Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 02.09.1925, Blaðsíða 2
2 ar, þótt ég hafi eigi komið yfir hana. Ég á því eigi eftir að finna þessi lönd, heldur að kanna þau, ef ég ætla að kynn- ast þeim nánar. — Eg vona, að þessi skoðun mín sé nægilega skýr öllum almenningi. Sam- kvæmt henni verð ég að ætla, að hér geti alls eigi verið um neinn landfund að ræða, heldur aðeins rannsókn, hafi hún verið gerð. Réttast mun því vera að segja, að hér sé kannað (»un- dersögt«) áður kunnugt svæði, en eigi fundið. Hæstvirtur sendiherra Dana virðist leggja allmikið kapp á að sanna, að ummæli símskeyt- is þess, sem liggur til grund- vallar blaðagreina vorra, sé sönn og rétt í alla staði. Enda er það skiljanlegt. Maður skyldi nfl. ætla, að allmerkar land- fræðilegar uppgötvanir og rann- sóknir hljóti að liggja til grund- vallar að jafn itarlegu simskeyti til útlanda um merka »land- fundi«, »mikilsverða« rannsókn- arför etc. í?að var mikilvægi og gildi þessara landfunda — alment — er ég benti á í grein minni, sem ég taldi vafasamt og á erfitt með að viðurkenna. Þótt hæstvirtur sendiherra Dana hefði t. d. farið yfir þver- an Vatnajökul, nýja slóð, gæti tæplega talist, að hann hefði íundið ný og ókunn lönd. Vatna- jökull er gamall í vitund lands- manna, þótt eigi sé öll hans höfuðhár talin. Og eins er auð- vitað um vesturbrún hans. Mér er eigi persónulega kunnugt um fótför manna á þessum slóðum, en nægilega þó til þess, að ó- kunnar geta þær eigi talist. Á landabréfi Thoroddsens (og einn- ig D. Bruuns) eru sýndar hæðir og hryggir og yfirborðsmynd landsiags á öilu þessu svæði, sem sendiherrann telur sig fund- ið hafa. Og í íerðabók Thor- oddsens, sem sendiherrann vitn- ar í, er einmitt öllu þessu land- svæði og umhverfi þess lýst all- rækilega samkvæmt hæðarsýn úr fleiri áttum, í glaða sólskini og ágætu skygni. Og eftir þeirri yfirsýn eru Jandabréfin gerð. Rað er því eigi hægt að kalla svæði þetta — »milli Illugavers, Vonarskarðs og Botnavers« fyrir DAGBLAÐ terra incognila (sjá Ferðabók Þ. Th. II, bls. 249—260). Hæstvirtur sendiherra Dana hefir verið fremur óheppinn með málafærslu sína (procedure) gegn mér, og upplýsingar þær, er hann tilfærir í 6 liðum. Þótt mér þyki fyrir, skal ég leyfa mér að gera við þær stuttar at- hugasemdir: 1. Það var eigi Thoroddsen, sem gaf Kerlingum nafn. Þær voru áður vatni ausnar, og hljóta því að vera kunnar aust- ur þar, bæði að fornu og nýju. 2. Sendiherrann fullyrðir, að í landfræðilegum ferðabókum og lýsingum um ísland finnist />ekki nokkur maður, sem hefir ferð- ast um eða lýst óbygðunum milli Illugavers, Vonarskarðs og Botnavers«. — Sem alkunnugt er, finnast allmargir ferðamenn utan við bœkurnar. Og eins og þegar er drepið á, hefir einmitt Thoroddsen lýst þessu svœði og athugað það (rannsakað) úr nokkurri fjarlœgð i góðu skygni. — Er nú liðinn fullur manns- aldur siðan. 3. Fullyrðing sendiherrans um, að áðurnefnt svæði sé ókunnugt bæði Skaftfellingum og Rangæ- ingum, verður að teljast fremur hæpin, af því sem þegar er drepið á hér að ofan. Enda segir sendiherrann sjálfur i 5. lið, að fjallgöngumenn leituðu áður »svæðið meðfram Köldu- kvísl að austanverðua, og er þá óhjákvæmilegt, að þeir hafi komið þangað og vitanlega séð talsvert frá sér og kynst eitt- hvað á þeim slóðum. Sendiherrann skýrir frá, að svæði þetta sé »algerlega gróð- urlaust að kalla má, og getur því ekki verið afréttur, og því siður »smalaleiðir bænda«. — í grein minni stóð »afrétti þau og örœfi«, og liggur þvi hér við hártogun á orðum. Með smalaleiðum hafði ég i huga allar þær leiðir, er fjárleitar- menn kunna að slæðast um, bæði í fjallgöngum, eftirleit- um o. s. frv. 5. Renna lið hefir þegar verið drepið á. Sendiherrann skýrir frá, að síðan Holtamenn hættu að leita austur yfir Köldukvísl, séu þeir alveg ókunnugir þar um slóðir. — »Ress vegna þekkja £)ag6Iað. Bæjarmálablnð. Fréttnblnð. Ritstjóivi: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Símí744. Opin' alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Duglegur drengur getur fengið að bera Dagblaðið um Vesturbæinn Holtamenn engin örnefni áspild- unni — — meira að segja ekki fjöllin, sem Þorvfldur kallaði Kerlingar«. Þetta er hörmuleg frétt. Gömlum örnefnum, Kerl- ingar, hafa þeir þá gleymt, og bráðum þekkja þeir lfklega ekki Vatnajökul heldur, vegna þess, að saúðféð fer ekki svo langtl 6. Sendiherrann telur, að það nái engri átt að kalla Guðjón oddvita Holtamann »lítt kunnan fylgdarmann«. Eg get verið sendiherranum sammála um það, enda hefir mér aldrei dottið það í hug af þeirri ástæðu, að mér var alls eigi kunnugt, hver var fylgdarmaður sendiherrans, og hefi því ekkert um það sagt. En eg get þó eigi látið vera að benda á, að fjölkunnugur er oddvitinn ekki'á afrélti sínu og um fjallasýn þaðan, er hann ekki þekkir Kerlingarl Mér þykir fyrir að þurfa að benda á að lokum, aö hæstvirt- um sendiherra Dana hefir orðið sú skissa á, að mislesa ýmislegt í grein minni, eins og þegar er drepið á, og ennfrernur það, sem miður er, að tilfæra þau um- mæli sem min, er eg alls eigi hefi ritað, og krefur mig svo til reikningsskapar fyrir þau orð. í grein minni sagði eg alls ekkert um ferð sendiherra Dana sér- staklega. Eg setti fram nokkrar spurningar, og hefi því miður eigi fengið fullnægjandi svar við þeim. h.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.