Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 19.09.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 En óhönduglega virðist takast til með aðgerðina, því í morgun var enn vatnslaust sumstaðar i upp- bænum og kemur það mörgum mjög bagalega. Swsíminn bilaði i fyrradag milli Færeyja og Shetlands. Peningar: Sterl. pd.... Danskar kr. Norskar kr. Sænskar kr. Dollar kr... Gullmörk .. Fr. frankar 22,75 114,67 99,19 126,19 4,708/* 111,86 20,98 Húsnæðl8málið. Á síðasta fá- tækranefndarfundi hafði Hallbj. Halldórsson borið fram svohlj. tillögu: »Fátækranefnd leggurtil við bæjarstjórn, að bún láti nú þegar byrja á að byggja íbúð- arbús fyrir 25—30 fjölskyldur, til að bæta úr yfirvofandi hús- næðiseklu«. Meiri hluti fátækra- nefndar hafði ekki treyst sér til að mæla með tillögunni, þótt hún viðurkendi þörfina á auknu húsnæði. Tillögumaður bar aft- ur fram tillöguna á bæjarstjórn- arfundinum og mælti með nauð- syn hennar, en viðurkendi bins vegar, að miklir erfiðleikar væri á að koma húsum upp á svo stuttum tíma að þau gæti orðið til afnota í haust, en betra væri að byrja á byggingu eins húss fyrir 3—4 fjölskyldur heldur en engu. Aðrir tóku ekki til máls og lét H. H. sér nægja, að borg- arstjóri lofaði að láta tillöguna koma til álita húsnæðisnefndar. Nýtt frystihús. Eins og kunn- ugt er hafa bræðurnir Esphólín farið fram á að fá á leigu nokkuð stórt svæði við höfnina til fyrirhugaðrar frystihúsbygg- ingar og annars starfsreksturs í sambandi við það. Er sænskt félag sem að þessu stendur og var erindreki þess Ernst Nord- enstedt verkfræöingur hér í sum- ar. Verður þetta stórvaxið fyrir- tæki og mun óefað geta komið að miklu gagni ef alt verður eins og æltað er. Hefir hafnar- nefnd haldið fundi um málið ásamt leyfisbeiðendum og hefir hún fallist á »að gefa þeim kost á að fá á leigu ca. 3450 Anglýsingnm í Dag- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsln blaðsins. Sími 744. ferm. af lóðarspildu þeirri, sem er á krikanum vestanvert við Ingólfsstræti og norðanvert við fyrirhugaða Sölfhólsgötu. Sé leigutíminn ákveðinni 50 ár og I leigan metin á fimm ára fresti, í fyrsta sinn 1. janúar 1927 en til þess tíma greiðist ekki leiga, enda er ætlast til að bygging- unni sé komið upp á þeim tíma og ekki byrjað á verkinu síðar en vorið 1926. Ennfremur ákvað hafnarnefndin að veita þeim forgangsrétt að leigu á lóðarspildu vestanvert við fyr- nefnda lóð sem er ca. 1900 ferm. að stærð með sömu skilmálum, þó ei fyrri en 1. janúar 1932, enda hafi þeir þá sagt til með árs fyrirvara hvort þeir vilji hagnýta sér forgangsréttinn. — — — ákvörðun þessi er gjörð með þeim fyrirvara að lóðar- spilda sú sem hér um ræðir, verði ei notuð undir járnbrautastöð. Sonnr járnbrnntnkónsslns. ætlar að ryðja sér braut sjálfur, eru mjög mikil meðmæli með hinum unga manni. Má ég óska yður til hamingju með framfarir yðar, herra Anthony. — Ég vona aö það gangi alt saman vel sagði Kirk blátt áfram. Og ég held, að ég geti rutt mér braut all langt áleiðis upp á við. Hann roðnaði alt í einu og þagnaði, er hann áttaði sig á, hvernig málið sneri nú við. Gat hann verið þektur fyrir að koma sér í mjúkinn hjá föður Chiquitu undir ósönnu yfirskini? Að vísu átti aðeins að dæma um mann samkvæmt hans eigin verkum, en á hinn bóginn------------- Það var eitthvað bogið við þetta. Loks stundi hann upp með herkjubrögðum. — Ég vil ekki láta hjá llða að skýra yður frá því, herra Gararel, að sem stendur er ekki sérlega gott samkomulag á milli okkar feðganna. Faðir minn hefir í rauninni útskúfað mér. Það er ástæðan til þess að ég dvel hér og vinn fyrir mér með erfiðri vinnu í stað þess að lifa í leti og ómensku. En nú er mér farið að geðj- a®t ag vinnunni — og ég hefi ásett mér að hafa mig áfram — þó eigi væri til annas en að sýua föður minum, að honum hafi skjátlast í dóm sinum um mig. Það er mér fyrir mestu. Ég kæri mig ekkert um peniugana hans. Það er auðveldara að innvinna sér peninga, en ég hafði haldið. En ég verð að hafa mig áfram bæði hans og sjálfs mín vegna. Þrátt fyrir feimnina lýsti andlit hans af eld- móði og áhuga, Hann var ákveðinn og djarf- mannlegur að útliti, og alvörusvipurinn sem hvíldi yfir andliti hans, fór honum vel. Garavel hóf brýrnar. — Má ég spyrja yður um ástæðurnar til þessarar misklíðar ykkar feðga? — Ég býst við, að það hafi verið slæm hegð- un frá minni hálfu. Er ég hugleiði þetta, verð ég að kannast við, að ég hlýt að hafa verið gamla manninum til hrygðar og áhyggju. En ég hefi aldrei gert nein veruleg glappaskot. Kirk brosti hryggur í bragði. — Ég er ekkert hissa á því, að yður geðjast ekki vel að mér. Augnaráð bankastjórans varð hugsandi, Hann var mjög glöggur mannþekkjari. — Jæja, jæja, sagði hann hálf óþolinmæðis- lega. Það er víst ekki til neins að tala meira nm þetta. Bónorð yðar er árangurslaust — af ýmsum áslæðum — og samt sem áður er fram koma yðar hróssverð. — Viljið þér með þessu gefða mér það í skyn að þér leyfið mér eigi framar að tala við dóttur yðar? — Það myndi vera árangurslaust.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.