Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 26.08.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 26 ágúst 1925. aaSíað I. árgangur. 170. tölublað. LAUGARNAR hér við Reykja- vík eru eitt af þeim fáu náttúrugæðum sem um- hverfið hefir að bjóða, en frem- ur litið höfum við ennþá gert til að færa okkur gagnsemi þeirri verulega í nyt. Mætti þó virðast, að í jafn köldu landi og fátæku að landkostum, væri slíkt verðmæti ekki látið liggja illa notað eða óhreyft öldum saman rétt við bæjarvegginn. Er stutt siðan menn fóru að gefa jarðhitanum verulegan gaum og athuga á hvern hátt mætti helzt notfæra sér það verðmæti sem í honum er fólgið. Hafa nú á siðustu árum verið gerðar ýmsar uppgötvanir og fram- kvæmdir því viðvíkjandi, víðs- vegar um heim, og eru Italir komnir þar lengst áleiðis. Eanþá er það að mestu ó- rannsakað á hvað margvíslegan, hátt má nota hann og má altaf búast við nýjum uppgötvunum á því sviði, eins og öllum öðrum. Ýmsir framtakssamir menn hafa nú á síðustu árum tekið jarðhitan hér á landi í þjónustu sína, einkum til herbergjahitun- ar og annara heimilisafnota. Hefir sú reynsla sem fengin er verið vonum fremri og er það nú jafnvel álitinn höfuðkostur þar sem hægt er að ná heitu vatni til heimilisnota. Fjölgar þeim bæjum árlega sem verða aðnjótandi þessara hlunninda. Það sannar greinilega hvers virði menn álita jarðhitann nú orðið, að við val á stað fyrir Heilsuhæli Norðurlands, var að- aláherzlan lögð á góða aðstöðu til upphitunnar með vatni. Einn aðal útgjaldariður sjúkrahúsanna hefir hingað til verið kolaeyðsl- an en tækist að spara hana verða husin auðvitað miklum ninn ódýrari í rekstri. Svo mun verða um Heilsuhæli Norður- lands og svo er um Alþýðuskóla Þingeyinga, svo nefnd séu ein- hver dæmi. Ælti nú að mega gera ráö fyrir að framvegis verði aðaláherzlan lögð á góða að- stöðu til upphitunar, þegar um heilsuhæli eða aðrar opinberar byggingar er að ræða. Verður ekki metið til verðs hvaða hagsbætur það hefði i för með sér, auk ýmsra annara kosta sem hér eru ekki taldir. Nú er í ráði að byggja hér Landsspitala á næstu árum og hefir honum verið valinn staður þótt ekki sé byrjað þar á nein- um undirbúningi. Virðist nú ekki vera úr vegi að athuga ná- kvæmlega hvort ekki mætti nota laugavatnið þar til upphitunnar. Eða ef það reyndist ókleyft að byggja hann þá á öðrum stað sem aðstaða væri betri. Auðvit- að þarf spítalinn að vera sem næst aðalbænum og þótt lauga- vatnið yrði notað til hitunar þyrfti hann ekki að standa inn við Laugar, þvi vatninu má veita langa leið, án þess það kólni að nokkrum mun. Þetta er svo mikið fjárhags- atriði að sjálfsagt virðist að rannsaka það gaumgæfilega, þvi ef þetta mætti takast gæti það orðið til þvess hagnaðar sem ekki yrði með tölum talinn. Jón var ötull starfsmaður, ágætlega gefinn og vel látinn af öllum sem kyntust honum. t Jón Jónatansson, fyrv. alþingismaður lézt hér i bænum i gærmorgun eftir langvarandi iasleika og þunga legu núna siðast. Jón var fæddur 14. maí 1874, lærði bu- fræði og var um eitt skeið starfs- maður Búnaðarfélags fslands og siðar Búnaðarsambands Suður- lands. Bjó fyrst nokkur ár i Brautaiholti, en siðar á Ásgauts- stöðum hjá Stokkseyri. Var um tima ritstjóri Suðurlands og þingmaður Árnesinga. Síðustu árin var hann búsettur hér f Reykjavik. Bannið í Ameríku L. Oftedal ráðherra segir frá. Andstæðingablöð bannmanna flytja þráfaldlega fréttir af »hrak- förum bannsins í Ameríku«. Eru þó fréttir þessar venjulega fremur léleg sannanagögn, þar eð þær annaðhvort eru hafðar eftir ákveðnum andbanningum og leiguliðum þeirra, eða þá — og það sem tiðast er — eftir ó- nefndum mönnum, t. d. blaða- manni einum, »sem nýlega fór til Ameriku til þess að athuga vínbannið þar« etc. Dagblaðið hefir nokkrum sinn- um flutt fréttir um sama efni, sem það hefir baft eftir nafn- kunnum mönnum, bæði bann- mönnum og andbanningum. — Ætlar það nú að bæta við frá- sögn merks manns, sem ný- kominn er að vestan, frá 100 ára minningarhátið Norðmanna í Bandarikjunum. Maðurinn er L. Oftedal, ritstjóri »Stavanger Aftenblad's« og »socia!minister« i norska ráðuneytinu, merkur maður og landskunnur sem blaðamaður og stjómmálamað- ur f senn. Hann segir svo frá í blaði sinu 1. þ. m.: »Margir hafa spurt mig: — Hvernig var nú annars útlitið með bannið þar vestra? — t»að má víst segja, að á margan hátt sé likt á komið um það og hér heima. I'að fellur margt spaugsyrðið og gtensið i garð bannsins, bæði opinberlega og manna á milli. Ég heyrði t. d. ókunnan ræðu- mann byrja ræðu sina á þenna hátt: — »Ef yður skyldi virð- ast athugasemdir minar fremur þnrrar, bið ég yður að taka

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.