um trúaratriði, að þegar bann- lögin gengu i gildi, þá hafi djöf- ullinn smokkast úr böndunum — og hlaupið í svínin. Þessar staðhæfingar kaldbamra andbanningar seint og snemma, þótt þeim sé fyllilega ljóst, að tæplega sé heill þráður í ailri þeirri röksemdafærslu í öllum þeim efnum, og þótt dagleg reynsla víðsvegar um heim mót- mæli þeim kröftuglega. — Þeir halda sínu fram efl.ii- sem áður í þeirri trú, að svo megi hamra deigt járn, að bíti. Og vist er um það, að alímörgum kjark- litlum sálum er nú þannig komið, að þær eru hættar að hugsa sjálfstætt um þessi mál, og segja eins og karlarnir forð- um: — Þetta hlýtur að vera satt, kona góð, ég las það í blaði! Það ætti því að vera holt og fróðlegt, að líta dálitið í kring- um sig og svipast um í þeim löndum, þar scm ekkert er bannið, en rikulegt af brenni- víni og öðrum »guðs góöum gjöfum« í lögmætu frjálsræði. — Það er svo sem auðvitað, að í þeim löndum getur engin áfeng- issmyglun verið til, og þar hlýt- ur siðferðið að vera minst upp á 8! — Nú er alkunnugt, að bæði í Svíþjóð og Danmörku heih- lögregla og tollgæzla verið í hreinustu vandræðum með áfengissmyglunina á seinni ár- um. Tæplega getur það þó ver- ið banninu á íslandi að kenna. Þó ganga Svíar með bók upp á vasann með einkaleyfi dr. Bratts fyrir riflegum mánaðar- skamti af lögmœtu' áfengi. Og i Danmörku eru bruggarar og brennivinssalar beztu borgarar rikisins. Og þar drýpur brenni- vín og bjór af hverju strái. Hvernig skýra nú andbann- ingar þessi fyrirbrigði i þessum »andlega heilbrigðucc og bann- lausu löndum? Vita þeir, ef til vill, að siðferðislega standa þessi lönd ekki feti framar þvi versta hér hjá oss, hlutfallslega, og að það er siður en svo! Ekki getur það þó verið banni voru að kenna. Kemur það, ef til vill, upp úr kíiiimi við nánari at- hugun, að nú á síðari árum horfi til vandræða í allflestum löndum, sökum þeirrar miklu siðferðishnignunar, er heims- styrjöldin hafði í för með sér. Og þessi hnignun er jafn átak- anleg, og ehgu siður, i þeim löndum, þar sem fáum heiir dottið bann i hug, og menn geta verið frjálsir og fullir dag- lega, ef þá lystir. — Við skulum lita snöggvast á skýrslurnar um áfengissmgglið i Danmörkn: Opinberar skýrslur frá tollstofunni segja þessa sögu m. a.: Árið 1922, 1923 og 1924 vóru tekin fyrir 428, 375 og 204 smygl- mál. Upptækt áfengi var aJIá þessi árin 38,000, 50,000 og 33,000 litrar. Aðal-smyglararnir og helztu aðstoðarmenn þeirra hafa verið sektaðir alt að 20,000 kr. hver, auk þess að áfengið hefir verið dæmt upptækt, ella hafa þeir verið dæmdir til fangelis- vistar. Sömu hegningarákvæðum hefir verið beitt gegn þeim, sem aðstoðað hafa við sölu áfengis, eða hafa keypt áfengi, þótt þeim hafi verið kunnugt um, að það væri smyglað. Einnig hefir verið beitt all ströngum ákvæðum gegn skipum, sem tekin hafa veriö að smygli. "Vestman.riaeyin.gfa. Vestmannaeyingar halda venj u- lega héraðshátið einu sinni á hverju ári, og altaf um þetta leiti sumars, því þá er hlé á veiðiskap hjá þeitn, lundatekja búin, en fýlaveiðar ekki byrj- aðar. Allir Eyjarbúar taka þátt i þessum hátiðahöldum sem venjulega standa í 2 daga. Fer hvert heimili með sitt tjald upp í Herjólfsdal en þar fara aðal- hátiðahöldin fram á hinum forna þingstað Eyjaskeggja. Er oft mannmargt í Herjólfsdal þessa daga og gleðskapur mikill. Að þessu sinni átti að byrja hátiðahöldin á laugardag, en varð að fresta því til sunnudags vegna illveðurs. Áður fóru samt fram kappieikar milli Reykvik- inganna og Knattspyrnufélaga Eyjabúa. Á föstudaginn keptu K. R. og Týr og vann K. R. með 2:1. Á laugardaginn keptu þeir aftur við Þór og varð nið- urstaðan sú s-ama (2:1). Aðalhátíðahöldin hófust svo í Herjólfsdal um hádegi á sunnu- daginn. Kristin Ólafsson bæjar- stjóri setti samkomuna, en aðal hátíðaræðuna hélt Jóhannes Jós- efsson alþingsmaður og sagð- ist vel. Söngflokkur undir stjórnBrynj- ólfs Sigfússonar kaupm. söng oft og vel um daginn. Kept var þar í ýmsum iþrótt- um og urðu úrslitin sem hér segir: 1. Gisli Finnsson 6,05 stikur. 2. Páll Schevirig 5,95 st. 3. Steinn Ingvarsson 5,67. Stangarstökk: 1. Friðrik Jesson hljóp 3 stikur réttar, 2. Jónas Guðmundsson 2,70 st., 3. Óskar Valdimarsson 2,65 st. — Þess skal getið, að Óskar er aðeins 15 ára gamall. Hástökk: 1. Páll Scheving 1,60 st., 2. Gisli Finnsson 1,55 st., 3. Steinn Iugvarsson 1,40 st.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.