Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 24.08.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 24. ágúst 1925. WagBtað I. árgangur. 168. tölublað. EITT af því sem setur svip á bæjarlifið hér, er seinlætið i öllum athöfnum og háttsemi einstaklingsins. Hér virðist eng- inn þurfa að flýta sér og ekkert geri til þótt hægt sé farið og alt dregið á langinn. Það sem gera mætti strax á stuttum tíma, er látið dragast dögum, vikum og árum saman, og allar fram- kvæmdir, þegar þær loksins hafa verið ákveðnar, taka miklu lengri tíma en vera þyrfti. Pað er eins og þeirri staðreynd, að tíminn líði, sé snúið við, og að tími og tækifæri bíði eftir hentugleikum hægfara manna. Yfirleitt erum við íslendingar seinlátir og stirð- ir í vöfum og þessi einkenni koma fram í allri háttsemi vorri. Pað er eins og allir hafi ein- hverja byrði að bera sem geri þeim erfitt um allar hreifingar og framtaksemi. Það er eins og almenningur sé undir einhverju fargi sem lami hugsun, mái og % athafnir. Eitt einkenni þessara eigin- ieika er ytraborðið á bæjarlífinu hér í Reykjavík. Öll umferð fer stirðlega og reglulaust fram. Menn dráttast áfram í hægðum sinum óákveðnir og stefnulaust. Enginn virðist þurfa að flýta sér öörum fremur, og ef einhver sker sig úr þessari háttsemi fjöldans, kemst hann ekki leið- ar sinnar krókalitið og hindrun- arlaust fyrir þeim sem hægar fara og hvorki kunna að vikja né halda sig til þeirrar hliðar sem réttar umferðarreglur ákveða. Við algenga vinnu gætir sama seinlætis og stirðleika.] Mörg handtökin eru þunglamaleg og. óákveðin og fiest verk taka miklu lengri tíma en vera þyrfti enda fer hér flest á seinagangi. Eftir mikið umtal, athuganir og áætlanir er byrjað á ein- hverju verki sem ljúka mætti á stuttum líma, og hefði mátt vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan. En að öllu er farið hægt og rólega eins og engin verk- efni sé fyrir hendi þegar þetta sé búið. Það er helzt við afgreiðslu botnvörpunga sem menn virðast flýta sér, en væri af jafn miklu kappi unnið að ððrum verkum, mundi margt vera öðruvísi og mörg nauðsynleg framkvæmd komin betur á veg en nú er. Margir íslendingar eru stoltir af upphaflegu ætterni sínu, því sagt er að þeir séu flestir af konungum og öðru stórmenni komnir. Víst er það, að við er- um yfirleitt góðrar ættar, en furðulítið gætir þess í hugsun og framkvæmd nútimamannsins. Skýr hugsun, snjalt mál, djörf framkoma og snörp átök virðast ekki vera sameiginlegir eiginleik- ar heildarinnar, heldur alt sem gagnstætt er. Seinlætið og stirð- leikinn mótar alla ytri háttsemi og undantekningar frá þessari meginstaðreynd virðast vera furðu fáar, enda dregur hver dám af sinum sessunaut. Telja má vist að þessi þunglama ein- kenni séu arfur frá uudirokun og kúgun islenzks lýðs öldum saman. Víst er það að margir erfiðleikar og þrautir hafa þjak- að okknr og dregið stórhug og þrótt úr þjóðinni og mun áhrifa þess lengi gæta í arfteknum eig- inleikum. En svo langt er nú siðan skift hefir um til betra viðhorfs, að fara ætti að draga úr þeim ættarfylgium sem ör- birgð og einangrun létu okkur í arf. Ætti nú að fara að örla á öðrum og betri sérkennum ein- staklings og alþjóðar, og er öll nauðsyn á að svo verði, ef við eigum að fylgjast með í kapp- hlaupi nútimans um menningar- snið og manngildi. — Þótt vikið hafi verið sérstak- lega að bæjarlifinu hér i Reykja- vik, þá má að mestu segja það sama um þjóðlif vort yfirleitt. En breyting á bæjarbrag og hátt- semi fólksins hér, myndi einnig hafa áhrif út um land alt, því Reykjavík er nú orðin um flest einskonar miðstöð landsins í menning og ytri háttum og er því mikils um vert hverjir straumar renna héðan. Um margt þurfum við að taka okkur írani, en um fátt eins nauðsynlega og þá þjóðargalla sem hér hefir verið vikið að. Myndi þá margt annað á eftir koma og mikil breyting verða til batnaðar. -m. -n. Yínsalan í bænum. Umræðnr á síðasta bæjar- stjórnarfnnði. Niðurl. Signrðnr Jonsson taldi bæjar- stjórnina skylduga til að skifta sér af þessu máli, því að fyrst ogfremst kæmi henni við hvern- ig ástandið væri i bænum. Hefði bæjarstjórnin töluvert gert í þessa átt og væri það aðallega að finna í lögreglusamþykt bæj- arins. Væntanleg nefnd ætti að athuga hvernig þeim ákvæðum væri fylgt og koma svo fram með þær umbætur, sem nauð- synlegastar teldust. Ræðum. áleit að læknastéttinni ætti að vera umhugað um þetta niál, engu siður en t. d. templurum, því fyrst og fremst væri þetta heil- brigðismál. Taldi hann fróðlegt að fá upplýsingar um hvers vegna Læknafélag Reykjavíkur hafi lagst á móti samþykt Læknafélags fslands á sambands- þingi þess á Akureyri i fyrra, og bjóst við að Gunnl. Classen mundi geta gefið einhverjar upp- lýsingar því viðvikjandi.. Auðvitað bæru andbanningar aðalábyrgðina á núverandi á- standi. Þeir hefðu krafist léttra vína og fullyrt að þá mundi ástandið batna, en reynzlan hefði oröið su, að siðan hefði það hríðversnað eins og öllum væri kunnugt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.