Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 08.09.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 8. september 1925. IÐagGíaé I. árgangur. 181: tölublað. ALLMARGIR Islendingar, sem komið hafa í kirkju er- lendis, munn minnast þess með ánægju, að jafnskjótt og þeir voru komnir inn fyrir dyrnar, kom vel búinn og vin- gjarnlegur maður á móti þeim og vísaði þeim til sætis. — Stundum eru þeir 2 og stund- «m 4, sem hafa þann starfa á hendi. — Misskiljið mig ekki, ég á ekki við, að þeim sé það eitt ætlað, að taka á móti ís- iendingum eða leiða »heldri menn í kór og reka út hunda«, eins og gömlu meðhjálpaiarnir gerðu. Nei, þeir leiðbeina öllum ókunnugum kirkjugestum, gæta þess að enginn þurfi að standa, meðan nokkurt sæti er autt á kirkjubekkjum, og sækja stund- um stóla handa þeim, sem ann- ars yrðu að standa á kirkju- gólfi. Jafnhliða gæta þeir þess, að hurðir skellist ekki, og að börn geri engan hávaða með óþaffa umgangi. Seinast þegar ég kom í Landa- kotskirkju, var rosknum sóma- manni ætlað þelta starf, og fór það vel úr hendi, og svo mun væntanlega vera enn. En ég, og vafalaust fleiri, sakna þess að þessi siður skuli ekki upp tekinn í höfuðkirkju landsins, dómkirkjunni. Þeir vita þó, sem þangað koma, að margoft væri þar nóg verkefni fyrir slika menn, þó fjórir væru, einn við hverjar dyr. Við fermingu, og stöku sinn- um endranær, þegar búist er við mestri aðsókn, eru slíkir menn þar á ferð, að tilhlutun sóknarnefndar, og hafa þá ærið að starfa. En þeir ættu að vera við hverja guðsþjónustu. Hurðaskellirnir. uppi á lofti eru stundum ærið ókirkjulegir. Margoft eru auð sæti hér og hvar inst á bekkjum, þótt fólk standi á kirkjugólíi, og oft er svo þétt staðið rétt fyrir innan hliðardyr, að hrein vandræði er iyrir hempuklæddan prest að troðast þar á leið í prédikunar- stól o. s. frv. Kirkjuverði einsömlum er al- veg um megn að bæta úr þessu, en 4 menn gætu hæglega greitt úr því, svo betur færi en nú er. Hvað segir sóknarnefndin um þetta mál? Ég fer ekki fram á, að hún fari að bæta við laun- uðum starfsmönnum. En gæti hún ekki útvegað sjálfboðaliða, til að laka þetta að sér? Væri ekki hugsanlegt, að fáeinirkirkju- ræknir »gentlemenn« byðust til að gerast sjáltboðaliðar i þess- um efnum, og það sem allra fyrst? Ef þeir væru alls 10 eða 12, sem skiftu þessu á milli sin, þá ætti slarfið ekki að verða þreytándi erfiði, heldur ánægju- leg liðveizla. Kirkjan er svo lítil, að ekki veitir af að hún sé öll hagan- lega notuð við hverja^ guðs- þjónustu, og kirkjugestir eru sumir »aðkomufólk« að ýmsu" leyti, og þeim er hojl vingjarn- , leg leiðbeining við kirkjudyrnar. Enn fremur langar mig til að spyrja að, hvort kirkjan gæti ekl.i eignast svo sem 30 stóla, líkt og frikirkjan á? Það mætti setja þá bæði inni i kór, i skrúðhúsið og á ganginn þegar önnur sæti eru fullskipuð. Kirkj- an hlýtur að vera svo efnuð að hana muni ekki mikið um þann kostnað. En margan fóthruman safnaðarmann getur munað tölu- vert um það að eiga þar víst sæti, þótt seint komi. Ef prestar og sóknarnefnd fara fram á þau kaup, stcndur vafalaust ekki á kirkjueiganda. Ýmislegt fleira smávegis flnst mér vanta í höfuðkirkju lands vors, eins og t. d. heyrnartól í einn bekk handa heyrnarlitlum, en eg ætla ekki að fara fram á meira i svip en þetta tvent: sjálfboöaliða við sætaskipun og 30 tréstóla í kirkjuna. Gleðjið dómkirkjuprestinn með því að vera búin að útvega það er hann kemur aftur. Masaryk forseti. Masaryk forseti í Tsjekoslo- vakíu er einn allra merkasti stjórnmálamaður, sem nú er uppi. I'að er talið, að hann hafi »skapað« ríki Tsjekoslo- vaka að heimsófriðinum lokn- um.- Og víst er um það, að enginn annar hefir unnið eins mikið að vaknlngu og samein- ing þessarar þjóðar, né að stjórnmálum hennar og þroska, siðan hún varð sjálfstætt riki, sem Thomas Garrigue Masaryk. Enda hafði hann verið foringi tsjekkneskra þjóðernissinna sið- an um aldamót. Masaryk hefir verið háskólakennari siðan 1882. Hann er heimspekingur, merk- ur rithöfundur og þjóðfélags- fræðingur. Hann er andlegt mik- ilmenni og drengur góður. Og starf hans síðan 1918 he.fír sýnt, að hann er einhver sá merki- legasti stjórnmálamaður, sem sögur hafa farið af um langan aldur. Hann er í einu eldheitur og' bjartsýnn hugsjónamaður, hagsýnn og framkvæmdasamur stjórnmálamaður. Hann er eih- lægur ættjarðarvinur, en sam- stundis víðsýnn alheimsborgari. — Starf Masaryks og persónu- leiki er óefað góður spegill fyrir íslenzka stjórnmálamenn. Það er holt og hrífandi og lærdöms- ríkt mjög að kynna sér, hvernig hann hefír »skapað« riki þjóðar sinnar og lyft henni úr margra alda undirlægjuskap og þrosk- að til djarftækrar framsóknar meðal þjóðanna.-------- Hjá Reiss bókaverzlun í Ber- lin er nýkomin út merk bók eftir Masaryk forseta. Hún heit- ir »Die Weltrevolution, Erinne- rung und Betrachtungen«. Bók þessi er eigi aðeins merkileg lýsing á heimsbyltingunni miklu. Hún er einnig lifsspeki gamals og reynds stjórnmálamanns. Einskonar stjórnmálaleg erfða- skrá höfundarins. — Sem sýn-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.