Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 20.08.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 20. ágúst 1925. I. árgangur. 165. tölablað. DPPELDI æskulýösins er eitt hið mesta vandamál hverr- ar þjóðar og það sem niestu varðar viðvíkjandi framtíðar- hamingju einstaklingsins og þjóð- arinnar yfirleitt. Það er frum- skilyrði allra umbóta, og ekkert eins nauðsynlegt og það, að uppfylla þau skilyrði, sem nauð- synlegust eru, svo það geti tek- ist sem bezt. Uppeldið mótar hvern mann að miklu leyti, þótt það geti ef til vill ekki brotið á bak aftur arfteknar haeigðir. En uppeldis- fræðingar fullyrða samt, að með uppeldinu megi sveigja hneigð- irnar í þá átt, sem því er stefnt til. Ef ekki er um því rótfastari eiginleika eða hneigðir að ræða, má beygja þá til betri vegar, ef alúð er lögð við og úthaldið þrýtur ekki hjá þeim, sem ann- ast uppeldið. Og aldrei er það svo, að ákveðnustu hneigðirnar megi ekki að einhverju leyti þoka um til betra viðhorfs, ef öll ræktarsemi er sýnd og rétt að farið. Börnin eru framtíðarþegnar þjóðfélagsins, og uppeldi þeirra er undirstaðan, sem vouir fram- timans eru bygöar á. Sú þjóð, sem lætur uppeldismálin sitja á hakanum, grefur sjálfri sér fall- gröf til að steypast í fyr eða seinna. Umhyggja fyrir hinum vaxandi æskulýð ætti að vera mesta áhugamál allra góðra manna, og öllum að vera kapps- mál að benda honum inn á réttar brautir. A þessu hefir viljað verða nokkur misbrestur hjá okkur, og höfum við Iátið uppeldis- málin sitja um of á hakanum fyr- ir öðrum málum ónauðsynlegri. Sérstaklega er uppeldi barnanna i kauptúnum mjög ábótavant, þótt ýmislegt sé gert til að hafa bætandi áhrif á þau. En það er ekki Qóg. Það verður að hafa vakandi anga á þeim, og gera alt sem hægt er til að vernda þau frá þeim óhollu straumum Sígurður Kristófer Pétursson rithöfundur lézt á Lauganesspitala í gær, rúmlega 43 ára gamall. Hann var fædd- ur 9. júlí 1882 í Kletta- koti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Fjórtán ára gamall kendi hann fyrst sjúkdóm þess, er hann heíir siðan borið. Sextán ára fluttist hann á Lauga- nesspitala og heíir dval- ið þar siðan, eða í 27 ár. Sigurður Kristófer er einn af merkilegustu mönnum íslenzkum. Var hann óvenjulega mikill vitmaður, frábær rithöf- ubdur, ágætt skáld og umfram alt góðar maður. Starfsþol og viljafesta Sig Kr. var aðdáanleg og sjálftamning hans frá- bær og fullkomin. Sig. Kr. var óvenjulega afkastamikill og vand- virkur að sama skapi. Hann var einn helzti merkisberi guðspekis- stefnunnar hér á landi og líf hans og starf var að mestu helgað henni. Hann hefir samið fjölda rita og ritgerða um guðspekileg efni og þýtt enn fleiri, en aðal ritverk hans og það síðasta er »Hrynj- andi íslenzkrar tungu« og það rit eitt mun halda minningu hans á lofti meðan íslenzkt mál er talað og ritað. G. P. I bæjarlifsins, sem alstaðar renna. Víða í sveitunum er uppeldið einnig ófullkomið, en þar er að- eins minna sem glepur. Auðvil- að þarf eins að gæta þess þar, að ekki verði unnið fyrir gýg. Það má svo að segja aldrei sleppa af þeim hendinni, og gera alt til að göfga þau og rótfesta þá eiginleika, sem miða til drengskapar og cláða. Þau þurfa örugt eftirlit á barnsárunum, og svo verður að fylgja þeim áfram upp æskuárin og hafa hönd i bagga með, að þau villist ekki út af réttri leið. Og inn á fuil- orðinsárin þarf að lita eftir þeim, svo að örugt sé, að erfiði upp- eldisins verði goldið með gagn- semi ágætra þegna. Starfsþolið verður að vera óskert, og trygging fyrir að það geti haldist. Öllum góðum eig- indum þarf að halda til haga, og sjá iafnframt um, að leiðin til viðhalds og eilingar sé opin og greiðfær. Uppeldismálin eru í raun réttri mál málanna, og þjóðarnauðsyn krefst þess, að við sinnum þeim meira en við höfum gert hingað lil, og leggjum áherzlu á að koma þeim í betra horf. Grundvöllur þjóðfélagsins er gildi þegnanna, og þvi verður vel að vanda til þeirra mála, sem mestu geta valdið um batn- andi framtið. - m. - n.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.