Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 31.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 með 1:0 — í kvöld kl. 6,30 keppa Valur Víkingur. Peningar: Sterl. pd............... 25,00 Danskar kr............. 126,58 Norskar kr............. 101,71 Sænskar kr............. 138,35 Dollar kr............. 5,16'/» Gullmörk............... 122,59 Fr. frankar ............ 24,43 Úr ýmsum áttum. ifengiaqmygl í Svíþjóð. Komist hefir upp um afar víð- tæka áfengissmyglun á sœnsJca herflotanum. Eru um 30 manns riönir við málið, hásetar for- ingjar og undirforingjar. Her- skipin vóru nýkomin frá Þýska- Iandi og höfðu komið þar víða við. — Lögreglan náði öllu eða mestöllu áfenginu jafnóðum og það var flutt í land, og tók auk þess miklar byrgðir af tóbaki og pappírsvindlingum. — t*að hlýtur liklega að vera bannið á ís- landi, sem hleypt hefir vígamóði þessum í sænsku hermenninal Því ekki er »bann« í Svíþjóð enn sem komið er. — Kola-lögur í staðinn fyrir henziu og olíu. Sænsk blöð hafa fengið þá frétt frá Þýskalandi, að gerð hafi verið stórmerk uppgötvun í »Badische Amilin Werke. Þar hafa þeir fundið upp aðferð til að breyta kolum í lög, eða renn- andi efni. Titraunir i þessa átt eru komnar svo langt áleiðis, að talið ér líklegt að innflutn- ingur á benzíni til Þýskalands muni reynast óþarfur, og að þjóðverjar muni að líkindum geta flutt út þennan nýja »eldi- við«. Framleiífslukostnaður á þessu nýja efni kvað vera svo lítill, að þessi kolalögur mun verði miklu eða jafnvel marg- falt ódýrari en eldsneyti það, sem nú er notað. — Undirbún- ingur og rannsóknir í þessa átt hafa farið fram árum saman. Bestum árangri hefir náð Berg- ius professor í Heidelberg, og hefir Badische keypt einkaleyfi hans og mörg önnnur einka- leyfi. Búast verksmiðjurnar við að geta innan skams fullnægt eldsneytisþörf Þýskalands, og Hótel Hekla Hafnarst. 20. Þægileg og ódýr lier- bergl. Miðstödvarliitun. Baö ókeypis fyrir geitl. Heltir og- kaldlr réttir allan dagiim. stofna einnig til útflutnings í stórum stil. Rán í Winnipeg. Fyrir skömmu bar svo við um hádag, að 5 menn ruddust inn á skrifstofu rafleiðslunnar, er liggur við eina aðalgötu Winnipeg-borgar. Vóru þeir vopn- aðir skambyssum og neyddu gjaldkera til að afhenda sér fé það sem ætlað var til greiðslu verkalauna og nam um 87,000 — 88,000 dala. Þvínæst slógu þeir gjalkerann í rot og komust á burt. Sonnr járubrantakóngBlns. að slá hraðara. Svo drap hún höfði seinlega. — Yður geðjast ekki að honum? — Ekki fremur en að blóðnösum. Þann dag- inn sem við giftum okkur, ætla ég að senda honum sveig af eitruðum vafningsjurtum. — Þér eruð altaf að spauga. — Nei, ég spauga alls ekki. Þér ætlið ekki að láta undan? — Hér er hvorki um að ræða að láta neyða sig, eða að láta undan, herra Anthony. En nú heimta ég, að þér skiftið um samræðuefni. Rétt á eftir neyddist hann til að leita frú Cort- landt uppi aftur. — Hvenær farið þér aftur út á Gresjurnar? spurði hann um leið og hann stóð upp. — Á morgun. — Það er eflaust góður veiðitími núna — — Hún leit á hann hvatskeytlega og hleipti brún- um, og hann varð að skilja við hana, án þess að honum í rauninni væri það Ijóst, hvort hann hefði komist nokkuð áleiðis eða ekki. Það var þó eitt, sem hann var viss um —r fundur þeirra hafði að sumu leiti orðið honum vonbrigði. Hún var engan veginn eins hlý og örgeðja og hann hafði haldiö. Hún var að vísu ungæðis- leg og blátt áfram, en þessir eiginleikar hennar, ásamt dreifðum amerískum skaplyndis-dráttum, breiddu yfir ákveðna óframgirni, sem hún not- aði til þess að gefa honum ótvírælt í skyn en þó á mjög kurteisan hátt, hvflíkur stéttamunur væri á þeim. Hún gat svo sem verið DÓgu spænsk, þegar hún vildi það við hafa, hugsaði hann með sjálfum sér, oghonum skildist það fyllilega, aðlitla sallafina »frökenin«, sem hann hafði hitt í kvöld, mundi verða all miklu erfiðari viðureignar, heldur en litla stúlkan, sem hann hittt i skóginum. En verst var þó það, að svo framarlega sem það var hugsanlegt, þá var hann ennþá ástfangnari í hinni skrautlegu og töfrandi Gertrúdis Garavel en hann hafði verið í hinni leyndardómsfullu, hrifandi Chiquitu. Ef hún annars hefði verið annaðhvort alveg amerísk eða alveg spænsk, hefði honum ef til vill verið það ljósara, hvern- ig hann ætti að haga sér i þessu máli. En til allrar áhamingju var hún hvorutveggja — alveg mátu- lega mikið af hvoru til þess að villa honum sýn, svo hann var aldrei viss um, hvar hún stóð. Og svo var það þessi blessaður Alfarez. XX. Vakning. Kirk var í engu betra skapi daginn eftir, er hann lagði á stað út úr bænum með byssuna

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.