Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 19.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ 100 stiku hlaup: 1. Huxley Ólafsson (úr K. R.) 12,8 sek., 2. Páll Scheving jafnfljótur, 3. Magnús Einarsson (úr K. R.) 12,9. — K. R. tók ekki þátt í öðr- um íþróttum en knattspyrnunni og 100 metra hlaupinu. Úrslitakappleikur milli K. R. óg úrvalsliðs Vestmannaeyjafé- laganna var siðasti þáttur íþrótt- anna á sunnudaginn, og biðu menn hans með mikilli óþreyju. í úrvalsliðinu keptu 4 úr Týr, en hinir voru allir úr Rór. Leik- urinn var mjög snarpur og fjör- ugur, og lyktaði með jafntefli (1 : 1). Dómari við alla kapp- leikana var Benedikt G. Waage. Vestmannaeyingar eru margir mjög efnilegir knattspyrnumenn, snarir og fylgnir sér, en vantar góðan samleik. Völlurinn er hvergi nærri góður, svo gljúpur, að menn festast í spori, þegar vætutið er, eins og nú er, og eru Reykvíkingar því óvanir. Var hann t. d. svo gljúpur nú, að knötturinn hoppaði ekki á honum, og varð oft að skifta um knetti. Á mánudaginn síðdegis hófust íþróttirnar aftur. Spjótkast (betri hendi): 1. Friðrik Jesson 39,5 st., 2. Magn- ús Einarsson 37,50 st., 3. Gísli Finnsson 32,01 st. Kringlukast: 1. Jóhannes Al- bertsson 29,45 st., 2. Friðrik Jesson 26,08, 3. Gísli Finnsson 25,30. Kúluvarp: 1. Jóhannes Al- bertsson 10,02 st., 2. Sigurgeir Albertsson 8,85, 3. Magnús Ein- arsson 8,32. Loks var þreytt 800 st. hlaup, eftir svonefndum Dalvegi, og varð Páll Scheving fyrstur á 2 mín. og 8 sek., 2. Gisli Finns- son 2,17, 3. Guðm. Hróbjartsson 2,23. — íslenzka metið er 2 mín. 8,8 sek. Á eftir hélt^ Kristján Linnet sýslumaður snjalla ræðu um drengskap og samúð. Um kvöldið var haldinn mjög fjölmennur danzleikur fyrir K. R. menn, og voru þá sigurvegur- um hátíðlega aíhent verðlaunin. Yfirleitt tókust hátíðahöldin ágætlega, þrátt fyrir óhagstætt veður mestan timann. Gerðu að- komumennirnir sitt til, að setja svip á mótið, og þóttu Vest- mannaeyingum þeir góðir gestir. Margt annara aðkomumanna var í bænum þessa daga, og voru það flest Reykvikingar. Borgin. Sjávarföll. Síödegisháflæður kl. 5,22 í dag. Árdegisháflæður kl. 5,40 í fyrramálið. Sólarupprás kl. 4,32. Sólarlag kl. 8,29. Nætnrlæknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfnr. Heitast|var á Akureyri í morgun, 14 st., Stykkishólmi og Hólsfjöllum 12 st,, Reykjavik, ísa- flrði, Raufarhöfn og Hornaflrði 11 st., Vestmannaeyjum 10 st. og Seyðis- flrði 9 stig. — í Kaupmannahöfn var 15 st. hiti, Færeyjum 9 st. og Jan Mayen 5 st. Frá Grænlandi komu engin veðurskeyti i morgun. Spáð er suðlægri og austlægri átt meö úrkomu á Suðurlandi og þoku fyrir Austurlandi. Skúli fógoti kom af veiðum í gær með 96 tn. lifrar. — Skallagrimur var með 110 tn. Nova er væntanleg hingað á laug- ardaginn og á að fara aftur norður um land eftir helgina. Er þetta fyrsta ferð skipsins hingað. Skaftfellingnr fór í gærkvöld til Vestmannaeyja, Víkur og annara hafna í Skaftaflellssýslum. Silnngsveiði í Elliðaánum er nú auglýst til leigu frá 1. sept. Laxveiði hefir verið sæmileg í ánum í sumar. 79 ára varð Edilon Grímsson skip- stjóri í gær, en ekki 75 ára eins og missagt var í blaðinu, (fæddur 18. ágúst 1846). Ræða sú er dr. Guðm. Finnboga- son landsbókavörður hélt á hátið verslunarmanna 2. ágúst og birt var hér í blaðinu er nú einnig birt í Verði síðasta. Er það vel farið, að fleiri geti heyrt hana en þeir sem á hlýddu og lesendur Dagblaðsins, því blaðið er enn þá lítið útbreytt í sveitum landsins — aðeins sent kaupendum. Esja kom úr hringferð í gær með margt farþega. Var meira en full- skipað áður en hún kom til Vest- mannaeyja en þar bættust við 60— 70 manns. Meðal farþega voru: Árni Sigurðsson frikirkjuprestur, IÞagBlað. Bæjaruiálahlað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriflar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Iungangut frá Klapparstfg. Georg Georgsson læknir og frú, Guðm. Guðfinnsson læknir, Berrie (yngri), Björn Kristjánsson alþm,, Pórhallur Daníelsson kaupm., Mog- ensen iyfsali, Ingi Lárusson simam., Methúsalem Stefánsson ráðunautur, Hans Eide verslm,, Jón Pórðarson heildsali og Guðm. Jóhannesson. kpm. á Eskiflrði. Frá Vestmanna- eyjum kemu m. a. Guðm. Kr. Guð- mundsson ritstjóri, Markús Einars- son heildsali og frú, Benedikt G. Waage, Erlendur Péturson, Kristján L. Gestssoú og allir knattspyrnu- mennirnir héðan. Botnvörpiiiigurinn Ver úr Hafnar- firði, sem legið heflr hér i vikinu við steinbryggjuna siðan snemma í sumar, er nú aftur kominn á flot og farinn að búast á veiðar. Hefir hann fengið miírla aðgerð og er sem nýr að sjá. l'il ntlingunnr. Óneitanlega er mikil þörf á, að helluleggja alla gangstétt- ina meðfram Pósthúsinu og Land- simastööinni, i stað þess að nú er þar aðcins ein helluröð, en annars er ofaníburðurinn moldblandin möl, sem veðst upp hvenær sem dropi kemur úr lofti, en það er eigi ósjald- an. Svo berst forin inn yflr mar- maragangþrepin að póststofunum og um öll gólf þar, svo viðbjóðurer á að horfa. Og alveg sömu söguna má segja um landsímastööina. Bráðan bug þyrfti að vinda að þessari sjálfsögðu bæjarbót, því um- ferð mun hvergi vera eins mikil hér i bæ eins og einmitt þarna, eins og skiljanlegt er. — Petta sem hér er bent á, hefði átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu. Borgari. — Grein þessa hefir einn af elzlu og merkustu borgurum þcssa bæjar beðiö Dagblaðið um að flytja, og verða bendingar hans vonandi tekn- ar til greina.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.