Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 31.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Vestur-Grænlands til rækilegrar yfirvegunar, er Hauge kemur aftur úr Grænlandsför sinni. — h. Athugasemd. Herra ritstjóri! I blaði yðar í gær eru nokkr- ar athugasemdir um ferð mína til »Kerlinganna« í vesturbrún Vatnajökuls núna í sumar. Sem svar við spurningum h’s geri eg ráð fyrir, að þér væruö fús til þess að flytja lesendum yðar neðanskráðar leiðbeiningar: 1. Þorv. Thoroddsen fann í rannsóknarför sinni, árið 1889, til Fiskivatna og óbygðanna þar fyrir austan, Tungnaárbotna og Botnaver, en komst ekki norðar, og þaðan sá hann tvö fjöll í norð-austur átt, sem hann kall- aði Kerlingar (sjá Ferðabók II, 257 ff.). 2. 1 landafræðislegum ferða- bókum og lýsingum um ísland finnst ekki nokkur maður, sem hefir ferðast um eða lýst óbygð- unum milli Illugavers, Vonar- skarðs og Botnavers. 3. Skaftfellingar eiga afrétti (Síðu- og Skaftártunguafrétti) langtum sunnar, fyrir sunnan öræfin krlngum Tungnaá, Laka og Eldgjá. í gamla daga fóru Skaft- fellingar suðurhluta Fjallabaks- vegar nyrðri og Rangæingar norðurhluta hans til Fiskivatna, sem þegar er talað um í Njálu. En þessar ferðir hættu um miðja 18. öld, þannig að svæðið milli Botnavers og Vonarskarðs var og er þeim ókunnugt. 4. Svæðið milli Þórisvatns, Köldukvíslar, Vonarskarðs og Botnavers er algerlega gróður- laust að kalla má, og getur því ekki verið afréttur og því síður »smalaleið bænda«. 5. Frá afrétti Holtamanna, milli Þjórsár og Köldukvíslar, leituðu fjallgöngumennirnir áður svæðið meðfram Köldukvísl að austanverðu, en hafa nú hætt því, af því að það hefir komið í ljós, að kindur hafa aldrei leitað inn á öræfin suðaustur yfir Kvíslina. Þess vegna pekkja Holtamenn engin örnefni á spild- unni milli kvíslarinnar og jök- ulsins, meira að segja ekki fjöll- in, sem Þorvaldur kallaði Kerl- ingar. 6. Förunautar mínir voru þeir Gunnlaugur Briem stud. jur. og Guðjón Jónsson i Ási, oddviti Ásahrepps og sýslunefndarmað- ur. Það nær engri átt að kalla Guðjón oddvita »lítt kunnugan fylgdarmann«, sem er borinn og barnfæddur í sveitinni og hefir verið leitarjoringi Holtamanna f afrétti þeirra. Enda var mér bent á hann af Ólafi ísleifssgni í Þjórsártúni. — — Mér þætti vænt um, ef hr. h. vildi gefa upplýsingar um þau örnefni og þá »fjallgöngu- menn og ferðalanga«, sem »æði oft fyr hafa arkað um þessar slóðir«, áður en eg skrifa um ferð mína og þau örnefni, sem eg hefi búið til. Ennfremur væri ákjósanlegt, ef hann vildi gera svo vel að láta menn vita, við hvaða kunnuga menn hann hefir talað, þá er honum »datt í hug« að skrifa grein sína. Að endingu þakka eg yður, herra ritstjóri, fyrir rúm í blaði yðar fyrir grein þessa. 29. ágúst 1925. Fr. de Fontenag. Borgin. Sjávarföll. Háflæður kl. 3,50 í dag. Árdegisháflæður kl. 4,15 í nótt. Nætnrlæknir Konráð R. Konráðs- son, Þingholtsstræti 21, sími 575. Næturvörður í Laugavegs Apóteki Skallag'rímur kom af veiðum i fyrradag með 101 tn. lifrar. Tíðarfar. Mikil rigning var í Vest- mannaeyjum og ísaflröi i morgun og eins á Raufarhöfn. Heitast var í Hornaflrði og Stykkishólmi 10 stig og jafnheitt í Færeyjum. í Reykja- vík og Vestmannaeyjum 9 st. Grinda- vík, Akureyri og Seyðisflrði 8, ísa- firði og Raufarhöfn 6 og Hólsfjöll- um 4 stig. í Angmagsalik var 5 stiga hiti og á Jan Mayen 6. Frá Kaup- mannahöfn komu engin veðurskeyti í morgun. — Djúp loftvægislægð er við Norðurland. Búist er við vest- lægri og norðvestlægri átt allhvassri á Suður- og Austurlandi, með úr- komu á Norðurlandi. ^DagBíaé. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 áu. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Ilakaraatofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstfg. Illveðnr var hér í gær mestan hluta dagsins. sunnan rok og stór- rigning. Varð því lítið um ferðalög út úr bænum, t. d. fór P rentara- félagið ekki upp að Lögbergi eins og ákveðið var, og svo var um fleiri. Hannes Þorsteinsson þjóðskjala- vörður varð 65 ára i gær. 0. Ellingrsen kaupmaður varð fimtugur í gær. Sigurður Skagfeld syngur í Nýja Bíó kl. 7*/a í kvöld. Má þar búast við góðri skemtun pvi Sigurður er orðinn viðurkendur söngmaður, sem mikils er vænst af. Hefir hann ferð- ast um Norðurland i sumar lengst af með Geir Sæmundssyni vígslu- biskup, og haldið viða samsöngva við ágæta aðsókn og aödáun áheyr- enda. Kurt Hacser ætlar að halda hér hljómleika annað kvöld, í Nýja Bíó kl. 7'/a. Meðal annaiis leikur hann lög eftir Bach, Brahms, Schumann, Chopin og Jón Leifs. Mun mörgum sérstök forvitni á að heyra verk eft- ir Jón Leifs leikin, pví þau hafa ekki heyrst hér fyr, en eins og kunn- ugt er hefir hann getið sér góðan orðstýr erlendis fyrir hljómlistar- hæfileika sína. Kurt Haeser er svo kunnur fyrir frábæran leik sinn á pianó, sérstaklega Norðanlands, frá dvöl sinni á Akureyri, að þess má vænta að Reykvikingar láti ekki þetta siðasta tækifæri ónotað til að hlusta á snillinginn sem nú er á förum héðan. Hundunum er nú aftur farið að fjölga i bænum. Eru þeir annað- hvort afturgengnir eða komnir úr »orlofi« því margir þeirra eru gamalþektir. Fylgja þeir nú bifreið- um eftir með gelti og ólátum — al- veg eins og áður var. Kiinttspyrnnm ót, fyrsta flokks, hófst á íþróttavellinum á Laugardaginn, keþtu þá K. R. og Fram. K. R. vann

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.