Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ landi, alkunn öllum almenningi á þeim slóðum, en hafa eigi ▼erið mæld til hlítar, og vantar því bæði örnefni öll og einnig rétta mynd þeirra á landabréf vor, ennþá. Þannig mun einnig vera um vesturbrún Vatnajökuls og vest- an undir jöklinum. Ætli fjall- göngumenn og ferðalangar haíi eigi æði oft fyr »arkað um þess- ar slóðir«? Mundi eigi reynandi að spyrja Rangæinga og Skaft- fellinga um þessi »ókunnu« ár og vötn og fjöll og gjár etc.? Er eigi ólíklegt, að þeir kynnu nafn á allmörgum þessum nýfundnu löndum, svo að landfundurinn rýrnaði að mun. Það er óneit- anlega óviðkunnanlegt afspurn- ar, að útlendingar sem bregða sér út fyrir Reykjavík 2—3 vikna tima eða skemur, skuli finna ný lönd og ókunn á smala- leiðum bænda! h. Úr ýmsum áttum. H»D8narækt í Noregi. Norðmenn hafa aukið mjög hænsnarækt sfna á seinni árum. Um langt skeið hafa þeir árlega flutt inn dönsk egg fyrir milj- ónir króna. Nú er talið að í Noregi séu um 3 mill. hænsna og verpi eggjum fyrir um 51 mill. króna, ef talið er að hver hæna verpi um 5 kg. eggja. Þar er nfl. fariö að selja egg eftir vigt eins og rétt er. — Þetta eru framfarirnar í Noregi á þessu sviði á fáum árum. Hér er ei síður verkefni fyrir oss ís- lendingat Mjólkur-haf. 1 Bandarfkjunum í Ameriku eru 26 millionir kýr. Búnaðar- ráðuneytið skýrir frá, að af allri þessari mjólk spiliist 3°/« niður við mjaltirnar, 46,9°/« er hagnýtt i mjólkurbúum og verksmiðjum, 46% er notað til heimilisþarfa, og 4°/o handa kálfum. Öll árs- nytin er talin um 114,5 milli- ardar punda. Borgin. Sjávarföll. Háflæður kl. 12,40 i dag. Síðdegisháflæður kl. 1,05 i nótt. Nteturlæknlr Ólafur Porsteinsson Skólabrú 2. Simi 181. Næturvörðnr i Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Mikil rigning var í Horna- flrði í morgun og eins iVestmanna- eyjum og Grindavík. Á Akureyri og Seyðisflrði var 11 st. hiti og jafn- heitt i Færeyjum. Annarsstaðar 9— 10 stig, en 8 í Grindavík. í Kaup- mannahöfn 16 st. Jan Mayen 7 og Angmagalik 8 st. (í gær) Djúp loft- vægislægð er við Suðvestur-land. Búist við austlægri og suðlægri átt, allhvassri framan af á Suðurlandi, með úrkomu víða. Jarðarför Sigurðar Kristófers Pét- urssonar fór fram i gær og var hún mjög fjölmenn. 1 kirkjunni i Lauga- nesi flutti Haraldur Níelsson ræðu, en söngflokkur undir stjórn Páls ísólfssonar söng kvæði eftir Porst. Gíslason, er birt verður i blaðinu á morguD, og sáiminn »Drottinn vak- ir« eftir Sigurö heitinn. í Guðspekis- húsinu flutti sira Jakob Kristinsson kveðjuræðu en við gröfina flutti Davíð Kristjánsson bæjarfulltrúi i Hafnarfirði nokkur þakkarorö. Sjúklingar á Laugarnesi báru hann paðan út, inn i Guðspekis- húsið stjórnir Guðspekisfélaganna hér, en ýmsir félagsbræður hans báru hann þaðan út. Henriette Strindberg syngur hér i fyrsta sinn kl. 7‘/< i kvöld í Nýja Bíó. Gera menn sér góðar vonir um söng hennar þvi hún er mikils- metin fyrir list sina heima i Noregi Lyra fór héðan i gærkvöld, með skipinu fóru: A. Fredriksen timbur- kaupm., Eggert Kristjánsson söðla- smiöur, hljómlistamennirnir sem spilaö hafa hjá Rósenberg siðastl. ár, enn fremur Jón Grimsson og Loftur Porláksspn, báðir til Færeyja. Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri, Karl Einarsson fv. sýslum. og Arni Sigfússon kaupm. o. m. til Vest- raannaeyja. — Margir erlendir ferða- menn fóru einnig með skipinu heimleiðis. Knrt Haeser, þýzki pianóleikar- inn, hefir i hyggju að halda hér aft- ur hljómleika næstkomandi þriðju- dag, vegna fjölda ákorana sem hon- um hafa borist. Snðnrland fór héðan til Borgar- ness i morgun. Lelðangnr. Margt manna fór héð- an i morgun austur á Mosfellsheiði til að leita að þremur mönnum er 2)ag6íað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. WF" Haharastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Kiapparstfg. $agT Anglýsingnra í Dag- blaðið má skila i prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsla blaðsins. Sími 744. fóru í gær úr Svinahrauni og ætluðu að ganga norður á Pingvallaveg við Borgarhóla. Voru þeir ekki komnir þangaö kl. 3 í nótt og eru menn hræddir um að þeir muni hafa vilst eitthvað út af réttri leið. Botnrörpnngarnir. Snorri goði reyndist hafa 126 tn. lifrar. Gylfl kom inn i gær með 85 tn. og Pór- ólfur i morgun með 128. tJm Jón Jónatansson var sagt i blaðinu i fyrradag, að hann heföi eitt sinn verið starfsmaður Búnað- arfélags íslands, en það hafði hann ekki veriö, heldur aðeins ráðunaut- ur Búnaðarsambands Suðurlands. Frú Ingnnn Einarsdóttlr aö Bjarma- landi varð 75 ára i gær. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir ekki getað setið nema einn fund með lögj afnaðarnefndinni vegna þess hann veiktist stuttu eftir komu sina til Hafnar. Hann er nú sagður vera á batavegi. íþróttafélagr Reykjavíknr gengst fyrir samkepni i ljósmyndagerð fyrir águgamenn (amatöra) i nóvenber i haust. Verður myndunum skift í 2 flokka: mannamyndir og útimyndir og er verölaunum heitið fyrir beslu myndirnar, 10—50 krónur. Eru þeir margir orðnir sem taka ljósmyndir sér til skemtunar og takast þær ágætlega hjá mörgum þeirra. í krossgátnnnl i gær hafði misrit- ast við 10 niður Frumögn fyrir Uannsnafn og við 23 niður á að vera Sendiboði. Réttar ráðningar séu komnar fyrir sunnudag og verða verðlaunin 10 kr. eins og áður.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.