Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 22.09.1925, Blaðsíða 1
Áhrif áfeng-s öls. Prófessor Emil Kroepelin g-erlr fróðiegfau samanburð á venjulegu öli með 4% ogp öli á ófriðar- árunum með aðeins V* % áfengji. EIN S og lítill neisti getur orðið að björtu báli, þann- ig getur tildur og tepruskap- nr orðið að hamstola hégóma- skap, sem breiðist svo óðlluga út, að enginn fær viðnám veitt. Mannkynið mun vera og verða sjálfu sér lílct á öllum öldum. Það er skemri leið en lýði grun- ar milli villimannsins, sem skreytir sig með litfjöðrum og málar Iíkama sinn, og nútima- mannsins, sem litar hár sitt og skegg og er að leitast við að vera sundurgerðarmaður í klæða- burði. Eða er ekki mjótt sund á milli villikonunnar, sem fleygar munn og nasir fánýtum gersem- um, og svo skartkonu nútímans, sem ofhleður á sig skrauti hátt °g lágt, og veit naumast hvern- ig hún á að ganga eða bera sig. Svo nakin er hún í samkvæm- um og á danzleikjum, að litill verður munur á, þótt mittisskýla eia væri, eins og á frumstigi mannkynsins. Það er þá helzt sem skilur, að silkivafðir fót- leggir og saffianskór bregða á leik undan glitofinni mittisskýl- unni eöa hinum svonefnda kjól. Tízkan og prjálið haldast í hendur á öllum tímum. En eft- ir síðustu þrengingartíma vfg- aldar vorrar er sem margskon- ar æði hafi gripið þjóðirnar. Má þar neí’na spilaæði og ðanzæði, sem svo er orðið ö'agnað að auslurlandaþjóðirn- ar eru að hervæðast gegn þess- um ófögnuði og gera hann nú landrækan sakir þess að í kjöl- far siðlausra danzleika sigli margir lestir, sem erfitt reynist að útiýma, ef þeir ná rótfestu. Hér á landi hefir lítið bólað a þessu faraldri, en best mun samt að gjalda varhuga við Þvi i tíma. — Svo segir skáld- ^>nar Benediktsson: Leiö er hál yflr urö og ál, uppi er stál, viö fætur bál, dult finst tál og dýrt finst prjál, dygg skal sál, en fast skal mál. Fjöldi manna lifir í þeirri sælu villutrú, að öl sé í raun- inni ekki venjulegt áfengi, eða a. m. k. ekki nærri eins skað- legt og annað áfengi. Auk þess sé ölið mjög holt og nærandi, og læknar ráðleggi það jafnvel til heilsubótar. Þessum fróðu mönnum virðist alveg hulin sú vísindalega staðhæfing merkra vísindamanna víðsvegar um heim, að í venjulegu öli er að eins mjög lítið næringarefni, og því minna, sem ölið er áfengara, því í hreinu áfengi er ekkert næringarefni. Fað getur því ver- ið fróðlegt að kynna sér skýrsl- ur þær og samanburð, sem Emil Kroepelin, prófessor í Muuchen heíir gert á áhrifum venjulegs öls með 4°/o áfengi og öli því, sem leyft var á ófriðarárunum með að eins V2°/o áfengi. Prófessor Kroepelin segir á þessa leið: — »Hinar miklu breytingar í öllum lifnaðarhátt- um á ófriðarárunum urðu þess valdandi, að sérfræðingar í geð- veiki (psykiatrikere) fóru að leita Iausnar á spurningu þess- ari: Hvaða áhrif hafa þessar miklu breytingar haft á sálar- heilsuna? Hin mikla takmörk- un áfengisnotkunarinnar hefir reynst þjóðinni sérstaklega holl, og hefir bætt úr ýmsu því tjóni og böli, er ófriðurinn olli«. Hér birtist stuttur útdráttur úr skýrslum Kroepelins prófessors. Bayern er mesta öllandið í Norðurálfu. Fyrir stríðið drakk hvert mannsbarn í Bayern 232 litra af öli árlega, að meðaltali. (Á öllu Pýzkalandi var meðal- talan 102,1 lítri á mann). Árið 1918 hafði öldrykkjan í Bayern lækkað niður í 138,8 1. á man. Og þar eð ölið var nú miklu óáfeng- ara en áður, var neyzlan að eins l/« á móts við það, sem áður var drukkið. Á ófriðarárunum varð jafnvel öllandið Bayern að setja bann við notkun sterkara öls en með V2°/o áfengi. í Bay- ern drekka menn lítið af víni og brennivíni, en samt minkaði brennivínsneyzlan þar um helm- ing á ófriðarárunum. — Áhrif áfengistakmarkana þess- ara á heilbrigði þjóðarinnar komu greinilega í ljós. og má fullyrða, að þau hafi verið góð. Tala þeirra, sem lagðir voru inn á sjúkrahús sökum óhóf- legrar áfengisnautnar og deliri- um tremens lækkaði frá 2598 árin 1910—1913 niður í 476 árin 1915—1918. Þrátt fyrir nær- ingarskortinn dóu færri ungbörn af hverjum 100 heldur en áður. Árið 1912 dóu af óhóflegri á- fengisnautm 1,46 af hverju þús- undi. Árin 1915—1918 vóru þess- ar hlutfallstölur 0,74, 0,55, 0,38, og 0,28. Tala sjálfsmorða, er áttu rót sína að rekja til áfeng- isnotkunar, lækkaði frá 140, ár- inl911—’13, niður i42, árin 1915 —’18. Árinl910—’13 var óhófleg áfengisnotkun orsök geðveiki hjá 5515 manns, er lagðir vóru inn á geðveikrahæli. Árin 1915 —1918 lækkaði lala þessi niður í 1322. — Hér munu sumir gera þá athugasemd, að fjöldi karl- manna hafi þá verið í stríðinu, og muni það valda lækkun þess- ari. En lækkun þessi var nærri eins mikil meðal kvenna, 68,5°/« móti 77,6°/o meðal karlmanna. Tala glæpaverka sökum áfeng- isnautnar hafði verið 5262 á 4 ár-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.