Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 24.09.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 24. september 1925. I. árgangur. 195. tölublað. DPPSKERUHORFUR eru nú með bezta móti um alla garðávexti, og er það að mestu að þakka hagstæðu tíð- arfari, víðast hvar, fyrir allan garðávöxt. Raunar hafa rign- ingarnar um miðbik sumarsins hér sunnan- og vestanlands verið helzt til miklar, en meira hafa þær orðið til skaða við nýtingu heyjanna, en að þær hafl dregið úr vexti garðjurt- anna að nokkrum mun. Nú er alment farið að taka upp úr görðum, og er viðast ágætlega sprottið, bæði jaröepli og rófur. Mikið og gott búsílag er að fá góða uppskeru úr stórum görð- Um, og er það sjaldnast metið eins og vert er. Virðist það enn- þá vera langt undan landi, að vér getum verið sjálfum okkur nógir um garðræktina, og er það því skaðlegra og verrá af- spurnar, sem hér eru næg skil- yrði fyrir því að við gætum r®ktað flestalla garðávexti sem við þurfum, og þyrftum ekki að kaupa þá frá útlöndum fyrir tugi þúsunda króna árlega. Pað er ábyggileg staðreynd, enda al- ment viðurkent í orði, að við gœtum ræktað öll jarðepli og rófur sem við þurfum, og auk þess verið aflögufærir og selt eitthvað út úr landinu. Einnig öiætti hér víða rækta ýmsar káltegundir með góðum árangri, þótt ræktun þeirra sé lítt eða ekki þekt, og sjálfsagt þyki að spyrja aðeins um þær í matvöru- verslunum, sem að mestu leyti annast innflutning þeirra. I’egar farið er að taka upp ór görðunum, sést bezt hvers virði góð ræklun er, því vana- *ega fer uppskeran eftir því hve ve* hefir verið borið í garðana °S bvernig umhirða þeirra hefir verið yflrieitt. Er aldrei um of brýnt fyrir mönnum að leggja fulla rækt við gróðurreitina, því svo aðeins má vænta arðs af erfiði sínu, ag allrar fyrirhyggju se gætt í framkvæmd verksins. Víða er nýting garðávaxtanna ekki svo góð sem skyldi, og á það þó einkum við um gulrófna- kálið, sem því miður er víðast fleygt. Áður var það siður til sveita, að hirða vandlega alt kál sem til félst, súrsa það og geyma til vetrarins. Var það siðan notað saman við spóna- mat og þótti mörgum gott, en mun þó hafa gert mönnum meira gagn en þeim var ljóst, eins og einhæfni í matarræði var þá mikil. Með breyttum lifnað- arháttum og »nýmenningu« nú- tímans hefir þessi þjóðlega nýtni að mestu lagst niður, eins og svo mörg önnur hagkvæm hirðusemi. Mun nú óvíða notað kál til mat- ar, hvorki nýtt né gamalt. Læknar og aðrir heilsufræð- ingar telja flestar káltegundir mjög hollar til manneldis, og er þar gulrófnakálið sízt undan- skilið. Pað er óeðlileg matvendni, ef mönnum þykir ekki gott nýtt kál, t. d. í kjötsúpu, og þá er gamla kálið, annaðhvort sæt- verkað eða súrt, sannnefndur herramannsmatur. Kálið má fara að nota á miðju sumri því ekki dregur það úr undirvextinum þótt stýft sé of- an af því ef ekki er skorið of nærri rófunum. Geta menn þá haft nýtt kálmeti um langan tíma og mundi það verða mörg- um hollara en ýmislegt annað og dýrara, sem menn leggja sér til munns. Garðeigendur ættu nú að taka sér fram um að nota allan garð- ávöxt sem bezt og þá fyrst og fremst ættu þeir að hirða alt kál sem til fellur og nota það til matar. En geri þeir það ekki sjálfir, ætti þeir að lofa öðrum að hirða það, í stað þess að láta það grotna niður í görðun- um aðeins til óþrifnaðar en eng- um til gagns. -m. -n. Bann og bindindi. m. Ávarp til bannmanna. »Að hika er sama og tapa». Ég hefi ávalt átt erfitt með að fallast á hin »óhrekjandi rök« andbanninga, en þó er það eitt, er ég býst við, að sumir andbann- ingarhafí því miður réttfyrir sér í. Pað er, að Templarar hafi á undanförnum árum drukkið of mikið kafli og danzað of mikið. Liggur þar ef til vill skýringin á því, hversvegna þeir hafa sleg- ið svo slöku við starf sitt og liðið tjón á sálu sinni, eins og raun er orðin á síðustu árin. — Danz getur að vísu verið góð skemtun, en hann er ætíð léleg félagsstarfsemi. Og það er göm- ul reynsla og ábyggileg, að þar sem danz er* tekinn að skipa öndvegi í hugsjónafélögum, þá er sá félasskapur dauðadæmdur. Það vœri eigi rétt að ætla sér að dylja það, að allmargir bann- menn eru teknir að digna í sókninni, og sumir þeirra farnir að hika. Hversvegna? M. a. sök- um þess, að þeir eru hættir að hugsa málið sjálfstætt frá eigin sjónarmiði. Peir hlusta um of á hróp andstæðinga sinna, og hætta að lokum að gera greinarmun á þeirra skoðunum og sínum. Og auk þess eru syndir þeirra sjálfra sem bannmanna teknar að sækja að þeim og glepja þeim sýn. Það mun engum sæmilega skyn- bærum manni dyljast, hve stór- kostlega Templarar og margir aðrir bannmenn hafa spilt starfi sínu á seinni árum með óhreinni pólitík. Væri æskilegt að þurfa sem minst að drepa á það mál, en þó hvorki drengilegt né rétt að ganga fram hjá því með lok- uð augu. Okkur er óefað öll- um fyrir beztu að horfast djarf- lega í augu við blákaldan sann- leikann, kannast drengilega við glappaskot vor og bæta ráð vort.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.