Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 31.08.1925, Blaðsíða 1
Mánudag ^ / árgan 31. águsl T/J/T^/1 //7^ Mf vf vf vrvvv tölublc EITT af sérkennum ReykjaTÍk- ur eru hornskökku húsin sem hvarvetna getur á að líta. Eru flest þeirra sizt til neinnar bæjarprýði auk óþægind- anna að búa i þeim. Ætti það að vera auðskilið mál, að miklu erfíðara er að gera herbergja- skipun þeirra svo að þægileg sé, auk þess sem hornskekkjan er altaf til stórlýta, bæði innan húss og utan. Á flestum götuhornum í bæn- um eru meira eða minna horn- skökk hús, þar sem annars nokk- ur eru. Orsökin er auðvitað sú að göturnar skera ekki hvor aðra hornrétt og eftir þvi verö- ur að haga byggingunum. Horn- skekkjan á gatnamótunum virð- ist vera það sém helzt gætir samræmis í, bæði um gatnaskip- un og húsagerð, og gætir þess engu siður í nýjum bæjarhlut- um en þeim gamalbygðu. Petta er því vítaverðara sem það er á fleiri stöðum óþarft, og sýnir eitt með öðru það sleifarlag sem hér hefir ríkt i ytri framkvæmd bæjarmálanna. Hér þýðir ekki að sakast um fyrstu gerð en jafnsjálfsagt er að finna að því, að ekki skuii lagfært þegar tæki- færi gefast til. 1 nýhverfum bæjarins hefði viðar mátt komast hjá horn- skekkjunni en gert hefir verið og í eldri bæjarhlutunum hefði mikið mátt draga úr henni jafn- óðum og endurbygging við göt- urnar færi fram, en hvergi hefir verið gerð tilraun til að bæta úr þessum bæjarlýtum. Hornskekkj- an á sér einnig víðar stað en þar sem gatnaskipunin takmark- ar. Ný steinhús eru bygð horn- skökk vegna gamalla timbur- húsa, eða jafnvel lóðatakmarka, þótt innanhandar hefði verið að komast hjá þeim vansmiðum. I*ar sem óhagkvæm lóðatak- mörk geta valdið hornskekkju húsa ætti annaðhvort að haga nýbýggingum þar eftir og hafa þá húsin heldur minni svo kom- ist verði hjá byggingarlýtum eða taka lóðaspildur eignarnámi ef ekki næðist samkomulag um kaup á þeim, sem gera má ráð fyrir að oftast mundi takast, einkum ef eignarnámið væri yfirvofandi. Þyrfti það hvorug- um að vera til baga, en öðrum til gagns, og mætti þá byggja hagkvæm hús og viðunandi út- lits í stað þess óskapnaðar sem nú er viða hrúgað upp. Auðvitað þurfa að vera ákvæði um að ekki megi taka lóð eignarnámi nema sem nauðsynlegt er til að »rétta af« hús, eða til að gera óheppi- leg lóðartakmörk hagkvæari. Nú er t. d. verið að byggja stórt og vandað steinhús á horni Grettisgötu og Klapparstígs sem hornskagt er á öllum hornum. Vegna legu gatnanna gat það ekki orðið hornrétt að öllu leyti en vandalaust var að láta það Iíta betur út en nú gerir það. Er svo víðar, þótt ekki sé tiltint að þessu sinni. Hornskökku húsin og skáskornu gatnamótin er eitt af því sem setur þennan lands- kunna ómenningarsvip á bæinn, og munu lengi verðá talandi vottur þess skipulagsleysis og ósamræmis sem hér er á allri gatnaskipun og húsagerð. G rænland. ii. Á því virðist enginn vafi, að rikisstjórnin danska hefir fullan og einlægan vilja á því að reyna til að réttta við ástandið á Græn- landi. En á hinn bóginn mun mega telja fyllstu líkur til þess, að hún sé heldur seint á ferð- inni. Eru komin allstór skörð i þann kínverska múr, sem ein- okunin hefir barist við að lykja um Grænland. Má þar fyrst til nefna dansk-norsku samningana, og siðan hafa Danir veitt Bret- um sömu réttindi á Austur-Græn- landi. Virðist þvi óðum farið að nálgast opnun landsins, enda verður þess óefað eigi langt að bíða, að Danir af frjálsum vilja — eða tilneyddir — rífi niður þetta skálkaskjól gamallar úrelt- rar einokunar. — Á opnun- arstefnan þegar marga tals- menn í Danmörku, og eykst þeim óefað fylgi með degi hverj- um. Fyrir skömmu skrifaði Harry Söiberg, rithöfundur, grein í »Politiken« um Grænlandsmálin og taldi réttast frá dönsku sjón- armiði og hyggilegast að »opna Grænland«. Hann bendir á, að einokunin hafi eigi getað sporn- að við hinni miklu kynblöndun í landinu, og að nú sé tæplega til einn einasti hreinn Eskimói á Suður-Grænlandi. Telur hann því ófært að halda við lokun landsins undir því yfirskyni, að það sé gert sökum kynstofnsins. Sé það bæði óþarft, og auk þess dýrt fyrir danska ríkið, og alls eigl hættulaust stjórnmálalega. Söiberg minnir á, að í hinni gömlu Eystribygð hafi verið 190 bæir og fjöldi kvikfénaðar. Muni því sauðfjárrækt geta orðið mikil- væg atvinnugrein á Grænlandi, og vitnar hann i ummæli Sig- urðar búnaðarmálastjóra. »En hvað ætti þá að vera því til fyrirslöðu að opna landið jafn- framt því, að Eskimóum sé kend sauðfjárækt, eða jótskir land- námsmenn sendir þangað?« Einnig minnist Söiberg á, að í sumar sé að veiðum við strend- ur Vestur-Grænlands um 50 norsk fiskiskip, en aðeins 2—3 dönsk skip (færeysk?). Sé Norð- mönum neitað að verka fiskinn í landi, og þeir fái ekki að taka vatn nema á vissum stöðum. Telur hann, að það hljóti öllum að vera ljóst, að þessháttar á- sigkomulag geti eigi haldist til lengdar. — Er enda talið mjög léklegt, að rikisstjórnin danska muni taka opnun Suður- og

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.