Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 22.08.1925, Blaðsíða 1
Laugardag ájTlrH g Jíf I- árgan »■ ágúst r’Ufífíh f/7rt m 1925. wwtf VVVfV mublc Ú hefir meiri hluti full- trúa þeirra er í bæjarstjórn sitja — bindindismennirn- ir — vaknað til samtaka vit- undar um það, að spilling og siðleysi hafi farið svo í vöxt hér í höfuðstaðnum í seinni tið, sakir sívaxandi áfengisnautnar, að bráðra aðgerða þurfi við. Nefnd manna er kosin til þess að koma fram með álcveðnar tillögur um það, hvernig ráðin verði bót á vandræðum þeim er daglega hljótast af mönnum þeim, sem vaða uppi víndruknir á almanna færi, og hvernig koma megi í veg fyrir siðleysið áður en það keyrir svo úr hófi fram, að ekkert verði við ráðið. Ætla mætti að hér væri um beiðni að ræða eða tilmæli frá lögreglustjóra eða bæjarfógeta um aukið lögreglulið sakir hnign- andi eftirlits og löggæzlu í bæn- um vegna lögregluþjónafæðar, en svo mun þó ekki vera. Slfk beiðni hefir ekki komið fram opinberlega að þessu sinni. Annaöhvort álíta löggæzlustjórar og þeirra fulltrúar slík tilmæli þýðingarlaus eða þarflaus, — þýðingarlaus með því að bæjar- stjórn myndi svo sem fyr álíta aukninguna óþarfa, — þarfiaus, af því að hér sé uú svo komið að taumlaust afskiftaleysið sé öllum fyrir beztu. En bæjarfulltrúarnir eru að komast á þá skoðun upp á síð- kastið að svo búið megi ekki standa og að »eitthvað« þurfi að gera. Bindindisleysingjarnir hér hafa þráfaldlega lýst því yfir svo há- tíðlega, bæði á mannfundum og í blöðum sínum, hvernig ástand- ið er, hve auðvelt sé að ná í vínföng, svikin og ósvikin, frjáls og smygluð, á nóttu og degi viðsvegar í bænum, að enginn mun lengur efast um að rétti- lega sé frá skýrt. Þeim mun og sumum áhugamál, að þetla á- stand haldiet sem lengst og fari versnandi (eða batnandi, að þeirra áliti), þar til enginn ræð- ur við neitt og hin dásamlega frjálsa vínverslun verði svo þrautalendingin að lokum. Sem betur fer mun þó tala þeirra manna far vaxandi hér á landi — einnig meðal þeirra sem víns neyta — er sjá voða búinn þjóðinni, ef hófleysið er látið leika lausum hala svo sem verið hefir undanfarið, þess vegna hafa landsstjórninni bor- ist áskoranir úr mörgum kaup- stöðum landsins, undirritaðar af meiri hluta kjósenda, að lögð Verði niður útsala Spánarvína. En stjórn landsins daufheyrist enn við öllum slíkum áskorun- um, og virðir hún þannig að vettugi einróma álit og óskir hinna beztu manna meðal þjóð- arinnar, en metur meir stundar- hagnað þann er af þessari skað- legu verslun flýtur, eins og hún nú er rekin, og horfir gráðugum augum á hina sívaxandi sölu Spánarvfna hér og út um landið. Er nú eftir að vita hvort bæjarstjórninni tekst nokkru um að þoka i áttina til betra siðgæðis í borginni og hvort hún fær nokkurn stuðning hjá torsætisráðherra í þeirri baráttu. ólafur Hákonarson. Dagblaðið flutti fyrir skömmu grein um Ólaf Hákonarson, konungsefni Norðmanna. Var, þar m. a. gelið um þátt-töku hans í kappsiglingunum í Staf- angri 80/?. — 2/s.^Var þá eigi kominn frétt hingað nema af fyrsta kappsiglingardeginum, og var Ólafur þar annar í röðinni í »sínum ílokki«. Hina þrjá dagana, varð krónprins-snekkjan »Osló« fremst í sfnum flokki, og síðasta daginn lieilum 7, minútum á undan næsta keppi- naut sínum. Var þá al 1 hvasst (um 12. m. á sek.), og rifnuðu segl hjá sumum, þótt rifuð væru. Þótti stjórn Ólafs og sigling snildarleg, er mest reyndi á, þar eð keppinautar hans vóru all skæðir, bæði »Una 11« frá Osló og sænska snekkjan »G. K. S. S. 1925«. Auk fyrstu verðlauna vann Ólafur að þessu sinni »Konge- pokalen« og »Damernes pokak. Yínsalan í bænum. Umræður á síðaeta hæjar stjórnaríundi. Pórður Bjarnason gat þess í upphafi máls síns, að hann ef- aðist um að almenningur myndi nú orðið eftir lögum sem hétu bannlög, því svo væri ástandið hér í bænum ólíkt því, að nokkrar hömlur væru lagðar á drykkjuskap. Fyrst eftir að bannlögin gengu í gildi hefði á- standið i bænum breyst svo til batnaðar að óþekkjanlegt hefði verið. Þá hefði varla sézt ölvað- ur maður, og t. d. í heilt ár hefði enginn þegið sveitarstyrk vegna ofdrykkju. f’etta hefði verið meðan þjóðin hélt að halda ætti bannlögin eins og önnur lög. En svo höfðu menn risið upp og heimtað vfnnautn sinni fullnægt og hefði þá strax verið slakað á klónni. Fyrst var konsúlunum veitt undanþága frá bannlögunum og síðan læknun- um og hefði þá spiritusforðinn, sem áður dugði, margfaldast. Þá strax hefði farið að örla á drykkjuskap einkum hjá há- skólamönnum og eldri, en með- al ungra manna yfirleitt og kvenfólks hefði sama og ekkert borið á drykkjuskap. Þá vék ræðumaður að und- anþágunni fyrir Spánverja og taldi að með henni hefði end- anlega verið falliö frá bann-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.