Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 18.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ öræfi huga síos og hrjóstrugar lendur sálar sinnar rneð Spán- arvíni eða öðrum sterkari áveit- um. Þeir um það, meðan þeir gera hvorki sjálfum sér né öðr- um sýnilegt tjón með því. Ég þoli það vel, og get mæta vel unnað þeim þessarar gleði, ef þeir ern svo andlega fátækir, að þeir þurfi þess með. — En setjum svo, að áveitan þessi verði að því flóði, er þeir ráði alls eigi við, og sópi með sér starfskröftum þeirra, heilsu og hamingju, heimilissælu og öllu því, sem dýrmætt er og mikil- vægt þeim sjálfum og öðrum, þá get ég eigi lengur staðið hjá kaldur og kœringarlaus. Hvers vegna? Jú, þessir menn eru landar mínir og brœður. Við er- um synir sömu þjóðar, sem eig- um og verðum að lifa saman. Þeirra hamingja er hamingja mín. Þeirra böl mitt böl. Láti ég mig þetta engu skifta, er ég lélegur borgari, lélegur maður yfirleitt, gersneyddur þeim feg- ursta og dýrmætasta eiginleika í mannlegu félagi: kærleika og samúð með öllum bræðrum minum. — — Pegar hingað er komið, verð- ur hver og einn sæmilegur mað- ur að taka ákveðna afstöðu til þessa máls sem þjóðfélagsmáls, þá er það eigi framar einstak- lingsmál. Þá varðar það alla þjóðina, framtíð hennar og ham- ingju. Sá er þá ségir við sjálfan sig og aðra: Haltu kjafti la’sm, þér kemur þetta ekkert við! — hann er lélegur maður og heimskur, því hann reynir að ljúga að sjálfum sér. Á þessum grundvelli er bann- málið mikilvœgt þjóðfélagsmál í fyllsta og dýpsta skilningi. Eg er bannmaður, af því mér er eng- in önnur leið kunn að settu marki í þessum efnum. Verði mér sýnd önnur leið betri og færari, mun eg fús ganga hana. Mér er það engin sönnun um torfærur leiðar, þótt fáir fari hana, og margir vilji alls ekki fara hana. — Flestar góðar leiðir eru fáfarnar í upphafi. — Grundvallarhugsjón bannsins er að bjarga ómetanlegu þjóðfélags- verðmæti, andlegu, og efnalegu. Andbanningum, — jafnvel þeim allra beztu, — gleymist að hugsa málið rökrétt á þessum grundvelli. Þeir skoða málið sem einkamál — um mat og drykk — sem öllum sé frjálst að nota 'eftir óskum, og komi engum öðrum við. Misnoti einhver þessi »mannréttindi« sín, sé það hans sök, enginn neyði áfengi ofan í bann, og hann um það, verði það honum að tjóni. Á þenna veg álykta all flestir andbanningar, og meðal þeirra margir mætir menn og mentað- ir, sem eg virði mjög og þykir, vænt um. En engu að síður er þetta alröng ályktun. Háskalega röng! Og það mun þeim sjálf- um einnig skiljast undireins og þeir gera sér það ljóst, að full- Jcomið áfengisbann er þjóðfélags- mál fiestum óðrum málum fremur. Eelgi Valtýsson. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður kl. 5,33 í dag. Árdegisháflæður kl. 5,50 i fyrramálið. » Næturlæknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Suðlæg átt víðast hvar í morgun og sumstaðar rigning. Á Akureyri, Hornafirði og Grindavík var 9 st. hiti, Seyðisfirði 8, Vestm.- eyjum og Raufarhöfn 7. Annarstað- ar 6 st. — í Færeyjum var 7 st. hiti, Angmagsalik 6 og Jan Mayen 5 st. Frá Kaupmannahöfn komu engin veðurskeyti í morgun. — Loftvæg- islægð fyrir norðvestan land. Búist er við breytilegri vindstöðu og úr- komu víða. Fyrsti snjór. í nótt snjóaði á Esj- una, svo hún var í morgun hvít að ofan og nokkuð niður j hlíðar. Botnvörpungarnir. í gær komu aí veiðum Skúli fógeti með 76 tn., Otur með 110 tn. og Baldur með 104 tn. lifrar. Beinnnga flutningaskip frá Bergen kom hingað í gær og tekur hér fisk fyrir h.f. Kveldúlf. Botnfa er væntanleg hingað í kvöld, vestan um land. Gullfoss kom i morgun frá útlönd- um og Austfjörðum. Meðal farþega voru: Dr. Ólafur Dan. Daníelsson og frú, Guðbrandur Jónsson og frú, 2)ag6lað. Bæjarmálablað. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. i1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gulenberg, h.f. Hótel Hekla Hafnarst. 20. Þægileg- og ódýr Iier- bergl. ffiiðstöðvarliitun. Bad ókeypis fyrir gesti. Ileltir og kaldir róttir allan daginn. Guðm. Hannesson prófessor, Sig. Guðmundsson danzkennari, Guðm. Sigmundsson loftskeytam., Einar Ól. Sveinsson stúdent, ungfrúrnar Sesselja Sigmundsdóttir og Kristjana Jónsdóttir, L. Zöllner stórkaupm. og Knud Philipsen. Frá Seyðisfirði komu Jóhannes Jóhannesson bæjar- fógeti og frú og Helgi Herm. Eiríks- son námaverkfr. frá Eskifirði. Mjólkurafurðasýning verður opnuð í dag í húsi Búnaðarfélags íslands, við Lækjargötu. Par verður sýnt smjör frá mörgum rjómbúum, skyr og ostar, par á meðal ísl. gráða- ostur. Einnig verður sýnd par mjólk frá ýmsum útsölustöðum í bænum, og ennfremur niðursoðin mjólk frá Mjöil í Borgarfirði. Dómnefnd sýningarinnar skipa: ungfrú Anna Friðriksdóttir, Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvann- eyri og H. Grönfeldt frá Beigalda. Sýningin verður aðeins opin í fáa daga og ætti fólk pví að flýta sér sér að kynnast pví sem parna er á boðstólum. Landsbankinn 40 ára. í dag eru 40 ár liðin siðan lögin um stofnun landsbanka hlutu konungsstaðfestu. Peningar: Sterl. pd.............. 22,75 Danskar kr............. 114,44 Norskar kr.............. 98,24 Sænskar kr............. 126,11 Dollar kr.............. 4,70'/» Gullmörk............... 111,86 Fr. frankar ............ 22,26

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.