Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.09.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Ranðnr hestur tvístjörnótt- ur stór og feitur er í óskilum á Fellsenda í Þingvallasteit. íslenzka krónan heldur áfram að stiga og er nú pundiö komið niður í kr. 22,75. Mun nú mörgum þykja nóg um hve gengishækkunin er stór- stig, og mun varla bjá pvi fara að pað hafi alvarlegar afleiöingar í för með sér. MlntaTeltnrnar í gær voru fjöl- sóttar, og var par ekkert eítir skilið. Enskt herskip kom hingað inn í gær til að fá sér kol. Esja var á Vopnafirði í morgun og getur sjálfsagt ekki komist hing- að fyr en i fyrsta lagi á miðviku- dag. En samkvæmt áætluninni átfi hún að koma hingað á morgun. Peningar: Ster). pd............... 22,75 Danskar kr.......115,37 Norskar kr............... 99,62 Sænskar kr.............. 126,09 Dollar kr............... 4,71*/* Gullmörk................ 111,90 Fr. frankar ............. 22,21 Ankafnnd ætti bæjarstjórn, eða a. tn. k. veganefndin, að halda í dag undir beru lofti á Grettisgötu milli Klapparstigs og Frakkastigs. Geta mcnn sagt sér sjálfir hvað umræðu- efnið ætti aö vera. Víðsjá. 100 ára gömnl kona, Eliza- beth Levris að nafni, lézt i sumar í Nova Scotia i Canada. Tveim viknm áður en hún lézt, fór hún nokkura vegarlengd í bifreið, og var það í fyrsta og siðasta skiftið, sem hún hafði komið í það farartæki. G&íaðnr Japani. Ungiings- pillur japanskur, Nobuicha Ya- maoka að nafni, fluttist til Van- couver i Canada fyrir þrem ár- um, og kunni þá ekki eitt orð i ensku. En nú i snmar hlaut hann heiðursverðlaun fyrir frá- bæra kunnáttu i enskri tungu. Skógareldar hafa geisað víða í Canada i sumar og gert feiki- legt tjón. Einna mestir hafa þeir verið í British Columbia, einkum i Fraserfljótsdalnum. 10 dropnir daglega. Á Eng- landi ern menn farnir að verða óttaslegnir sökum bílafjölgunar- innar, því slysum fjölgar þar að sama skapi. Fyrstu 17 dagana í ágúst vorn 150 manns drepn- Duglegir dreng'ir geta fengið að bera Dagblaðið út til kaupenda. Komi á af- greiðsluna á morgum kl 2—3. ir og 212 særðir og limlestir af völdnm bifreiða. »I‘að kostar klof að,,'ríða röftum«. 1 Oslo voru nýskið dæmdir tveir brennivinssmygl- arar, annar i 90 daga fangelsi og 10 ára »ærutap«, en hinn i 200 kr. sekt. Auk þess urðu þeir að greiða ríkissjóði toll af smyglinu, 214 og 524 krónu .2000 ira gamall fornmenja- fnndnr. A Jaðri i Noregi fanst nýskeð i haugi fom gröf með ýmsum merkum munum. M. a. voru þar 5 öskukrukkur (úrnur) úr leir og litill eirhnappur 1 þessháttar gröfum i Noregi hafa áður aldrei fundist fleiri en 2 krukkur. Eru krukkur þess- ar frá siðustu öld fyrir Krists fæðingu og eru því um 2000 ára gamlar. S«ttnr járnbrantakóngalng. ég þá svo óviðkunnanleg, að þér viljið heldur hlaupa á eftir hestunum? Hann svaraði henni engu, og eftir ofurlitla þögn hélt hún áfram; — Ég hefi þekt menn, sem mundu hafa verið himinlifandi glaðir yfir þvi að verða alein- ir með mér — eins og núna. — Það — efast ég ekkert um. — Þér mnnið ef til vill eftir, að það var Bá&ður í Taboga, sem ég vildi ekki hitta? — Já — á dvalarhælinu. — Það kom áþekkt fyrir — með hann------------ °g ég sagði Stefáni það. — Og þér hafið sagt herra Cortlandt, hvað ég gerði? — Haldið þér, að ég myndi fara i útreið með yður, ef ég hefði gert það? Hún hristi höfuðið. Kirk, ég hefi altaf haidið, að þér vær- að óvenjulega efnilegur ungur maður, en þér eDið ekki sérlega veraldarvanur, eða finnst yður þaft sjálfum? N-ei*Jú! Ég held, að ég ségalveg eins verald- arvanur Qg hygginn og flestir aðrir ungir menn. Stundnm held ég þó, að þér séuð tölu- vert heimskur. — Heyrið þér nú til, frú Cortlandt, tók hann til máls f föstum og ákveðnnm róm. Þér hafið verið mjög vingjarnlegar við mig, og ég stend 1 stórri þakklætisskuld við ykkur hjónin bæði. Mér þykir mjög vænt nm ykkur bæði. í bræði sló hún böfuð áf stóru blóðrauðu blómi með svipu sinni, og tók svo til máls en leit þó ekki af blóminu. — Ég býst við, sagði hún í hálfgerðum hæðnisróm, að yður sé kunnugt um, hvernig á- standið er á milli okkar Stefáns — ég býst við að allir viti það. Ég hefi hugsað mikið upp á siðkastið og er komin að þeirri niðurstöðu, að maður verði að lokum að skera úr því sjáifur, hvað sé rétt, og hvað órétt. Eg ætla mér ekki lengur að taka tillit til þess, hvað aðrir segja um gerðir mínar, á meðan hjarta mitt réttlætir þær. Það er hamingja, sem ég þarf og þrái — og ég vil vera hamingjusöm — ég vil það, hvað svo sem það kostar. Eg á rétt til þess. Á kona að neita sér um ást all sína æfi, þótt hún hafi gift sig ástarlaust? Ég segi nei Hún leit upp og hélt þegar áfram i breyttum róm. — Ég heti lengi gefið gætur að yður, Kirk. Ég veit vel, hvern mann þér hafið að germa. Ég þekki yður betur en þér gerið sjálfur. Upp á siðkastið er ég einnig farin að athuga sjálfa mig, og nú hefi ég loksins komist að raun utn hverskonar kvenmaður ég er. Hún gekk fast að honum, lagði hendurnar

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.