Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 25.09.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 25. sepiember 1925. agðíað I. árgangur. 196. tölublað. SUMARVIST Reykjavikurbarn- anna er nú lokið að þessu sinni. Eru þau nú flest kom- in úr sveitunum, sem þar dvöldu í sumar, en þau, sem ókomin eru munu koma hingað á næst- unni því skólarnir fara nú að byrja. Mun þeim flestum bregða við að koma úr heilnæmi sveita- loí'Lsins og takmarkalitlu frjáls- ræði í einhæfni og óheilnæmi bæjarlifsins. Mun þeim flestum ekkert tilhlökkunarefni að eiga að setjast hér á skól«bekk og vera þar allan veturinn, undir ströngum aga, sem reyndar er þeim nauðsynlegur, en mega svo hvergi utandyra um frjálst höf- uð strjúka og geta engin um- svif haft til leika, eða annars þess háttar. Það mun flestum orðið ljóst hver vandkvæði eru hér á upp- eldi barnanna svo það megi vel takast. Þeir, sem mögulega geta, koma börnum sínum í sveit að sumrinu og verður ekki metið til fjár hvers virði það er. En auðvitað geta ekki nærri allir sem vilja komið þeim þangað, og sírt yngstu bprnunum. Ein- hver ráð verður að finna til að breyta þessu til betra viðhorfs svo að sem fæst börn þurfi að vera hér í bænum að sumrinu, vegna þess að ekki er hægt að fá sumarvist fyrir þau annar- staðar. Starfsemi Oddfelloic-fé- lagsins í þá átt er mjög þakkar verð þótt hún sé hvergi nærri full- nægjandi. Einnig hefir nú Hvíta- bandið tekið málið að sér og má mikils vænta af þeirri starfsemi þess, eftir þyí fordæmi, sem það hefir gefið um ýmsa mannúð- arstarfsemi, én auðvitað verður það að fá þá aðstoð frá öðrum, sem þVí er nauðsynleg. Sumarheimili fyrir börn þurfa að taka þar við, sem sveitirnar fullnægja ekki vistarþörfinni. Ár- in 1919—'23 héldu Oddfellowar uppi slíku heimili að Brenni- stöðum í Borgarfirði. Var það starfrækt í 2 mánuði á hverju sumri og nutu þar rúmlega 20 börn góðrar sumardvalar. Ifyrra- sumar féll það niður vegna misl- inganna og í sumar sáu þeir sér ekki fært að halda það af einhverjumástæðum. Hvítaband- ið tók málið að sér í sumar og hélt barnaheimili að Brúar- lándi i Mosfellssveit og var sama forstöðukona þar og verið hafði á Brennistöðum, ungfrú Sigur- björg Þorláksdóttir. Hefir henni farist þetta vandasama starf vel úr hendi og má ekki minna vera, en að henni sé þakkað fyrir. 24 börn voru á Brúarlandi í sumar mismunandi lengi og á ójöfnum aldri, frá 1—12 ára. Þann tíma, sem þau dvöldu þar þyngdust þau frá 2 til 11 pund og sýnir það greinilega hver á- hrif sumardvölin hefir haft. Um þessa starfsemi er aðeins gott að segja, það sem hún nær, en öllum hlýtur að vera ljóst að mörgum sinnum fleiri börn þurfa aö komast á svona dvalarstaði og verður að starfa að þvl með dugnaði, að svo geti orðið. Dagheimilið hér í Kennara-1 skólanum í sumar gerði einnig töluvert gagn, en aldrei er hægt að búast við að slík heimiii í bæjum geti orðið að sama gagni og ef þau eru höfð i sveit, og er margt sem að þvi styður. Ekki má búast við að fátæk mannúðarfélög geti af eigin ram- leik haldið uppi dýrum barna- heimilum sumarlangt. Þar verð- ur öflug hjálp annara að koma til styrktar og má búast við að margir vilji leggja jafnmiklu nauðsynjamáli og þessu, þá lið- semd sem um munar. Nú fer haust og vetur í hönd og á þeim tíma ætti að undir- búa svo næstu sumarstarfsemi að miklu meira áynnist en ver- ið hefir og komiö þannig að meira og almennara gagni. . Careng i æixiáiið. Það þarf engan að furða á því, þótt þetta mál hafi- orðið bæði Gengisnetnd, bönkum og öðrum erfitt, því að það hefir það orðið alstaðar út um heim, jafnvel þar sem margfalt meiri reynsla var til að byggja á held- ur en hér. Yfirleitt standa sjald- an nokkrar áællanir og útreikn- ingar fjármálavaldanna, og með- al almennings rikja viðast hvar fáránlegustu skoðanir á ýmsum atriðum gengismálsins. Hér á landi virðist jafnvel Alþingi og margir meiri háttar atvinnurekendur og kaupsýslu- menn hafa viljað ætlast til þess af Gengisnefnd, að hún gæti ráðið genginu og hagað því eftir vild. Hitt sýnist þó auðsætt, að nefndin getur í hæzta lagi að- eins jafnað smásveiflurnar, en ekkert ráðið við þær stóru, sem eru og verða óhjákvæmilegar afleiðingar þess hvernig árar og hvaða straumar þar af leiðandi eru ráðandi í gjaldeyrisverslun- inni. — Allar verða þessar stóru sveiflur væntanlega að hafa sinn eðlilega gang, þangað til rikis- valdið kemur sjálft til og gerir ráðstafanir til stöðvunar geng- isins. Ekkert slikt vald hefir Gengisnefndinni enn verið geSð svo kunnugt sé, svo að enginn má búast við af henni, að hún geri nein kraftaverk á aðal- hreyfingum krónunnar, hvort sem hún leitar upp eða niður. Það sem blöðin ræða nú mest um er það, hvaða stefnu skuli taka: — að stýfa krónuna þ. e. stöðva hana i lágu gengi eða hækka hana í fyrra gullverð hennar. Um þessi efni hefir Dagblaðið ekki tekið neina afstöðu, en vill reyna að líta sem óhlutdrægast á málið og leiðrétta eftir föng- um ýmiskonar misskilning, sem er ríkjandi og stafar ýmist at ofmikilli ákefð að verja einstak-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.