Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 17.09.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 17.09.1925, Qupperneq 1
Fimtndag 17. september 1925. I. árgangur. m. lölublað. VESTURBÆRINN er líklega einkver hreinlegasli bæjar- hlutinn, þegar litið er til alls, og vlst er um það, að þar er hver bleltur bezt notaður. Að vísu er gatnaskipunin þar mjög ruglingsleg og alveg stíl- laus, og er það að sumu leyti eölilegt, þvi hann hefir bygst út frá miðbænum á löngum tíma. Flest gömlu húsin voru bygð meðfram götum sein lagð- ar voru hægustu leið til ein- stakra húsa, sem voru löngu áður bygð, og auðvitað sett þar sem hægast var, eftir þáverandi aðstöðu. Síðan hefir það verið látið ráðast sem komið var, og ■virðist lítil rækt hafa verið lögð við að gera framtíðarskipulag hans betra en verið hefir. Hefði þar þó mátt breyta um til betra viðhorfs jafnóðum og nýbygg- ingar voru reislar, og bæta þannig smámsaman úr mestu lýtunum, sem eru á þessum bæjarhluta vegna gatnaskipun- arinnar. þannig hefði verið inn- an handar að láta Stýrimanna- stíg halda áfram beina leið niður að sjó, ef ekki hefði ver- ið leyft að þvergirða væntanlegt framhald hans með byggingum þeim, sem reistar hafa þar ver- ið, neðan við Vesturgötu, núna síðastl. ár. Var mjög hæfileg breidd milli Ægisgötu og Stýri- mannastígs, og má telja það mjög illa farið, að nú er ekki hægt að lengja Stýrimannastíg alla leið til sjávar. Fetta eina dæmi sýnir hve lítillar fyrir- hyggju er gætt bæði þarna og annarstaðar, og er aldrei of oft að því fundið, meðan ekki er breytt um til batnaðar. Um húsagerðina sjálfa er að oiiklu leyti sama að segja. þetta bæjarhverfi er bygt á mjög löng- um tima, og húsin auðvitað mjög mismunandi að útliti og allri gerð. |>au eru fyrst og fremst bygð við hæfi mismun- andi einstaklinga og lengst af eftirlitslaust eða eftirlitslítið af forráðamönnum bæjarins. Reynd- ar er vafamál hvort orðið hefði nokkur breyting til batnaðar, þótt meiri afskiftasemi hefði gætt frá stjórnarvöldum bæjar- ins, eftir sumum allra síðustu ráðstöfunum þeirra að dæma. En eitt er víst, að margt hefði þar mátt betur fara. En Vesturbærinn hefir samt sem áður eitlhvað aðlaðandi við sig fram yfir suma aðra bæjar- hluta. t*að er sagt um Vest- niannaeyjinga, að þeir uni hvergi vel nema þar. Og sama má segja um flesta þá sem fæddir eru og uppaldir í Vesturbæn- um, að þeir kunna þar altaf bezt við sig. Rað er einskonar átlhagatrygð, sem er meiri meðal almennings þar en annarstaðar. Útsýni og umhverfi hefir sín áhrif á fólkið, og e. t. v. er það eitt af því sem heldur fólkinu stöðugu í Vesturbænum, að út- sýnið þar er víða mjög fallegt, og er því verra, að ekki skuli séð fyrir því að það geti hald- ist til frambúðar. Áður var minst á að Vestur- urbærinn væri yfirleitt hrein- legri en önnur bæjarhverfi og mun þar um mestu valda að hver landreitur er fullnýltur. Þar skiftast á matjurtagarðar og fiskreitar og eru garðarnir i Vesturbænum sérstaklega vel yrktir. Fiskreitarnir gefa líka mörgum góðan arð og eru ótalin til verðs þau hlunnindi sem að þeim eru. Nokkuð er samt farið að þrengja að þessum aflareit- um, því nýbyggingarnar þurfa sitt rúm og þær eru auðvitað helzt bygðar þar sem landrýmið er. Margt fleira mætti segja um þenna bæjarhluta þótt ekki sé gert að þessu sinni. En víst er um það, að Vesturbærinn mun lengi búa að þvi sem hann hefir fram yfir aðra bæjarhluta og einnig gjalda þess, að þar hefir ekki verið að öllu farið eins að og vera þyrfti. Bann og bindindi. i. Inngangur. Áfengisbannið hefir lítið verið rökrætt nú um alllangt skeið. Mikið hefir verið um það rifist. Það er satt. Og allsnarpur »stormur« hefir staðið um það undanfarin missiri, svo mold- rokið hefir fylt* öll skilningarvit. En annars hefir farið sem áður fyrri, að önnur kerlingin sagði klipt, en hin skorið. Og því- líkar kerlingar eru lil í báðum ílokkum. f*ess vegna verða deil- urnar æði oft fremur einsýnt kapp með lítilli forsjá. Nú orð- ið virðasl báðir partar hafa gleymt, hvað áfengisbannið í raun og veru er, og hvers vegna það er komið á. Bindismenn allmargir virðast hafa gleymt því, og fylgja banninu aðeins sem »dogme«, og telja það nauð- synlegt, án þess að gera sér frekari grein fyrir því, en sum- ir þeirra eru jafnvel á móti banni nú orðið — eða hikandi — þar eð þeir hafa hælt að hugsa sjálfstælt og hlusta ein- göngu á aðra. Og andstæðing- um þeirra liggur hæst rómur. Andbanningar eru á móti banninu af eðlishvöt, án þess að hafa gert sér fulla grein fyr- ir, hvað það er, sem þeir berj- ast á móti, eða hvað þeir í raun- inni meina með vígorði sínu ófrelsi, sem þeir hrópa svo hátt um. Allir segjast þeir — eða a. m. k. aliflestir — unna bindindi ogallri »sannri bindindisfræðslu« — en þeir vilja auðvitað hvorki njóta þeirrar fræðslu sjálfir, né ganga í bindindi. Að því leyti svipar þeim mikið til Péturs sál. Gauts: »Að hugsa pað, óska þess, já enda vilja það, en gera pað sjálfar, — nei, skrattinn má skilja það!« Jæja, góðir hálsar, sleppum nú því. Nú ætla ég í fáeinum

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.