Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 02.09.1925, Side 1

Dagblað - 02.09.1925, Side 1
Miðvikudag jfljr ## I. árgan ■ s'*" dJagolao HLJÓMLISTIN er talin vera einhver göfugasta list sem menn geti iðkað. Er svo í raun og veru, því fátt getur göfgað manninn meira en falleg- ur söngur og listrænn leikur, á gott hljóðfæri. Það kemur manni til að gleyma áhyggjum og smá- munasemi daglega lifsins og hrifur hugann upp í hærra veldi. Er gott að geta um stund gleymt erfiðleikum lífsannanna og notið þeirrar listar sem veitir hugum manna hvílS og næringu göf- ugrar nautnar. Er það mörgum nauðsynlegt og öllum holt. Hér í Reykjavík er lítið um list fyrir áuga eða eyra, því hér «r flest með marki andleysis og ómenningar, þótt menn sé yfir- leitt ekki svo hreinskilnir að játa það, hvað þá styðja þær titraunir, sem gerðar eru til að dreifa lognmókinu og luntasvip daglega lífsins. Yfir öllum at- höfnum og háttsemi manna hvílir rökkurmóða meðalmensk- unnar og kotungseðlisins. Pessi smábæjarbragur, með öllum göll- um gelgjuskeiðsins, er mörgum áhyggjuefni, og taka fegins hendi hverri tilraun, sem von er um, að geti að einhverju leyti þok- að um til betra viðhorfs. Svo er um list í söng og Ieik, sem við fáum einstöku sinnum tæki- færi til að kynnast. Nú í sumar hafa okkur boðist slík tækifæri venju fremur, þótt við höfum misjafnlega notfært okkur þau. Innlendir, og erlendir sönglistar- menn og hljómsnillingar hafa látið til sín heyra, og vakið að- dáun og hrifni áheyrenda. En alt of fáir hafa þeir verið, sem notið hafa þess, sem boðist hefir. Gætir þar mjög um of þessa fáskiftis og sinnuleysis um göf- uga list er auðkennir þjóðlíf v°rt eins og það er nú. Það er einskonar tímanna tákn, að ekki skuli fleiri hlusta á frábæran pianósnilling en áhorfendur eru að lélegri Bíómynd, sem sýnd hefir verið mörgum sinnum. Það skiftir áreiðanlega nokk- uö miklu máli, til hverra nautna hugur fólksins hneigist, og hefir oft viljað bera á nokkru þroska- leysi í þeim efnum. Hefir þar ekki verið gerður nógur grein- armunur á góðu og lélegu, og er ekki vansalaust að svo haldi áfram að vera. Kvikmyndasýningarnar eru aðalskemtanirnar, sem fólk á að venjast, og er sízt við þeim að amast, meðan við eigum ekki á betra völ. En jafnframt megum við ekki láta þau tæki- færi fara fram hjá, þar sem betra er í boði, og þyrfti þeim heldur að fjölga. I þessu sambandi mætti minn- ast á, að æskilegt væri að hér gæti farið fram söngvar eða hljómleikar eftir ákveðnum regl- um, a. m. k. yfir sumarmánuð- ina, þar sem sönglistarmenn og hljómleikasnillingar léti til sín heyra. Þyrfti hér helzt að vera einhver félagsskapur, sem tæki að sér forgöngu þessa máls, og hefði framtak um að fá hingað góða menn, ef nægilega margir byðist ekki af sjálfsdáðum. Þeir söng- og hljómlistarmenn, sem teknir væru gildir á þessu sviði, æltu að mega vænta óskiftrar aðsóknar, og meðmæli frá for- göngumönnum þessa máls, að vera almenningi næg trygging fyrir ágæti þeirra. Álitamál er, hve hæfilegt væri að halda slík- ar »skemtanir« oft, en ekki ætti það að geta talist of oft, þótt þær yrðu t. d. haldnar viku- lega, og mætti jafnvel vera oftar. Þessu er hér skotið fram til umhugsunar, og Væri gotf, að þeir, sem hafa sérstakan áhuga fyrir þessu máli, hlutuðust til um einhverjar framkvæmdir, sem stefndu i sömu átt og hér er bent til. „Landfundur' sendiherrans. Hæstvirtur sendiherra Dana hefir sýnt mér þann heiður, að gera allitarlega athugasemd og leiðréttingu við stutta grein, er ég reit í Dagblaðið nýlega (172. tbl.), í tilefni af »landfundi« sendiherrans meðfram vestur- brún Vatnajökuls í sumar. — Virðist grein sendiherrans bera það með sér, að hann telji mig hafa beinst að sér sérstaklega og vilja svifta sig þeim heiðri, er honum beri fyrir »landfund« þenna. Svo er þó alls eigi. Grein mín var almenns eðlis, þótt tilefnið væri þessi för sendiherrans. Er það auðsætt öllum, er lesa grein mína rétt. Ég ann sendiherra Dana alls góðs og alls maklegs heiðurs fyrir störf sín hér á landi. En ég skal játa það hreinskilnis- lega, að mér sviður það, er hann eða einhver annar útlend- ingur gerir tilkall til frægðar fyrir landfundi í sumarfrii sínu, hvort sem það svo er á »smala- leiðum bænda« — eins og ég komst að orði — eða utanvert við þær. Það skiftir eigi miklu máli. Mér svfður það sökum þess, að sú frægð varpar skugga á oss íslendinga fyrir kæringar- leysi og fáfræði um vort eigið landl — Við virðumst sinn á hverri skoðun, hæstvirtur sendiherra Dana og ég, um það, hvað sé kunnugt, og hvað ókunnugt. Eftir íslenzkri málvenju er ó- kunnugt land eigi það sama sem að landspilda sú sé eigi vfsindalega rannsökuð. Ókunn- ugt er land það, er menn eigi hafa litið, og vita því hvorki um landslögun þess né tak- mörk. — Hafi ég séð yfir land- svæði úr flugvél — eða ofan af fjalli — er mér það ekki ókunn- ugt framar. Mér er einnig kunn- ur árbakkinn hinumegin árinn-

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.