Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.08.1925, Blaðsíða 1
* Laugardag 29. ágúst 1925. agBlað I. árgangur. 173. tölublað. EINHVER dýrmætasta eign Reykjavíkur er landrýmið umhverfis bæinn og það verðmæti sem í því er fólgið. Til skams tíma heíir það ýmist verið ónotað eða illa yrkt, því rányrkja hefir lengst af farið fram á mestum hluta þess. Á allra síðustu árum hefir þetta nokkuð þokast um til betra við- horfs, því töluvert af bæjarland- inu hefir verið tekið til ræktun- ar, en sama og ekkert getur þó talist fullræktað ennþá. Vel hirtir gróðurblettir svo sem í Gróðrastöðinni og örfáum stöðum öðrum, sýna best hvaða frjómögn eru hér fólgin í jörðu, ef fullnægt er þeim gróðurskil- yrðum sem jarðvegurinn krefst og aðstaðan skapar. í allri jarð- ykju, á fullræktun landsins að vera takmarkið sem kept er að. Ræktaða landið er ennþá alt of lítið og auk þess er umhverfi bæjanna svo verðmikið að hver yrkjanlegur bleltur ætti að vera í svo góðri rækt sem framast er unt, svo nokkrir vextir fáist af þeim höfuðstól sem þar er fast- bundinn. Eins og aðsta bæjarins er til öflunar nauðsynlegs viðurværis sem landræktunin ein getur fram- 'e'U, þá ætti áhugi manna fyrir aukinni jarðyrkju að vara óskift- ur, og þær athafnir að fylgja, að fullræktun bæjarlandsins yrði framkvæmd á fáum árum. Ekki er það svo að menn hafi ekki opin augu fyrir rækt- uninni, það sýna bezt þær fram- farir, sem stefnt hefir verið í þá átt, á siðustu árum, og einni ger stof'nun télagsins »Landnám<( sönnun þess, að menn álíta rækt- ^nina nokkurs virði og brýna Þörf á að auka hana sem mest l'X'ð samhuga átaki á skömmum ^a. Ef félaginu »Landnám« tekst að framfylgja til hlýtar lnni upphaflegu ætlun sinni, ma mikils góðs vænta af þeim félag«skap viðvíkjandi ræktun bæjarlandsins. Vonandi tekst því félagi betur að komast áleiðis að takmarki sinu, heldur en mörgum öðrum félögum sem stofnuð hafa verið i góðum til- gangi, og nokkurra átaka gætt í fyrstu, en lagst siðan á svæfil athafnaleysis og áhugaskorts. Bæjarfélaginu sjálí'u er mestur hagnaður að fullræktun bæjar- landsins og því verður það að hafa frumkvæðið i{ að yrkingu iandsins og leggja fram fé til framkvæmdanna, a. m. k. að nokkrum hluta móti einstak- lingunum sem í því vilja brjótast. Þegar einstaka menn brestur þrótt, til að koma einhverju nauð- synjamáli áleiðis, verða samtök heildarinnar að koma til hjálp- ar, og hér er það einmitt bæjar- félagið sem á að hafa frum- kvæðið og það framtak sem dugar — einmitt vegna hagsbóta þess sjálfs. Þessu máli þarf að halda'vel vakandi og linna ekki fyr en ræktunarmál Reykjavikur eru komin svo vel á veg að ugglaust sé um framhaldandi ræktun og fullnaðarnýtingu áverðmætijarð- vegsins. Ræktunarmálið er stór- mál og rnjög viðkomandi hags- munum bæjarbúa og verður því að fylgja því fram með festu og einurð. Fullræktun bæjarlands- ins á hér að vera takmarkið sem kept er að, og þvi takmarki þurfum við að ná sem allra fyrst. Oí-eiieid. íslenzka krónan hækkar í dag og það ekki alllítið. Sterlings- pundið er nú skráð á kr. 25,00. í gær neituðu báðir bankarnir að kaupa erlendan galdeyri á því verði sem skráð hefir verið fyrirfarandi daga, og þóttust menn þá vita að ekki mundi langt að biða gengishækkunar. Atvinnurekendur og útflytjendur vinna mjög að þvi, að gengið sé stöðvað. En væntanlega hefir Gengisnefndin og bankarnir eng- in ráð i hendi til þess, nema þing og stjórn fyrirskipi það og geri viðeigandi tryggingarráðstaf- anir, sem losi bankana við á- hættu af gjaldeyriskaupum á núverandi háa verði. — Ef danska og norska krónan halda þeirri miklu hækkun sem þær nú hafa náð, eða tekst að stöðva sig í sínu upprunalegu gullgildi, þá mun það styrkja mjög mái þeirra sem vilja fara sömu leið með islenzku krónuna, þótt stýf- ingarmenn hafi reyndar mikið til sins máls. O* 1-íTBllIaiKÍ. I. Það mun sæmilega ljóst öll- um þeim,<er fylgjast með í Græn- landsmálum upp á síðkastið, að eigi muni langt að bíða gagn- gerðrar breytingar á stjórnar- fari þar vestra. Augu Dana opn- ast æ meir og meir fyrirþvi, að það muni að líkindum vera »something rotten« i hinni 150 ára gömlu einokunar-stjórn »Hinnar konunglegu Grænlands- verslunar«. Enda er eigi ólik- legt, að farnir sjeu að fúna sum- ir máttarviðirnir í þeim hjalli. Og vist er um það, að danska stjórnin lætur sér eigi framar nægja hinar venjulegu »Indbe- retninger« frá Grænlandsstjórn- inni. 1 fyrra fór heill hópur rikisþingmanna þangað vestur, og meðal þeirra voru allmargir andstæðingar einokunarinnar. Og i sumar fór Hauge innanrikis- ráðherra til Grænlands með »Hans Egede«. Kvaðst hann af sjálfsýn ætla að kynna sér kring- umstæður allar og framtiðar- skilyrði þar vestra. Öllum hugsandi mönnum í Danmörku er nú að verða það

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.