Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.09.1925, Blaðsíða 1
AÐ hefir jafnan þótt vanda- lítið að fylgjast með straumn- um, styðja sig við aðra sér styrkari, eða fella sleggjudóma um menn eða málefni, aðeins til að þóknast fjöldanum í þann svipinn. Brjóti einhver i bág við hugs- anaferil almennings, eða gerist hann svo djarfur að slíta tjóð- urband það, sem traustast bind- ur menn á kafloðnum haga úr- eltra skoðana og kreddukenn- inga, þá er hann álitinn óalandi og óferjandi, og verður ott úlf- um þeim að bráð, sem gráðug- ast gelta og glefsa í skjóli hinn- ar ríkjandi tízkumenningar. Þannig er tíðam hlulskifti þeirra manna, sem eru braut- ryðjendur þeirra kenninga, sem tíðarandinn treður undir fótum. Flestir reyna að bregða fæti fyrir þá, annaðhvort með und- irróðri eða afskiftaleysi. Er þá vá fyrir dyrum, er æskulýður- inn gengur í lið með þeim, sem fullþroska eiga að heita, en bregða fána kæruleysisins hæzt á loft. Fegar svo er komið, að flestir þeirra, sem eiga að vera stoð og styrkur þjóðarinnar, eyða tima sínum og gáfum tii þess að svala nautnum hinnar liðandi stundar, en loka augum og eyrum fyrir því, sem göfug- ast er og bezt í fari þjóðarinn- ar, virðist brýn nauðsyn á að hvetja til öflugrar þjóðernis- vakningar á grundvelli trúar og siðgæðis. Hér vantar öfluga andans menn sameinaða, brennandi af föðurlandsást og háleitum hugs- unum, bæði í verklegum og andlegum efnum. Slíkir menn eru til — ef til vill eru þeir á öllum timum. — f*eir þurfa að- eins að »finna hitann í sjálf- upr sér«, og um leið verður hlý bylgja samúðar og skilnings að lýfta þeim fram og upp, svo þeim vaxi ásmegin til eflingar verulegra þjóðþrifa. Parna er hlutverk œskulýðsins! „G áfur“. í Dagblaðinu frá 4. ágúst er prentuð ræða dr. Guðm. Fimm- bogasonar, er hann hélt á frí- degi verslunarmanna 2. ágúst. Þar kemst hann svo að orði: »En hver maður á það, sem hann cr, fyrst og fremst ætt sinni að þakka eða um að kenna. Ætternið er grundvöllurinn, sem alt annað hvilir á, það er fræið, sem hitt alt sprettur af. Hæfileikar vorir og eðlishvatir, hvort heldur er til góðs eða ills, eru meðfædd, erú arfur frá forfeðrum vorum, arfur, sem vér getum notið rentnanna af, ef svo má að orði kveða, eh ekki aukið«. f þessum tilvitnuðu orðum, sérstaklega þeim síðustu þremur virðist mér dr. Guðmundur slá því nokkuð föstu, að maðurinn ráði ekkert við það sjálfur hvernig hann er eða verður né afkomendur hans. Ef þetta væri órjúfanlegt lögmál, þá væri vaxandi þroskun innan einnar ættar ómöguleg hversu vel sem að væri unnið, og enginn þyrfti á hinn veginn að óttast það, að hann yrði valdur að úrkynj- um (Degenaration) afkomenda sinna hversu afskaplega sem hann færi með sig eða lifði. En þetta er ekki rétt. Þótt maðurinn sé kallaður æðsta skepna jarðarinnar, þá lýtur hann, andlega jafnt sem líkam- lega, jarðnesku lifslögmáli. Hann getur þroskast og úrkynjast á ýmsan hátt, frá einni kynslóð til annarar. Um alllangt skeið hafa menn þekkt framþróunarlögmál nátt- úrunnar og fært sér það í nyt á mörgum sviðum. Þeir hafa tekið ýmsar jurtir og með því að bægja frá þeim því, sem þeim hefir verið skaðlegt, en halda þvi gagnlega að þeim og timga þær saman eftir þeim eiginleikum, sem þeir vildu þroska með þeim, náð að breyta þeim svo, að þær eru tæplega lengur svipaðar frumjurt ættar sinnar. Á sama hátt hafa þeir farið með skepnurnar til að þroska hjá þeim vissa eiginleika, sem mönnum eru gagnlegir, en eyða hjá þeim öörum, sem mönnum voru minna virði eða til ógagns. Maðuriqn sjálfur lýtur þessu sama lögmáli. Og þó að form- legar kynbætur séu ekki gerðar á mönnum, slíkar sem á skepn- um og jurtum, þá getur þó hver einstaklingur ráðið nokkru um þroskun eða úrkynjun ættar sinnar. Má aldrei á nokkurn hátt draga úr ábyrgðartilfinn- ingu manna á þessu sviði. Mestu fá menn þannig um ráðið heil- brigðilegar gáfur afkomenda sinna bæði andlega og líkam- lega. Verða þeir því aldrei nóg- samléga hvattir til að magna sinn eigin þrótt sem mest, til þess að geta gefið afkvæmum sínum sem beztan arf, en forð- ast á allan hátt að gerast gáfna- þjófar barna sinna. En — hversu miklu fleiri eru þeir þó, sem það gera í ein- hverri mynd! Og hversu fáir munu þeir vera, sem hugsa um arfgjafir sinar fyr en um sein- an — þegar þeir hafa gefið barni sínu arfinn með lifstilver- unnil Mannkynið, og einstaklingar þess, stendur ekki mikið í stað, þvi »munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið«. Vér eigum aldrei að láta oss nægja það að börn vor verði aðeins jafn stór, jafn heilsuveil, jafn góð, eða jafn vitur og vér sjálf; þvi síður minni, veikari, verri, eða heimskari; heldur stærri (þroskaðri), hraustari, betri og vitrari. En til þess að svo tnegi verða, er oss ekki aðeins nóg að ganga á undan þeim með góðu fordæmi, þegar þau fara að hafa vit á að fylgja því eftir, heldur verðum vér að hafa fyrirhyggju

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.