Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 26.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Drekkið Tutti-Frutti frá Sanitas áöur máluö sitt með hvorum lit og var paö auðvitað til mikilla lýta. — Dagblaðið heflr áður fundið að ósamræminu í húsalitum hér í bæ, sérstaklega þegar sambygð hús eru máluð sitt með hvorum lit eins og t. d. húsin nr. 38 við Laugaveg. Er slikt til mikilla bæjarlýta og þvi skylt að geta þess þegar úr er bætt. Fylla kom í gær að norðan. A Breiðaflrði hitti hún breskan línu- veiðara að ólöglegum veiðum og kom með hann hingað suður. Botnvörpimg'ariiir: Balgaum og Aarinhjörn hersir komu af veiðum i nólt með ágætan afla, 110—120 tn. hvor. Séra Steingríinnr N. Þorláksson prestur í Vesturheimi og kona hans komu hingað með Lyru síðast úr ferð um Noreg og munu þau dvelja hér eitthvað fram eftir sumri. Krossgáta kemur í Dagblaðinu á morgun ásamt lausn á síöustu gátu og hverjir hafa hlotið 2 síðustu verðlaunin. Dvergar. Gamalt orðtak segir að oft búi stór sál í litlum búk og heflr sagan sannað að svo hefir oft verið, Alexander mikli, Karl og Friðrik mikli, Napoleon, Pope, Voltaire, Lessing, Kant, Spinosa, Hegel og margir fleiri nafnfrægir menn voru litlir vexti þótt ekki gætu þeir dvergar talist. Er það sérstaklega að margir mestu heimspekingarnir sem uppi hafa verið, hafa verið mjög litlir vexti. Getur þetta verið huggun fyrir þá sem þykj- ast vera of litlir og vildu gjarn- an bæta alin við hæð sína. Margir allra minstu menn sem sögur fara af, hafa orðið heims- frægir aðeins vegna smæðar sinnar og ýmsra eiginleika, þótt þeir hafi ekki verið nein mikil- menni að andans atgjörfi eins og þeir sem nefndir voru. Sér- staklega hafa slíkir menn oft Hótel Hekla Hafnarst. 20. Þægileg og ódýr lier- bergl. jytiðstödvarliUun. Bað ókeypis fyrir gesti. Heltir og kaldir róttir allan daginn. verið eflirsóttir af þjóðhöfðingj- um og öðru stórmenni. Einhver minsti dvergur sem sögur fara af var Jeffery Hud- son. Hann var aðeins 18 þuml- ungar á hæð og varð sérstak- lega frægur fyrir það, að eitt sinn var hann borinn á borð innan í kaldri »postej«, fyrir Karl 1. Englandskonung og drottningu hans, í veislu sem hertoginn af Buckingham hélt þeim konungshjónum. Seinna jók haun mjög á frægð slna með því að skjóla sterkan og risavaxinn mótstöðumann sinn í einvigi. Frh. Sonnr járnbrantalióiigsliia. Pað er engin önnur sæmileg stúlka á allri Pan- ama, sem heföi getað talað við yður á þann hátt, sem ég gerði í skóginum um daginn. — En hvað snertir alt þetta þá hlið málsins að ég ltomi og heimsæki yður? — Pað er erfitt að skýra það fyrir yður, úr því þér viljið ekki skilja það. Við þekkjumst heldur ekkert. Ef þér kæmuð og heimsæktuð mig inundi það valda þvaðri og misskilningi meðal vinstúlkna ininna. — Ég skal strax gefa mig frara sem biðil yðar* — Nei, nei, neil Við Ameríkumenn af spánsk- um ættum kærum okkur ekkert um útlendinga. Við höfum vora eigin umgangs-vini og erum ánægð með það. Pið Yankee’ar eruð ekki sér- lega viðmótsþýðir. Pið eruð villumenn. Pið leyfið ykkur svo inárgt. Ungu mehnirnir okkar eru vingjarnlegir, bliðir, elskulegir — — — — Svei, sveil Ég mundi ekki eftir því. — Petta er í fyrsta sinn, sem ég tala svona opinskátt við ókunnugan karlmann, og ég held ekki, að það sé rétt af mér að gera það. Pað er miklu betra, að þeir sem eru eldri og hafa meiri reynzlu, rökræði þessháttar málefni. — En viljið þér þá ekki sjálf hafa hönd i bagga, þegar tekið er ákvörðum um framtíð sjálfrar yðar? spurði hann með ákafa. Viljið þér virkilega, að fjölskylda yðar ráði því alveg hverja þér megið umgangast, hvern þér eigið að elska, og hver eigi að verða maðurinn yðar? Hún svaraði blátt áfram: — Stundum langar mig sjálf til að ráða i þessum efnum. — En annað slagið þykist ég vera viss um, að þau hljóti að vita þetta betur en ég, — Ég trúi þvi ekki, að þér séuð af þeirri tegund kvenna, sem lætur aftur augun og tekur við skipunum annara. — Ég set mig stundum upp á móti þeim. Ég mótmæli þeim, en það er hið ameríkska blóð í æðum mínum, sem veldur þvi. — En þegar þér hafið kynst mér dálítið betur, kynni yður ef til vill að langa til þess að leyfa mér að heimsækja yður? — Skiljið þér þá ekki, að áður en við vær- um orðin kunnug, mundi þvaðrið um okkur vera komið á stað, sagði hún hálf vandræðalega og var alveg hissa á þessari tornæmi hans, — Við skulum reyna. Pér dveljið á ný á sveitabýlinu yðar? — Setjum nú svo, að ég viltist einhvern daginn — á morgun t. d.? — Nei, nei! Heyrið þér til, nú hringir, við verðum að fara í sætin okkar aftur. Áhorfendur þyrptust aftur inn i leikhúsið. Kirk og ungfrú Garavel gengu inn á eftir Gara- vel og frú Cortlandt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.