Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 18.09.1925, Blaðsíða 1
IKIÐ orð hefir lengi farið af gestrisni íslencftnga og hefir það að mestu verið að makleikum, þótt á stundum hafi verið meira lofað en vert var. Gestrisnin hefir lengi verið einn af þjóðarkostum vorum og alment metinn að verðleikum. Sýnir það meðal annars, að hverju heimili hefir verið talinn höfuðkostur ef þar væri gest- risni mikil. Nokkuð hefir þetta breyzt á síðari árum, einkum vegna breyttra lifnaðarhátta og meiri umferðar, og einnig vegna þess tiðaranda, sem nú er orðinn ríkjandi. Gestrisni og greiðasemi hefir þokast um set, en kanp- menskueðli nútímamenningar- innar komið í staðinn, Fæst nú fátt án peningagreiðslu, og á það engu síður við um gistingu og alla greiðasemi, og verður þeim jafnan afiafátt, sem engin hefir auraráð. Fátt er við því að segja, þótt goldin sé fullu verði öll greiðasemi, svo sem aft annað. Eins og nú er hög- um háttað, verður hver að fá fyrir sitt, og má ekki búast við að einn geti fremur öðrum gefið vinnu sína og annað verðmæti. Á þeim stöðum, sem gestkvæmt er öðrum fremur, má alls ekki búast við að neitt sé gefið, en samt sem áður má sýna þar fulla gestrisni, þótt hún sé auð- vitað í breyttri mynd frá því sem áður var. Er það öllum ^unnugt, sem nokkuð hafa ferð- ast, hve mikili munur er að kotna á suma svonefnda »greiða- sölustaði«, því margir þeirra eiga ekkert sameigilegt nema nafnið eitt. Á sumum stöðum er alt til reiðu og gestgjafarnir gera aðkomumanninum alt til þægð- ar, jafnvel þótt það valdi þeim töiUverðum óþægindum.' En á stöðum er alt veitt með ^ailgandi hendi og jafnvel sjálf- sögðustu hiutif fást ekki nema með miklum eftirgangsmunum. Far er hvorki gestrisni né sæmi- legu viðmóti fyrir að fara, og stingur það mjög í stúf við þann orðstýr sem farið hefir af rs- lenzkri gestrisni. Menn eiga því að venjast nú orðið, að lífsnauðsynjar og öll þægindi séu seld fullu verði, og á það eins við um greiðasölu- staðina, en auðvitað er þess vænst, að þar sé góð aðstaða ekki misbrúkuð, með því að okra á þeim, sem að garði ber, enda mun það óvíða viðgangast. Sannvirði þess, sem selt er, á auðvitað að ráða verðlaginu, og mega allir vel við það una. Ekki ætti að þurfa að taka það fram, að mjög óviðeigandi er að selja útlendingum dýrara það sem látið er af hendi, held- ur en innlendum mönnum, og mun það sjaldan gert, sem bet- ur fer, en er þó ekki einsdæmi. Útlendingar mega sízt verða varir við að á þeim sé okrað, þótt ekki væri nema vegna þess að flestir þeirra, sem hér hafa ferðast um, hafa mjög lofað risnu og höfðingslund Islend- inga, og jafnvel látið meira af gestrisni okkar og greiðasemi I en við sjálfir, og höfum við þó sízt dregið úr því, sem lofsvert hefir verið í fari okkar. Hefir oflofið um eigið manngildi ó- sjaldan verið um of og haft gagnstæð áhrif við það, sem ætla mætti, vegna þess að það hefir stigið oss svo til höfuðs. Við virðumst ekki ennþá vera vaknaðir til meðvitundar um hvers virði okkur væri að j^t- lendingar vendu komur sínar hingað og að tala þeirra yxi mjög frá því sem nú er. Hefir fátt verið gert til að laða þá hingað til lands, og er það meiri efnahagslegur þjóðarskaði en metinn verður. Svo má ekki lengur vera, og mun betur að því vikið sérstaklega. En það má sepja strax, að við verðum að gæta þess vel, að sýna þeim fulla gestrisni og okra ekki á þeim á neinn hátt. Auðvitað má enginn undirlægjuháttur eiga sér stað gagnvart þeim, því hann er jafnvel ennþá svívirði- legri en okrið. Sá eðliskostur þjóðarinnar, sem lýsir sér í gest- risni og greiðasemi, verður að haldast óbrenglaður,, og það getur hann mjög auðveldlega, þótt alt sé selt með sannvirði. Bann og bindindi. ii. Hvers vegna ég er bannmaðnr. Ég ætla hér aðeins að lýsa minni skoðun á bannmálinu. Eigi sökum þess að ég telji hana sérstæða eða ólíka skoð- un flestra annara bannmanna. Heldur sökum þess, að þetta er sjálfstæð skoðun,seméghefiskap- að mér án handleiðslu annara. Fyrst ætla ég þá að lýsa því yfir, að ég er enginn »ofstækis- maður«, hvorki í bannmálinu né öðrum málum. Annars er orð þetta venjulega misnotað mjög í opinberum umræðum. »Ofstæki« kalla andstæðingar tíð- um allan eldheitan áhuga manna fyrir málum, er þeim geðjast eigi að, og alla kappsamlega sókn að settu marki. Er því »ofstækismaður«, t. d. í blaða- deilum, venjulega að skilja sem heiðursnafn. Og í rauninni tek ég það langt fram yíir »Fálk- ann« og aðra opinbera viður- kenningu. En hvað um það. Eg hefi eigi unnið til þessarar nafnbót- ar í hvorugum skilningi, því miður. Liggur þetta í skapgerð minni: Ég finn ætið eitthvað gott í öllum mönnum, og tiðast talsvert rétlmæti í skoðunum andstæðinga minna. Og ég er fús að viðurkenna það, hvar sem er. — Ég læt mig í raunini litlu skifta, þótt A og B and- banningur þykist þurfa að vökva

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.