Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 25.08.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 25. ágúst 1925. I. árgangur. 169. tölublað. DNDIR oki lággengis og fjár- hagsörðugieika hafa marg- ar þjóðir orðið að búa síð- astliðin ár, og eru það tyrst og fremst afleiðingar heimsstyrjald- arinnar sem þeim hafa valdið. Þessi röskun á nauðsynlegu jafnvægi peningagildisins er einna verst viðureignar af öllum þeim eríiðleikum sem umrót síðustu ára hefir orsakað. Alstaðar eru menn sammála um, að fyrsta skilyrðið fyrir eðli- iegu jafnvægi- og viðgangi at- vinnuveganna sé, að verðgildi gjaldeyrisins sé stöðugt og að fjármálin standi yfirleitt á sem traustustum grundvelli. Þetta er stærsta málið sem nú er á dagskrá þjóðanna og al- staðar snúast umræðurnar um það hvaða leið eigi að fara til að koma fjármálunum í betra horf. Engin algild úrlausn er enn þá fundin og alstaðar mjög deilt um urræðin til endanlegrar lausnar á þessu vandamáli. Við íslendingar höíum ekki farið varhluta af þeim erfiðleik- um sem gengissveiflur og önn- ur fjármálavandræði hafa í för með sér, og enn er ekki séð fyrir endann á þeim vandkvæðum. Um langt skeið var verðgildi islenzkrar krónu ekki nema */» hluti af nafnverði hennar, siðan hefir hún, — einkum vegna óvenjulegs góðæris, — hækkað töluvert, svo hún mun nú svara til 2/a af stofngildi sínu. Mörg- um heíir fundist að þessi hækk- un hefði getað orðiö nokkuð örari á þessum góðæristima, en þeir sem völdin hafa á fjármái- unum hafa ekki talið örári hækkuh æskilega og þar tjáir ekki að deila við dómarann. Nú hefir íslenzk króna staðið i stað um nokkurt skeið, eða hækkaö lítið eitt á lðngum tíma, og eru margir orðnir vonlitlir um að hún nái nokkurn tíma sínu upphaflega gullgengi. Má a. m. k. telja það vist, að þess verði langt að biða eins eg nú horfir. Virðast nú aðeins tvær leiðir vera framundan, önnur sú að biða hægfara hækkunar krón- unnar um ófyrirsjáanlega langan líma, eða ákveða strax gullgengi hennar eftir núverandi verð- gildi og hefir það verið nefnt að stýfa krónuna. Skyndi- hækkun í upphaflegt gullverð hefir einnig komið til umtals og hefir það helzt verið Alþbl. sem krafist hefir, aö þeirri að- ferð yrði beitt til að koma krón- unni í sitt upphaílega verð. Undir afgreiðslu þess máls er að mestu koniið hvernig fjár- hagsástandið verður framvegis og skiftir því miklu máli hvaða úrlausn verður valin. Er nú þeirra sem völdin bafa, og að- stöðu til íhlutunar um þetta mál öðrum fremur, að reyna að finna þá úrlausn sem vænlegust er til viðunandi árangurs. Er þar á margt að líta þvi ekkert er eins nátengt afkomu almenn- ings og einmitt gengismálið. Auðvitað verður aldrei hægt að gera þar svo öllum Iíki, þvi hver leiðin sem valin verður, er ekki hægt að komast hj£ þvi, að margir beri skarðan hlut frá borði. Verður því að fara þá leiðina sem veldur sem minstri röskun á nauðsynlegu jafnvægi atvinnuveganna, og má sízt af öllu gera þetta mál að pólitisku deilumáli stjórnmálaflokkanna. Alhliða athugun og skýrandi umræður á leiðunum sem í'ram- undan liggja, erU vænlegast- ar til viðunandi úrlausnar þessa vandamáls. Samgöngur. Engin bœjarprýdl er aö preiit- smiðjubyggingu Verklýðsfélaganna við Hverfisgötu. Reyndar á þettá að vera hluti úr stærri byggingu, en varla verður hún áferðarfalleg ef gluggarnirá fyrstu hæð verða ekki stærri en skotaugu, eins og er á þeim hluta hennar sem Upp er kominn. Á siðustu árum hafa sam- göngur vorar bæði innanlands og við umheiminn farið mjög batnandi. Sérstaklega eru það innanlands samgöngurnar sem breyzt hafa í betra horf, til mik- illa hagsbóta fyrir almenning. Umhverfis landið eru sam- göngurnar orðnar gjörólikar við það sem áður var og á strand- ferðaskip ríkissjóðs ásamt flóa- bátunum drýgstan þátt f þvi. Var það mikil happasending þegar Esja var ferjgin hingað og hefir óneitanlega gert lands- búum mikið gagn, þótt sjálfsagt meigi deila um hvort kaup og rekstur skipsins hefði ekki mátt betur takast. En þótt bætt sé nú úr brýn- ustu flutningaþörfinni umhverfis landið þá er samt ekki enn svo, að þær samgöngur séu full- nægjandi, Enn þarf þar umbóta við og verður það Ijósara með hverju árinu sem liður. Esja ætti helzt aðeins að fara hraðferðir til stærstu hafnanna og nota hana nær eingöngu til fólksflutninga. Flutningaþörfin til stærstu hafnanna er svo mikil og skipið svo dýrt í rekstri að til þeirra staða ætti ferðum hennar að- alllega að vera stefnt, en Iáta hana ekki krækja inn í hverja vík og vog eins og verið hefir. Reyndar er hún þetta ár undan- þegin Breiðafjarðarferðunum, en þær hafa áður reynzt einna dýr- astar og tafsamastar. En fleiri krókaleiðir mætti spara ef jafn- framt væri séð fyrir nógu tiðum og reglubundnum bátaferðum milli smástöðvanna. Ættu þær ferðir bæði að verða útgjalda minni tyrir rikissjóð og einnig hagkvæmari fyrir alla hlutað- eigendur. Vöruflutningana ætti Esja að vera laus við, að mestu, þarf til þess annað skip, sem eingöngu yrði til þess gert og

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.