Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 04.09.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Pyrirlestur um Grænland. Niðurl. Drengurinn er eina auðlegð Grænlendingsins, og frá blautu barnsbeini er hann æfður til að róa og skjóta »harpím«, 5 ára gamall fer hann á sjó með föð- ur sínum, og 12 ára er hann fuliþroska veiðimaður. Þjóðinni bar hann hið bezta orð. Útburður barna og gamal- menna á sér eigi framar stað, hjátrú og hindurvitni, ótti við bjargvætti og forynjur er horfið, en ljós kristindómsins komið í staðinn. Á grænlenzku heitir kristindómurinn = »Sú trú, sem tekur óttann frá oss«. Hvað er þá unnið við starf trúboðanna norrænu? Breyting til hins betra. Mentun og menn- ing er komin í staðinn fyrir siðleysi og vanþekking. Skólar hafa verið stofnaðir. Á Vestur- Grænlandi er lýðháskóli með sex ára skólavist. Lestur, skrift, landafræði o. fl. er kent þar. Reikning eiga landsbúar lakast með að læra. Þeir geti talið upp að tuttugu: »tuttugu’ eru á þér tær og fingur«. Tuttugu == 1 maður. 84 ára gömul mann- eskja er »fjórir menn og fjórir fingur«. Verðmæti er ákaflega óljóst húgtak, og peningar eru sjaldgæfir. Ræðumaður mintist á kon- ungsheimsóknina 1921 og hina barnslegu hrifningu við það ó- vænta tækifæri. Allir klæddust sinum beztu fötum, hinum ein- kennilega, grænlenzka, marglita búningi. Bar hann Grænlend- ingum vel söguna. Viljasterkir, árvakrir, þolinmóðir, ráðvandir, þöglir, fullir virðingar og hæ- verskir ganga þeir til starfa, í skóla og kirkju. Og í kirkjuna leiða mæður öll sin börn, eða bera þau, frá því þau eru korn- ung. Söngelskir eru þeir, og syngja margraddað. Reir eru orðnir djarfari í framkomu en áður, en þó aðeins til bóta. Á þar mikinn þátt í því sú kristi- lega þjóðernisvakning, er æsku- lýður Vestur-Grænlahds kom af stað fyrir nokkrum árum, og sem hefir leitt af sér mikla blessun. Ræðumaður dró fram ýms skemtileg atvik úr lífi lands- búa, sem lýsa þroska þeirra og hæfileikum. Mintist hann í því sambandi á frægðarför Mylius É dag er tækifæri til að kaupa af mér hús með lausum íbúðum í haust. Dragið ekki til morguns það sem hægt er að gera í dag. Talið við mig. Helgi Sveinsson Aðalstr. 11 kl. 11—1 og 6—8. Ericsens 1909 og félaga hans, og hina dæmalausu viljafestu og þrekraun Grænlendingsins Jör- gen Bröndlund í þeirri för, þar sem hann gekk frá félögum sínum dauðum eða dauðvona 4 mílur til næsta vistabúrs, vitjaði þeirra aftur, en hvarf svo þangað enn á ný, og lagð- ist svo þar að iokun niður, sjúkur og sundurkraminn á sál og likama, og skildi þar eftir dagbækur þeirra félaga og sögu- brot af síðustu viðburðunum, áður en hann dó. — Að síðustu lagðý ræðumaður áherzlu á, að Grænlendingum stæði frjálst að heimta fult sjálf- stæði í sínar hendur, þegar þeir sjálfir vildu, og mundu Danir ekki standa i móti þeirri ráða- breytni, þegar að því kæmi; enda væri gróðinn vafasamur fjárhagslega. Sonnr járnbrantakónssliiB. sem var erindi mitt hingað í dag. Stórmerkur atburður hefir komið fyrir — ég hefi ekki get- að ímyndað mér það — hafði enga hugmynd um það fyr en í gærkvöld, eflir að ég kom heim frá hljómleikahöllinni — og ég get varla skilið það ennþá. Ó, ég er svo hreykin af þvíl • — Það eru að likindum einhverjar slærnar fréttir handa mér. — Já. En mér eru það svo góðar fréttir, að ég er viss um, að þér munuð gleðjast mín vegna. —- Hann rétti höndina gætilega í áttina til hennar og greip í fellingu á kjólnum hennar. Það var eins og honum findist, að hann væri að missa af henni. Svo hélt hún áfram. — Þegar við komum heim úr leikhúsinu f gærkvöld, sagði faðir minn mér — o, það er dásamlegt! Hann sagði — en þori ég að segja annað eins leyndarmál? — Pér hafið eflaust ekki ætlað að gera það. — Ég lofaði honum að segja það engum lif- andi mann — en — hann — verður nýi for- setinn — i — Panama! — For — — — Anthony starði á hana steinhissa. Eg hélt. að Alfarez gamli — — — Úað er útlit á, að Bandarikjunum geðjist ekki að honum sökum þess, að hann hatar alla Amerikumenn. Þetta er alt verk Cortlandts. Að hugsa sér! Er það ekki alveg dásamlegt! Og þegar þér nú hafið fengið að heyra sannleikann, hljótið þér að skilja, að það er alveg óhugsandi, að ég geti gifst öðrum eins manni og yður. — Hversvegna ekki? — Skiljið þér ekki það? Ég verð nú helzta konan í öllu lýðveldinu. Allir karlmenn munu dázt að mér. Ég mun fá unnendur og biðla — ekki að eins einn eða tvo eins og núna — en marga. Ég muu verða »hin fagra ungfrú Gara- vel«, því allar heldri konur er fagrar. Ég ætla líka að verða stolt, og ég mun aldrei framar tala viðAmeríkumenn. Faðir minn verður nafn- kunnasti maður lýðveldisins — já, ef til vill í öllum heiminnum, hvað veit ég um það. — Ég held ekki, að þetta hafi nein áhrif á málið, er hann fær að vita, hver ég er. — Eruð þér ef til vill eitthvert mekilmenni? Hún sneri sér við til þess að geta virt hann betur fyrir sér. Það var þá skemtilegt. Honum mundi tæplega geðjast að þvi, að lestarstjóri á járnbraut væri á tali við dóttur Garavels forseta. — O, ég hefi nú hækkað í tigninni, siðan ég kom hingað siðast. Og að minsta kosti ímynda ég mér, að faðir minn sé jafn góður hverjum öðrum hér í Panama.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.