Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 09.09.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 9. september 1925. ^M^r /. árgangur. 182. tölublað. LÍKLEGA hafa húsnæðisvand- ræðin aldrei verið meiri en einmitt nú, þrátt fyrir það, að lengi hefir ekki verið bygt jafnmikið af húsum og í sumar. Er útlit fyrir að fjöldi fólks verði húsnæðislaus 1. okt., og er-slíkt svo alvarlegt mál, að nauðsyn krefur að eitthvað sé gert til að koma í veg fyrir þau vandræði, sem af því geta hlotist. Bæjarfélagið verður auð- vitað að hafa forgöngu um, að ráða þessu máli til heppilegra lykta, en auðvitað er það hæg- ara sagt en gert. Húsaleigulögin «ru nú varla nefnd á nafn, þótt þeir, sem fastast hafa haldið í þau, virðist hafa trúað að þau mundu jafnvel verða einhlýt til að koma í veg fyrir húsnæðis- leysi og þau vandræði, sem þeim hlýtur að fylgja eftir. Er nú svo komið, að þau virðast ekki koma lengur að neinum notum, en vera til nokkurs ógagns, eink- um að því leyti, að þau draga úr framtaki einstaklingsins og takmarka umráðarétt hans yfire «inkaeign sinni mjög um of. Húsaleigulögin hafa sýnt, að þau geta ekki bætt úr húsnæð- iseklunni í bænum, en hafa íremur áhrif i gagnstæða átt, a. m. k. eins og þeim hefir ver- ið beitt til þessa. Önnur og betri úrræði þarf til að ráða Þessu máli til heppilegra lykta. I Vor var skipuð nefnd innan bæjarstjórnar, sem átti að at- huga húsnæðismálið og koma fram með tillögur til umbóta. Á siðasta bæjarstjórnarfundi var það upplýst, að nefnd þessi hefði ekkert gert og einkis mundi *f henni mega vænta. Hver á- stæöan er, skal ósagt látið, en emhver gat þess, að það væri a* því að hún gœti ekkert gert. Er slíkt helzt til mikil ráðþrota- ynrlýsiog þeirra manna, sem helzt a að mega vænta einhvers af í vandamálum bæjarfélagsins. Er ekki anflséð, til hvers nefnd- in hefir verið skipuð, ef þeir, sem samþyktu það, hafa strax vitað, að hún gæti ckkert að- hafst, og er slikt vítaverður »leikaraskápur«. Eitt er víst, að einhverjar ráð- stafanir þarf að gera, til að reyna að koma í veg fyrir yfir- vofandi vandræði vegna hús- næðisleysis í haust. Er nú orðið svo áliðið sumars, að ekki má lengur dragast að eitthvað sé gert, og veröur því strax að hefjast handa. — Mun nánar verða vikið að þessu máli seinna hér í blaðinu. Breiystapiir og velsæmi. Blaðamenska herra Valtýs Stefánssonar. Herra Valtýr Stefánsson, rit- stjóri, beinist að mér á sína vísu í ,MbI.' í dag. Hversvegna? — Jú, sökum þess, að harin kvað vera höfundur símskeytis þess til danskra blaða, sem deila hefir orðið um í »Dagblaðinu« undanfarið milli h og sendiherra Dana hér á landi. Þarf eigi að fjölyrða um það mál. Fjöldi manna hafa fylgt deilu þessari með athygli, og munu flestir þeirra réttbærari að dæma um það mál en hr. V. St. — En það er önnur hlið þessa máls, sem vert er að leiða athygli að, og þaö skal gert nú þegar. Eg er bæði eldri maður en hr. V. St. og margfalt reyndari blaðamaður, og veit því betur en hann virðist vita, hvað til drengskapar heyrir og velsæmis í blaðamennsku. Hr. V. St. ætti að vera það kunnugt, að um nafnlausar greinar í Mbl. og öðrum blöö- um gildir það um allan heiin, að þagnarskylda hvílir á rit- stjórn blaðsins og öllum sem að því standa. Telst mcgn ó- drengskapur að brjóta þá skyldu og enn meiri ódrengskapur að Ieitast við að fá hlutaðeigendur til að brjóta hana. — Eg hefi t. d. nokkrum sinnum orðið fyrir aðkasti í Mbl. frá nafn- lausum mönnum, en eg hefi aldrei reynt að komast að hverjir höfundarnir væru, þareð það snerli hvorki málefni það sem um var að ræða né gat haft nein áhrif á það. Þess- háttar blaðamenska virðist eigi falla hr. V. St. í geð. Hann finnur til sektar sinnar í um- ræddu máli en vill koma henni . á aðral Það gerir hann á þenna " hátt: í fyrrakvöld um kl. 10 hring- ir hr. V. St. til mín í síma og spyr mig, hvort það sé satt, að það sé eg, sem ritað hafi grein- ar þessar i Dagbl. Eg kveðst eigi sjá neina ástæðu til að segja honum af eða á um það á þessu stigi málsins og spyr svo, hver hafi borið honum þá sogu. Segir hann þá, að sá hafi sér sagt, er hann hafi eigi ástœðu til að véfengja. Spjölluðum við svo um þetta dálitla stund og skildumst illindalaust, eins og við var að búast. Tæpri klukkustund siðar sama kvöldið hittir V. St. á götu skrifstofumann »Dagblaðsins«, tekur hann tali og fer að spyrja um, hvort það sé eigi svo, að það sé Helgi Valtýsson, sem skrifað hafi greinar þessar í blaðið. Maðurinn kveðst sér eigi kunnugt um höfunda innsendra greina í blaðið, og segir V. St. þá, að hann þurfi eigi að láta svo ólíkindalega, en annars sé sér fullkunnugt um þetta, því Helgi Valtýsson hafi rétt áðan sagt sér þetta sjálfnr. Sögu þessa þarf eigi að segja lengri. Hún er skýr og ófögur. Meðritstjóri stærsta blaðsins ger- ir sig á einni kvöldstund sekan í þeim mesta ódrengskap, er blaðamenn kunna að nefna, og gerist auk þess tvívegis opinber

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.