Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 25.08.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Fvrirliírfriflnrii1 r ji n nggjaiiui. .lalLJ »Oranier«, ))Cora« og »H«-ofnar, email. og nikkeleraðir. Þakpappi, m. teg., Iiiiiole«m,|Ankermerki, Veggpappi, Filtpappi, Sanmur, Eidíastur leir og »4ei«ar,,r':' Fatnssalcrnl, ] , ■ • . ~ Sfeolprör,"* 'i ' Eldluisvaskar, járnemaileraðir, Vatnskranar, allsk., Gtuinminlöiig'ur Baðkcr, Vírnet, Blönclunarlianar Glrðinganet, með vatnsdreifara, Gtólf- og veggflísar, Þvottapottar, miklar birgðir, Vatnsrör og öll tæki Foftventlar, til miö»tööva, Hurðarfeúnar og Fittings, sferár, Hinar velþektu Burg- eldavélar hvítemalieraðar, margar stærðir. Gaseiilavélar, marg- ar tegundir email. — Verð frá 10 kr. Gasbökunaroínar, hvítemaileraðir. Oasslöngur, Damm-smefefelásar Vandaðar vörur! — Lágt verð!|®; A. EINARSSON & PIJNK Sími 982. — Pósthússtræti 9. Sonnr jíirnUrantnkÓMgsliis. — Æ, gerið þér það ekki. Skiljið þér ekki, að við verðum að tala saman, meðan tjaldið er niðri? — Það skil ég alls el^ki. Ég fór hingað út til þess að anda að mér svölu kveldloftinu. — Hún kinkaði kolli og brosti til tveggja vinstúlkna sinna, er gengu framhjá. Hún virtist vera mjög kæringarlaus, og mjög róleg. Hún liktist alls eigi hinni ákaflyndu, hæðnu Chiquita, sem hann hafði hitt í skóginum. — Hlustið þér nú á mig! sagði hann alvar- lega. Við getum ekki haldið svona áfram. Peg- ar nú er búið að kynna mig föður yðar, ætla ég að láta áform mitt í ljósi við hann og biöja um leyfi til að heimsækja yður. — Við höfum máltæki, herra Antonio, er hljóðar svo: »7r por lana, y volver trasquilado«, og það þýðir: »Gáið vel að, annars finnið þér ef til vill það, sem þér leituðuð ekki að«. Verið þér nú ekki svona ákafur. — Pað er aðeins ein, sem ég leita að. — Faðir minn er alvarlegur maður. Heima fyrir er hann hreinn Spánverji, og kæmist hann að því, á hvaða hátt — við hittumst fyrst — þrátt fyrir skjallabjart raíljósið sá hann, að hún roðnaði — þá mundi hann gera feykilegt uppi- stand. Hún þagnaði, hallaði sér útyfir stein-handrið- ið og horfði út á dimma höfnina. — Treystið þér mér! Ég skal ekki segja hon- um neitt um það. — Það eru svo margar ástæður til þess, að þetta er tilgangslaust. — Nefnið mér eina þeirra! — Eina! Hún ypti ofurlitið öxlum. Fyrst er nú það, að mér þykir ekkert vænt um yður? Er það ekki nóg? — Nei, alls ekki. í*að jafnar sig. — Við skulum þá setja svo t. d., að það væri alveg öfugt. Þið Ameríkumenn eru alt öðru vísi gerðir en ungir menn hér hjá oss. Þið er- uð kaldlyndir, rólegir, vondir — siðvenjur ykk- ar ólikar vorum. Pið skiljið okkur alls ekki. Hvernig getur yður þá langað til að tengjast spánskri fjölskyldu? — En þér eruð hálf-amerisk. — Æjá, ég er það að vísu, því miður. Á skól- anum í Baltimore lærði ég margskonar fánýta hluti, sem ég hefi orðið að berjast gegn síðan. — Til dæmis? — Æ! Andvarpaði hún. Ég sá þar svo mik- ið frjálsræði. Ég heyrði talað um hina hræði- legu frjá’smannlegu framkomu amerísku stúlkn- anna, og þótt ég vissi, að það var ljótt og alls eigi rétt, fór mig samt að langa til þess líka.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.