Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 23.09.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 23. september 1925. ag&taé I. árgangur. 194. tölublað. FIMMTÍU ára afmæli lslend- ingabygða i Vesturheimi má með rétta telja merkisatburði i sögu þeirra. Einnig kemur það okkur hér heima nokkuð við, þótt við höfum hingað til lítil afskifti haft af málum þeirra frænda vorra. Mætti virðast að öll þjóðræknisviðleitni Vestur- íslendinga væri okkur með öllu óviðkomandi, ef dæma ætti eftir afskiftaleysinu, sem við höfum þar jafnan sýnt. Þetta ár hefir verið öðrum merkara í sögu Vestur-íslend- inga, því n'ú eru liðin 50 ár síðan sumar fjölmennustu fs- lendingabygðirnar voru stofn- aðar, og hefir þess verið minst með hátíðaböldum, sem farið hafa mjög myndarlega fram. Hefir Dagblaðið áður flutt ágrip af minningarhátiðinni, semíbú- ar Islendingafljótsbygðar héldu, og nú flytur það ágrip af há- tlðahaldi Gimli-búa. Hefir hún verið allvegleg og þess verð, að við hér heima vitum eitthvað utn það, sem þar fór fram. Yfirleitt erum við íslendingar nrjög ókunnugir því, sem drifið heflr á daga landa vorra vestan hafs og lítið fylgst með málum þeirra frá fyrstu, og miklu minna e'i þeir hafa látið sig varða um ¦°kkar sérmál. Saga þeirra er !yrst og fremst saga örðugleika °g þrotlausrar baráttu, sem þó °ftast hefir leitt til sigurs að l°kum. Við vitum minst um alla þá erfiðleika, sem þeir áttu að bua við á frumbýlingsárum sínum, og ættum jafnvel bágt oieð aö trúa því, sem um það ''aeri sagt, ef frá öllu væri skýrt ^ius og var. Hver sem kunnug- Ur er frumbyggjalífi Vestar-ls- eQdinga, hlýtur að sannfærast una» að eingöngu úrvalsfólki var kfeytt að komast út úr því öng- Þveiti, þar sem ill aðstaða og ^teljandi erfiðleikar þrengdu að a alla vegu. Hafa þeir áreiðan- *ega notið þess, að þeir voru s°ðrar ættar og vanir harðrétti heimalandsins og erfiðum lífs- skilyrðum. Mun mörgum hafa þótt í fyrstu, að ekki væri breytt um til batnaðar, þótt þeir væri komnir til fyrirheitna landsins, og flestir hafa þeir orðið fyrir miklum vonbrigðum. En þar var annaðhvort að duga eða drepast, og reyndi aldrei á karl- mensku og þolgóða baráttu eins og einmitt þá. Fáum eða eng- um var kleyft að snúa aftur, er á áfangastað var komið, því hægara var þá að komast vest- ur um haf, en aftur hingað heim, og er svo jafnvel ennþá. Mikið gætum við lært af sögu þeirra landa vorra, sem héðan fóru fyrir 50 árum eða fyr. Ef við hefðum allir sýnt aðra eins þrautseigju og dugnað, mundi mörgu vera betur á veg komið en nú er og miklu lífvænlegra á landi hér. Pað mætti ætla að þeir íslendingar, sem fluzt hafa vestur um haf, væri að mestu leyti úrval þjóðarinnar, eftir því að dæma sem orð fer af þeim þar vestra, því íslendingar hafa jafnan þótt með beztu innflytj- endum þar, en annarstaðar hefir ekki slíkt orð farið af þeim yfir- leitt. — Við böfum jafnan ver- ið hreyknir af ætterni okkar, og þá ættum við ekki síður að fylgjast með framkomu þeirra manna, sem mest hafa aukið þjóðarfrægð vora erlendis, og láta það sjást í verki að ein- hverju leyti. Þetta höfum við oftast og að mestu leyti van- rækt, og ekki hvað sizt gagn- vart löndum vorum vestan hafs. Aðeins á einni minningarhátíð þeirra höfum yið haft mann, sem komiö hefir fram sem full- trúi þjóðar vorrar, og má telja það víst, að það hafi eingöngu verið vegna þess að hann dvaldi vestra hvort sem var. En bæði landstjórn og öðrum hefir láðst að senda þeim sérstök samúð- arskseyti héðan að heiman, og lýsir það því ræktarleysi sem ekki er vansalaust. -m. -n. Frá Frakklandi. Caillnnx fjármálaráðherra býst við, að skjótlega verði ráð- ið til lykta samningunum um fjárgreiðslurnar lil Bretlands, en hvern veg skipast til um skifti Frakklands og Bandarikjanna um skuldirnar er ennþá hulið. Innanríkislán gegn 4°/o hefir stjórnin boðið út og ætlast með því, að varna halla á næstu fjárlögum (1926), svohægtverði að hefja fjárhagslega gjöibóta- baráttu. Er þetta lán miðað við gullmynt, og því er þetta fyrsta skrelið til þess að gulltrygging verði komið á aftur. Ameríknmaðnr nokkur að nafni Raymond Orteig hefir heit- ið 25,000 dala verðlaun fyrir flug frá París til New York. Ætla tveir flugmenn franskir að freista hamingjunnar og gera ráð fyrir að fljúga fyrst yfir Ermarsund til suðurodda írlands og þaðan beint yfir Atlantshaf, alla Ieið á 40 kl.stundum. Norska krónan. Úr langri blaðagrein í norsku blaði er þetta litla sýnishorn tekið: — »AHar tilraunir frá Noregs hálfu til að stöðva hina hröðu hækkun krónunnar, hafa reynst árangurslausar. Eftirspurnin frá útlöndum,- sérstaklega frá Ame- ríku, hefir kippt fótum undan öllum ráðagerðum hér heima fyrir. Hvaö hefir það stoðað, þótt Noregsbanki hafi aukið birgðir sínar af erlendum gjald- eyri um nokkrar miljónir, þeg- ar yfirfærslan til Noregs frá út- löndum hefir numið á skömm- um tima yfir 200 milj. króna. í júlí t. d. vóru lagðar inn í norska banka fullar 55 miljónir af erlenu fé«. —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.