Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 19.09.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 19. september 1925. I. árgangur. 191. tölublað. EINHVER reglugerð mun vera til sem ákveður ökuhraða bifreiða bæði innan bæjar og utan. Fyrst eftir að sú reglu- gerð gekk í gildi var a. m. k. eitthvað umtai um, að eftir henni ætti að fara, þótt þess virðist lítið hafa verið gætt í framkvæmdinni. Var fyrst í stað nokkur eftirlit með því, að eitt- hvað væri eftir þessum ákvæð- um farið og voru jafnvel dæmi til, að menn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur. En nú orðið virðast þessi ákvæði aðeins vera dauður bókstafur, sem ekkert er farið eftir, og ekkert eftirlit um að ekki sé brotin og þverbrotin. Nú er það svo, að ökuhraði hifreiðanna virðist ekki takmark- ast af öðru en afli og gangi véi- arinnar og eru jafnvel dæmi til að kappakstur eigi sér stað eftir aðalgötum bæjarins. Þessi vax- andi ökuhraði bifreiðanna er mjög alvarlegt atriði og má uaerkilegt heita að ekki hafi °ftar hlotist slys af en verið hefir. Eftir því sem bifreiðunum fjölgar og notkun þeirra vex, verður hættan meiri sem af þeim stafar, ef ekki er full aðgæzla viðhöfð og ströng ákvæði sett Um aksturshraða þeirra á al- ^hannafæri, einkum þó innan- ^fcjar. Eins og uhiferðin er nú °rðin eftir aðalgötum bæjarins er það beinlinis hættulegt hve 0varlega og reglulaust er ekið, °8 geta menn óvíða verið óhultir nin líf sitt ef þessu heldur svo áfram. Er það t. d. mjög víta- vert að aka með fullum hraða eftir götum innanbæjar, jafnvel Þótt þær séu nokkurnveginn ^einar, því * aldrei er að vita ^Var börn géta komið hlaupandi r Veg fyrir bifreiðarnar, og einnig f>etUr það verið hættulegt full- orðhu fólki. Sá sem þetta ritar var f fyrra- á gangi upp Bankastræti, °8 koma þá tvær vörubifreiðar Pjótandi, samhliða, neðan göt- 0g var auðséð að þar fór kappakstur fram. Eftst í brekk- unni skaust önnur fram úr, en var um leið nærri því komin á dreng sem var þar á hjóli. Drengurinn hefir sennilega orðið hræddur þegar hann sá bifreið- ina stefna á sig með feikna hraða, en lítið svigrúm til und- ankomu. Riðaði hann nokkrum sinnum og féll svo með hjólinu yfir á gangstéttina. Ekkert nema tilviljun var það, að hann féll ekki inn á aöalgötuna og var þá ómögulegt annað en bifreið- in hefði þá farið yfir hann. Var það sízt varfærni bifreiðarstjór- ans að þakka að þarna varð ekki alvarlegt slys og er slíkt framferði sem þetta mjög vítavert. Þetta er ekkert einsdæmi, en ekki ætti að þurfa að nefna fleiri til að sýna hve glannaskap- urinn gengur langt, og ætti öll- um að vera Ijóst að hér er sú hætta á ferðum sem nauðsynlegt er að stemma stigu fyrir. Það er auðvitað fyrst og fremst bifreiðastjóranna sjálfra að sjá svo sóma sinn, að ekki verði fundið að framferði þeirra, og eru þeir, sem betur fer, margir er aka þannig, þar sem umferð er mest, að ekki er aðfinzluvert og þurfa þeir auðvitað ekki að taka til sín það sem hér er sagt um ó- varfærni og glannaskap annara. í*eir sem aftur á móti sýna annan eins angurgapahátt og kappakstur í Miðbænum, eða annað slíkt, ætttu alls ekki að hafa leyfi til að stjórna þessum ílutningatækjum. Einnig er það ekki einsdæmi að bifreiðarstjór- ar séu undir áhrifum víns og þarf ekki að fara orðum um hvaða afleiðingar slíkt getur haft. Hér þarf tvent að verða sam- ferða. Bifreiðastjórarnir fari hægar og gætilegar framvegis, — þeir sem ekki gera það nú. — Og öflugt eftirlit sé með því að engum leyfist að brjóta gildandi reglugerð um aksturshraða, né önnur ákvæði sem mönnum eru sett viðvíkjandi akstursleyfi. Bann og bindindi. II. Frh. Hverg vegna ég er bannmaðnr. Bannmáliö er þjóðfélagsmál! — Skulu hér færð nokkuð frekari rök að því. — »Á ég að gœta bróður míns?«. Hver sá maður, er vill fá neit- andi svar við spurningu þessari, misskilur hörmulega afstöðu sína til þjóðfélagsins. Víst er sá mætur maður, er gætir sjálfs sín vel, og vill eigi vamm sitt vita í neinu, hvort sem hann er bannmaður eða andbanning- ur. Það skiftir litlu máli. En tífalt mætari er hann þó, ef hann samstundis gætir bróður sins, þess er hjálpar þarfnast, og bægir frá honum hættum þeim, er hann sjálfur getur eigi séð við. — Mundi ekki eiga við hér hið gullfagra, guðdómlega spámannsorð, sem aldrei fyrnist: jíÞað verður meiri gleði í himnaríki yfir einum syndug- um, sem bætir ráð sitt, en yfir 10 réttlátum«. — Og eins má segja, að einn mætur maður glataður, endurheimtur þjóðfé- laginu, er meira gleðiefni öllum góðum mönnum en 10 aðrir, er á engri hjálp þurfa að halda! Það er því skylda hvers þess einstaklings, sem er þess megn- ugur, og sameiginleg þjóðfélags- skylda, að gæta þeirra með- bræðra sinna, er eigi geta gætt sín sjálfir né tekið neinum for- tölum, þrátt fyrir góðan vilja. Vegna þessara manna er áfeng- isbann nauðsynlegt. — Og það sem er nauðsynlegt, er einnig réttmœtt! Andbanningum skjátlast mjög i þvi, er þeir setja bannmálið í sérstöðu meðal málanna. Veldur því sá mikli misskilningur sem áður er drepið á, að telja það einkamál hvers einstaklings. Sýnileg fjarstæða er þó að telja það einkamál, sem i allfiestum

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.