Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 02.09.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Borgin. Sjíivarföll. Háflæður kl. 5,20 í dag. Árdegisháflæður kl, 5,40 í fyrramálið. Sólarnpprás kl. 5,13. Sólarlag kl. 7,39. Tnnglfyllig er kl. 6,53 í kvöld. Nætnrlæknir. Halldór Hansen, Miðstræti 10. Sími 256. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Hæg norðlæg átt var víðast hvar í morgun. Heitast var í Vestmannaeyjum 8 st., Reykjavík, Grindávík og Stykkishólmi 7 st., Akureyri 6, Seyðisfirði og ísafirði 5, Raufarhöfn 4 og Hólsfjöllum 1 st. t Kaupmannahöfn var 15 st. hiti, Færeyjum 7, Jan Mayen 4 og Ang- fflagsalik 8 st. (í gærkvöld). — Loft- vægislægð er við Noreg. Spáö er norðlægri átt og bjartviðri á Suður- iandi. Hljóiuloikar Kurt Haeser í gær- kvöld voru ver sóttir en þeir verð- skulduðu. Fóru þar saman ágæt lög og listfengur leikur, enda var hon- um óspart þakkað af áheyrendum. Henriette Strindberg syngur aftur annað kvöld kl. 7‘/> í Nýja Bió. Eft- ir því sem mönnum þótti að heyra til hennar siðast, má búast við mikilii aðsókn, enda á hún það fyllilega skilið. M. a. syngur hún nú hina frægu Dyveke-söngva P. Heise og auk þess lög eftir Grieg, Sinding Sibelius, Jordan, Hannikainen, Back- er-Lunde o. fl. Páll ísólfsson verð- ur við hljóðfærið eins og áður. Hlntavelta verður haldin á Mos- felli, næstkomandi sunnudag, til ágóða fyrir kirkjugarð staðarins. Eins og kunnugt er var lengi kirkja á Mosfelli, en er nú fyrir löngu flutt þaðan. Kirkjugarðinum er samt ennþá haldið við og á frú Valgerður Gísladóttir beztan þátt í þeirri ræktarsemi. Snðnrland á að fara héðan 5 þ. m. til Breiðafjarðar. Svanur á að fara þangað 10. þ. m. og heldur hann síðan uppi reglubundnum ferðum þangað vestur i haust, og eins til hafnanna hérna megin á Snæfellsnesi. íslaml fór héðan kl. 12 i nótt. Auk farþega sem taldir voru í gær voru: ungfrú Gyða Briem, Halldór Sigurðsson úrsmiður og dóttir hans, Ottó B. Arnar simritari, Hendrik Ottóson stud. jur. og Jón Hró- bjartsson. Pyrirlestnr lectors Schuitz Lor- entzen i dómkirkjunni. í gærkvöld var hinn fróðlegasti og kemur útdráttur úr honum í blaðinu á morgun. Hótel Hekla Hafnarst. 20. Þœgileg' og óclýr Iier- bergi. Midstöðvarbitun. BaA ókeypis fyrir gesti. Ileitir og ltaldir róttir allan dagiim. Kýr til sölu, ungar, góðar og snemmbærar. A. v. á. í dag er tækifæri til að kaupa af mér hús með lausum íbúðum í haust. Dragið ekki til morguns þaö sem hægt er að gera í dag. Talið við mig. Helgi Sveinsson Aðalstr. 11 kl. 11—1 og 6—8. Peningar: Sterl. pd............... 24,50 Danskar kr............. 125,00 Norskar kr............. 105,00 Sænskar kr............. 135,63 Dollar kr............. 5,06'/* Gullmörk............... 120,31 Fr. frankar ............ 23,81 Sonnr járnbrnntnkóngsins. — Eruð þér það virkilega,? — Ég er hamingjusamasti maðurinn á jarð- ríki, því rétt í þessu er ég farinn að halda, að ungu stúlkunni sé farið að lítast dálítið á mig. — Æ! En ég gleymdi annars aðal-erindi mínu hingað. Það er dálítið, sem ég þarf að segja yður. — Gott og vel. En segið mérl'nú annars fyrst ^reinskilnislega, langaði gður ekki iil að koma? Hún sneri sér hvalskeytlega að honum. —- Jú! sagði hún hátt. Auðvitað dauðlangaði til að koma! Það er ekki til neins að skrökva. En bíðið þér nú við! Það er að eins því, að ég er það sem kallað er daðurdrós, voðalega ástleitin, bætti hún við í yndislegum róm. Vitundin um það, að Amerikumaður er skotinn í mér, veldur mér svona miklum hjart- slætti. Hún trommaði hart með fingrunum. En ég er ekki minslu vitund skotin í yður. Nei, nei! Og þó ég væri það, þá er alt of margt Því til fyrirstöðu, að við gætum gift okkur, og Þegar ég skýri yður frá þessu, þá hljótið þér að skylja það, ~~ Ég veit það. Það er þá fyrst Ramón AI- farez. þer erus Svona hálft um hálft trúlofuð honum — en ég veit, að þér elskið hann ekki. O! Það er nú ekki alveg víst. Hann er af tíóðum ættum, hann er ríkur, hann er fallegur — alt þetta verður sá maður að hafa til að bera, sem mér á að lítast á. Mér hefir altaf litist vel á hann, og það hefir lengi verið á- kveðið, að ég ætti að verða konan hans. Allar ungu stúlkunar eru bálreiðar við mig, og það er svo skemtilegt — það er eingörgu vegna þess, að ég er svo óhlýðin, að ég neitaði þessum ráðahag. En mér hefir hefnst fyrir óhlýðni mina! Hún varp öndinni og var hrygg ú svip. Og nú er búið að kippa öllu í lag aftur. — Er þá alt i fullu lagi núna? — Nei, nei. En Arco siempre armado. — Auðvitað. En er þetta forskrift? — »Svo má bogna, að bresti«. Og það er margt sem mælir með því, að ég svari já. — Þér hafið ekki nefnt eina einustu fullnægj- andi ástæðu. — Óskir föður míns. Er það ekki nægilegt. — Þér hafið nú þegar gengið á bug við þær. — Það var að eins dintur, sem hljóp í mig. Ég hefi alt af vitað, að ég á að verða eiginkona Ramóns, er sá timi kemur. En þegar ég þver- skallaðist við þessu, varð hann svo niðurdreg- inn, og það þótti mér svo skemtilegt. Ef ég hefði ekki þurft að ganga í þéssum ljótu blau- kjólum, hefði mér að eins þótt gaman að þess- um betrunar-iðkunum. Ég gæti ef til vill neitað að giftast manni, sem faðir minn hefði kjörið

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.