Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 14.09.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 14.09.1925, Qupperneq 1
Mánudag W* m- ^ árgan . september 7/ J ^ M //^/fl 186 1925. vfwv tólubk SÍLDVEIÐUNUM er nú að heita má lokið að þessu sinni. Herpinótabátar þeir «r haldið var úti til síldveiða norðan og vestan lands eru hættir, og reknetabátar hafa lítt getað sint veiðum síðustu vik- ur vegna óhagstæðrar veðráttu, og munu sumir þeirra brátt hugsa til heimfefðar, ef ekkert rætist úr á næstunni. Þegar litið er á veiðina yfir- ieitt í sumar, þá hefir reyndin orðið sú, að síldveiði í herpi- nætur hefir orðið ærið misjöfn. Botnvörpuskipin hafa fengið frá 2000—6000 tunnur, og mótor- skipin frá 1000—5000 tunnur. Reknetaveiði mun hafa gefist vel hjá flestum, og bera þeir er þann útbúnað höfðu jafnari hlut frá borði og sumir bátarnir hafa borið sig ágætlega. Útbúnaður þeirra er miklum mun ódýrari, hátarnir minni og ódýrari f rekstri en sfld þeirra mun verð- OTeiri til söltunar. Mikill hluti herpinóta-síldar- innar var seldur bræðslustöðv- unam fyrirfram. 1 Krossanesi, á Siglufirði, á Hesteyri og Önund- arfirði eru stórar stöðvar svo sem kunnugt er. Var verð síld- arinnar á stöðvum þessum álíka ihátt og f fyrra sumar. Margir söltuðu þó jafnharðan •og á land kom þá sfld sem söltunarhæf reyndist og fengu allhátt verð framan af, meðan síld var treg. En þegar lifna fór yfir veiðinni seinni hluta ágúst- mánaðar féll sfldin svo, að tæp- lega svaraði framleiðslukostnaði •og að lokum varð engin eftir- spurn. Mun ekki vitað enn með vissu hve mikið saltað var af síld að öllu samantöldu við ls- '®udsslrendur, því Norðmenn höfðnst við fyrir utan landhelgi með feng sinn og verkun alla. Mun þó láta nærri, að um 350 þús. tunnur hafi verið saltaðar alls á landinu og við strendur þess. Þegar nn litið er til þess, að •undanfarin ár hefir að jafnaði verið hægt að fá markað er- lendis fyrir alt að þessari tunnu- tölu síldar, er engin ástæða til til að ætla, að þeir tapi að þessu sinni, sem nú liggja með óselda sild, ef hún reynist góð vara. Hins vegar má búast við að hagnaður verði lítill, að því aflinn er svo mikill að á tak- mörkum er. Reynslan að þessu sinni mun færa oss heim sann- inn um það, að alt of margir bátar hafa stundað veiði þessa til söltunar, og að ef allur sá sægur báta, er haldið var úti til sildveiða frá Norðurlandi, Rvfk, ísafirði og Vestmannaeyj- um, hefði aflað vel i salt, mundi hafa hlotist af stórtjón, sakir ofmikils framboðs. Nú mun sú raunin verða á, sakir misjafnrar veiði, að margir útgerðarmenn tapa, en meiri hlutinn mun þó standa upp úr, þegar öllu er á botninn hvolft. Eins og gefur að skilja, munu fáir þeirra, sem atvinnu hafa sótt á síldarstöðvarnar, ríða feitum hesti frá þessu starfi nú f haust. Mun þó útkoman mega heita ailgóð hjá flestum, er veiðina hafa stundað, og að likindum mun betri en við aðra atvinnu, einkum fyrir þá sök, að um fast kaup var samið á síldveiðum yfirleitt. Gleðilegur framfaravottur má það heita, er upp rísa nýjar sildarbræðslustöðvar með full- komnustu tækjum, einkum þeg- ar innlendir menn eiga þar framtak og fjárráð. Slikar stöðvar eru nú sem vfðast að koma upp, bæði norðan- og vestanlands. Þar er að vísu lagt mikið i kostnað og áhættu, en hinsvegar er markaður viss fyrir sildarmjöl og sildaroliur, þótt verðið sé misjafnt. Atvinnuvegur þessi verður væntanlega tryggari með ári hverju, eftir því sem bræðslu- stöðvum fjölgar og mönnum lærist að leggja ekki of mikið í hættu til söltunar, þegar vel gengur veiðin. Hann verður þá öllum tryggari, er að honum standa, bæði á sjó og landi. Frá Yestur-íslendingum. 50 ára minning íslendinga- fljótsbygðar. 24. júli s.l. voru 50 ár liðin síðan tslendingar komu tii fslendingafljóts og sett- ust þar að. Er talið að íslend- ingar hafi verið fyrstir allra hvftra manna, er komu þangað norður. Foringi þessara land- nema var Sigtryggur Jónasson, sem seinna varð þingmaður og um eitt skeið ritstjóri Lögbergs. Var honum nú haldið veglegt samsæti, og var 50 ára minn- ingarhátfðin aðallega fólgin í þvi. Samsætið sátu á 3. hundr- að lslendingar, flestir þar úr bygðinni, og nokkrir úr fjar- liggjandi héruðum. Margar ræð- ur voru þar fluttár, og heiðurs- gestinum fært skrautritað ávarp og myndarleg peningagjöf í við- urkenningarskyni fyrir starfsemi hans f þágu nýlendunnar. Einn- ig voru honum flutt 3 kvæði. Samsætið hafði að óllu farið mjög myndarlega fram. Séra Rðgnvaldnr Pétnrsson er einn af fremstu mönnum ís- lendinga vestan hafs. 12. *þ. m. voru 25 sf liðin sfðan hann hélt fyrstu ræðu sina úr prédikunarstóli, og var þess minst með veglegu samsæti, sem honum og konu hans var haldið að aflokinni guðsþjón- ustu f Sambandskirkjunni þenn- an dag. Kvenfélag safnaðarins stóð fyrir samsætinu, og var þar mikið fjölmenni saman komið. Margar ræður voru þar haldnar og kvæði flutt, m. a. af séra Ragnari E. Kvaran, sem hélt aðalræðuna og flutti snjalt og kjarnyrt kvæði, sem séra

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.