Dagblað

Útgáva

Dagblað - 29.08.1925, Síða 3

Dagblað - 29.08.1925, Síða 3
DAGB LAÐ 3 SungiÖ viö jarðarför Sigurðar Kristófers Péturssonar rithöfundar. Ver, góði faðir, guð, með okkur hér. Ver, guð, með honum, sem nú farinn er. 1*1« ljósið okkur lýsi í hverri þraut, og lýsi honum fram á nýja braut. Hans sál var hérna sí og æ í leit; til Sólarlands var þrá hans sterk og heit. Hann sjúkur gekk um lifsins hraun og hjarn í hug og verki saklaus eins og barn. í þessum heimi þrautaferill hans varð þroskabraut hins góða, vitra manns. Að sækja hærra og hærra á móti sól var hugarþrá, sem sál hans jafnan ól. Við vitum fátt, en viljum þekking ná, og vonum, brátt við fáum meira að sjá. Við girnumst mátt, að ganga rétta leið, við guð í sátt, vort stutta æfiskeið. Dvergar. Niðurl. Þegar hann var 25 ára hélt hann til í Warsjá og þar varð hann ástfanginn í íranskri leik- mær en hafði ekki annað upp úr þvi en háð og athlægi. Þegar hann var 40 ára, varð hann aftur ástfanginn en þá með betri árangri. Hann gifti sig, en við það féll hann í ónáð hjá Lu- mirski greifafrú, og til þess að sjá fyrir konu og börnum, ferð- aðist hann til og frá um Evrópu og sýndi sig fyrir peninga. Samtíða honum lifði annar pólskur dvergur, Nicolaus Feny, að auknefni »Bébé«. Fegar hann fæddist var hann 8 þml., og er hann var skírður, var hann borinn á diski, en fyrir vöggu hafði hann trjeskó föður síns. Þegar hann var 6 ára var hann 15 tommur áhæð. Stanilás Pól- verjakonungur eignaðist hann og fól prinsessunni af Talmand hann til uppfósturs. Hann var litlum hæfileikum búinn og nam lítið. 'Hann var ákaflega bráð- lyndur og hataði Boruslavoski fyrir yfirburði hans. Eitt sinn er þessir snáðar liittust hjá Stanilás konungi hrósaði hann Boruslavoski fyrir hina miklu hæfileika hans. Petta þoldi »Bébé« ekki og varð svo reiður að hann ætlaði að fleygja þessum keppinaut sínum inn i eldstóna, .en honum var aftrað frá því og fékk harða refsingu fvrir tiltækið. Hann varð aðeins 23 ára gamall. Sonnr lárnbrautakángslns. að þær stingi yður ekki, annars getið þér orðið veikur, áður en varir. Til þessa hafði Kirk hatað Alfarez á almenn- an og óákveðinn hátt. Hann þóttist eiginlega skulda honum dálitla refsingu, og þeirri skuld vildi hann lúka sem fyrst. En er hann sá, að þessi spánski apaköttur leyfði sér að lítast á Gertrúdis, breyttust tilfinningar hans algerlega, önga stúlkan sá mjög vel, hvernig útlitið var og þótt hún skemti sér við það, gerði hún samt sitt ítrasta til að standa á milli þeirra beggja. Um Alfarez er það að segja, að honum var það fyllilega ljóst, að hann hafði helt olíu íeld- inn og aukið á sér hatur Kirks* Og þessi vitund gerði honum fremur órótt í geöi. Og seinustu athugasemdir hans höfðu ekkert bitið á Kirk, hann hafði að eins brosað að þeim. Alfarez tók því þann kostinn að hætta samtal- inu, sem honum til mikiilar gremju hafði fariö fram á ensku, og hann spjátraðist því leiðar sinnar burt frá þeim brattur og hnakkakertur. Eftir þessu hafði Kirk einmitt verið að bíða, °g hann stakk upp á því, að þau skyldu ganga nt á svalirnar. En það vildi Gertrúdis ekki. Eg verð að vera hjá föður mínum, sagði hún. Má ég þá fá að sitja við hliðina á yður? Eg hefi] verið að hugsa um svo margt, sem ég þyrfti að segja yður. Mér dettur altaf svo margt ósagt í hug eftir á, en þá er það of seint. Nú er ég búinn að gleyma þvi. Vitið þér það, að nú er ég ákveðinn í að snúa mér til föður yðar og fá hann til að lítast vel á mig. — Nú eruð þér aftur farinn að fitja upp á því sama. Ég hefi að eins þekt yður í eina klukkustund, og samt talið þér ekki um annað en um föður minn, og um mig, og hvort þér getið ekki komið og heimsótt mig. — Já, það er af því, að ég get ekki um annað hugsað. — Pér eruð of — áræðinn. Spænskum feðr- um geðjast eigi að svona mönnum. En hvað er ég annars að segja! Hún roðnaði lítið eitt. Ég skammast min fyrir að tala um þessþáttar. Þér neyðið mig til að ganga alt of langt í þessu. — Föður ungfrú Torres leizt undir eins vel á mig. Hann var þegar fús til að senda mann eftir ferðatöskunni minni. — Við skulum heldur tala um eitthvað annað. — Það get ég alls ekki. Þér sögðuð mér einu sinni frá einhverjum ungum náunga, sem fjöl- skylda yðar hefði kosið handa yður. Það er þó aldrei, vænti ég, þessi Alfarez? Hún leit á hann dökkum augum sinum og horfði á hann dálitla stund, og hjarta hans tók

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.