Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 12.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ og fylkin eru aldrei í vandræð- um með lánsfé. Þar er sú aðferð notuð, að ríkislán eru skattfrjáls. Bændurnir heimta vegi, verka- mennirnir heimta vegavinnu, — peningarnir »velta«, og »tímarn- ir eru góðir«. En skattarnir hriðhækka. Af hverri bifreið er greiddur vegskattur 12—20 dalir eða meir fyrir árið. Auk þess tekur ríkið1 2 cent af hverri gallón bensín, sem seld er. Pað er því all dýrt spaug að vera bíleig- andi. Maður einn sagði mér, að það kostaði hann um 5—>700 dali árlega, er hann reiknar bensín, vexti, afborgun o. fl. Járnbrautafélögin hafa tapað á þessu bíla-æði fólksins. Það er sjaldgæft, að sjá fullsetta járnbrautarvagna í lest. Og séu 4—5 menn saman á langferð, verður ferðalagið ódýrara á bíl en með járnbraut. Ég hitti ný- skeð ung hjón. Þau eiga heima í Florida og komu hingað norð- ur á brúðkaupsferð«. Helgi Valtýsson. V íðsjá. Einar Benedikisson skáld hefir nýskeð ort tvö löng og »voldug« kvæði sem birt eru í Vestur-íslenzku blöðunum síð- uslu, Heimskringlu og Lögbergi. Nefnir hann annað Goðorð Eiríks en hitt Landinn af Vest- urvegi. Kvæðin eru með öllum kostum og sérkennum Einars og er hann þar bæði kjarnmáll og hvassyrtur. — Einar er ný- farinn frá Hamborg vestur um haf og mun dvelja fram eftir haustinu þar vestra. Hagsýnn prestnr. Ungur prestur í Sarpsborg í Noregi varð þess var fyrir skömmu, að fólk sótti svo illa kirkju. Með- hjálparinn skýrði frá, að þannig stæði á þessu, að í sumarhitun- um væri fjöldi fólks við baðið í Höysand. — »Jæja«, sagði prestur, »geti eigi fólkið komið til okkar, skulum við fara til þess«. Og síðan messaði prest- ur á hverjum sunnudegi undir berum himni á baðstaðnum. »N. 25« seld. Englendingur einn, kapt. WilJcins hefir keypt flugvél RoaldAmuncZseHS, »N. 25«. Viðdvöl Lyru í "V estm.eyjum. í skeyti frá Vestmannaeyjum til Fréttastofunnar dagsettu 8. þ. m. er þess getið að Lyra hafi farið frá Vestmannaeyjum flestum að óvörum og skilið eftir bæði póst og farþega, sem fara átti hingað til Reykjavíkur. Síðast i skeytinu eru nokkur ónotaorð til félagsins út af þessari fram- komu skipsins. Þótt Dagblaðið hafi enga sérstaka ástæðu til að taka svari Bergenska félags- ins, þykir rétt að leiðrétta rang- hermi skeytisins, því blaðið veit nokkru nánar um þetta en þar er sagt. Milli kl. 3 og 4 á mánu- daginn barst skeyti frá Lyru til Eyja, þar sem sagt var að hún kæmi kl. 12 um nóttina, hefði um 30 tonn af vörum til Vest- mannaeyja og óskaði eftir fljótri afgreiðslu. Skipið kom kl. 12 um nóttina, eins og áætlað var, komu þá bátar út að sækja póst og farþega, en lítið mun hafa verið tekið af vörunum. Vegna þess að búist var við að skipið mundi hafa stutta við- dvöl, fóru flestallir, sem ætluðu sér hingað til Reykjavíkur, út á skip kl. 1—2, og frá kl. 3 kom enginn bátur út að skipinu, þrátt fyrir blíðskaparveður alla nóttina. Um morguninn voru farþegar orðnir mjög óánægðir með biðina, og auk þess hafði skipstjóri fengið orð um aö flýta sér hingað vegna afgreiðslu við hafnarbakkann. Ákvað hann því að halda af slað á 7. tím- anum, og hlaut þar fyrir þakk- ir farþeganna, en óþökk ein- hverra sem eftir urðu, eins og sjá má af skeytinu. Annars er það dálitið athugavert, að senda Fréttastofunni ádeiluskeyti, sem ekki eru að öllu leyti bygð á réttum forsendum, eins og gert hefir verið í þetta sinn. IÞagSlað. Bæjarmálnblttð. Fréttnblnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverö 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Sjáyarföll. Háflæður kl. 1,30 i dag. Háflæður kl. 2 nótt. Nætnrlæknir Ólafur Porsteinsson Skólabrú 2. Sími 181. Næturlæknir aðra nótt M. Júl. Magnús, Hverfisg. 30. Sími 410. Nætaryörðnr i Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Suðlæg átt alstaðar í morgun, og rigning i Hornafirði, Vestm.eyjum, Grindavík og Rvik. Heitast var í Stykkishólmi 12 st,, Akureyri 11, Reykjavík, Grindavík og Vestmannaeyjum 10. Annarstaðar 8—9 st. — í Kaupm.höfn var 12 st. hiti, Færeyjum 8, Jan Mayen 2 og Angmagsalik 7 i gær. — Loftvægis- lægð er fyrir söðvestan land. Spáð er suðlægri átt með úrkomu á Suður- og Vesturlandi og þoku sumstaðar. Messnr á morgun. Dómkirkjan kl. 11 síra Friðrik Hallgrímsson. Fríkirkjan kl. 2 síra Árni Sigurðs- son og kl. 5 síra Haraldur Níelsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. há- messa og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. Sipnrðnr Itriem aðalpóstmeistari er 65 ára í dag. Botnvörpnngarnir. Snorri goði kom af véiðum í fyrradag með 94 tn. og Arinbjörn herzir með 117 tn. Pór- ólfur kom inn í gærkvöld með 105 tn. og Baldur i morgun með 100 tn. Skyndisnla hefir staðið yfir hjá Ilaraldi Árnasyni undanfarna daga og hefir aðsóknin verið svo mikil, að búðinni hefir orðið að loka og hleypa fólkinu inn í smáhópum, og hafa færri komist að en vildu. Knattspyrnnfélagr Rvíknr heldur hlutaveltu í Bárunni á mörgun, og hefst hún kl. 5. KÍ glnggunum hjá Rosenberg verða sýndir á morgun munir þeir, sem verða á hlutaveltu Prentarafélags- ins annað kvöld. Munu mnrgir þeirra þykja eigulegir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.