Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 03.09.1925, Side 1

Dagblað - 03.09.1925, Side 1
EKKI er það að ástæðulausu, þótt öðru hverju sé vikið að íýmsu ómenningarsniði og hé- gómaskap í fari voru, eins margt og þar er aðfinsluvert. Ósam- ræmið og smekkleysið er á mörgum sviðum að verða óþol- andi, og kemur fram í ýmsum inyndum, og jafnvel í myndagerd. Síðasta dæmi þess er tákn- mynd sú, er verða á til skrauts á hinu ný-umskírða Tímariti Samvinnufélaganna. Var hún sýnd í Tímanum fyrir nokkru, og þess getið þar, að hún ætti að verða kápumynd á Samvinn- unni, en svo á Tímarit Sam- vinnufélaganna að heita fram- vegis, þótt ekki verði séð, hvað sú nafnbreyting hefir sér til ágætis. Er það altaf óviðkunn- anlegt, þegar skift er um nafn eða útlit á blöðum eða tímarit- um, sem búin eru að ná festu i hugum almennings, nema nafn- breytingin verði einhvers vegna nauðsynleg og sé tvimælalaust til bóta. En slíku er ekki hér til að dreifa. Þessi nýja táknmynd sýnir eina hönd sem lyftir stóru bjargi ng verður ekki einu sinni séð að þurfi að nota alla fingurna til þessarar afiraunar. Sem »sym- bol« samvinnunnar er myndin alveg ómöguleg því hún sýnir bvergi neitt samstarf og því síð- ur að margar hendur vinni létt verk, sem er ein af grundvalar- kenningum sumvinnustefnunnar. Myndin er eins og nafnið mis- hepnuð tilraun til að sýnast, í stað þess að vera sem mest án aðfenginna skrautfjaðra. Fyrir nokkrum árum var breytt um útlit kápunnar á Búnaðarritinu, og í stað lát- 'ausa auða pappírsins kom stór °g mikil táknmynd, vel gerð °g myndarleg, en ekki að sama skapi viðeigandi. Kunnu margir 1’*a þessari nýbreytni, og var einkum Tíminn, sem lagð- lst á þá sveif, og taldi myndina óv‘ðeigandi og ólíðandi. Nú er Grænlandsfarið myndin horfin af kápu Búnað- arritsins og það búið að fá aft- ur sitt upprunalega útlit. í ónefndu blaði birtist nýlega mynd af einum efnilegasta söng- manni vorum og heldur hann þar á »sigarettu« milli fingr- anna. Lítið hefir hlotið að vera um öskubakka þar sem myndin var tekin úr því hann hefir ekki getað lagt frá sér vindlinginn, þvi ekki verður séð hvaða sam- band er milli sönghæfiieika og »sigarettu«-reykinga. Mun söng- mönnum hollast að neyta þeirr- ar vöru sem minst og a. m. k. engin ástæða til að »sýna« sig reykjandi. þegar Landsbankinn var end- urbygður voru litmyndir mál- aðar á einn vegginn í afgreiðslu- salnum, eiga þær að sýna annan aðalatvinnuveg landsmanna, og mun álitamál um, hve vel þær hafa tekist, og mundi margur fremur kjósa vegginn auðan. — Mörg fleiri dæmi mætti telja þessum lík, þótt ekki sé gert að þessu sinni. Ándlát. Frú Guðríður Vilhjálms- dóttir, kona Pálma Loftssonar 1. stýrimanns á Goðafoss, lézt á Akur- eyri i gærkvöld. Hún var ung kona og vei látin, dóttir Vilhjálms Kr. Jakobssonar skósmiðs hér í bæ. »Gustav Holm«. Þriggja þjóða mót á isafirði. í fyrndinni var því spáð, að Gleiðarhjalli myndi hrynja nið- ur yfir Eyri í Skutulsfirði ef þar mættust 7 pi;estar og einn eineygður. Einn af hinum fáu þurviðris- dögum þessa lundmilda sumars, knúði »ísland« rastir inn Djúp- ið og lagðist við myndarlega bæjarbryggju á ísafirði. — Er við stigum af skipsfjöl, ferða- menn, mættum við óvenjulegri fylkingu er kom úr litlu, snotru kirkjunni. — Voru það, ásamt kaupstaðarbúum og gestum, all- margir Grænlendingar og dansk- ur prófastur — lector Schultz Lorentzen — prófastur við Vor Frelsers Kirke í Kaupmanna- höfn. Kom allur flokkurinn frá prestsvigslu. Einkennilega skrautklæddar grænlenzkar konur áttu þar sam- leið með nýtlzku klæddum hefð- arfrúm, og yfir fjöldanum virt- ist hvila friðarblær heilagrar stundar. Svo var það einnig. Stundin var heilög og alvarleg — og minnisstæð. Gefin loforð austan frá blámóðu fjalla, við spegilslétt vötn landsins helga, eru altaf að rætast.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.