Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 25.09.1925, Side 2

Dagblað - 25.09.1925, Side 2
2 DAGBLAÐ ar hagsmunastefnur eða afvan- þekkingu á einföldustu frumat- riðum málsins. Blöðin tala einlægt um lág- gengi og dýrtíð sem nátengd atriði. Ef lágengi er stöðugt, þá hef- ir það engin áhrif á dýrtíð til eða frá, það er augljóst öllum sem nenna að hugsa um það, þótt fáir hafi opinberlega bent á það í blöðum nema Ólafur Friðriksson i Alþýðublaðinu á dögunum. Stöðugt lágengi er ekkert ann- að en smækkuð mynteining, sem veldur því að alt verður að reikna með stærri tölum heldur en væri ef mynteiningin væri stærri. Það er aðeins við hækkun og lœkkun myntarinnar að hinn ó- verðskuldaði gengisgróði og gengistjón kemur fram. Það er ijóst að það stafar ekkert beint hagfræðislegt tjón af því í heild sinni að stöðva mynt í lággengi eða stýfa hana, sem nú er kallað. Ef hægt væri að finna auð- velda aðferð til að bæta þeim mönnum tjón sitt sem töpuðu eignum þegar myntin féll, þá væri ekki einungis rétt heldur skytdugt að stýfa myntina. Væri samt ekkert verulegt til fyrirstöðu að gamla gullkrónan yrði tekin upp þrátt fyrir stýf- inguna. Það væri ekkert erfið- ara en að taka upp á hvaða tíma sem er dollaramynt eða sterlingspund. Það er því langt frá að stýf- ingarkenningin sé alment talað sú fjarstæða, sem flest blöðin halda nú fram. Ef miðað er við meðalárferði er algert álita- mál hvort hún eða hækkunar- aðferðin sé æskilegri, og gætu staðhættir t. d. alveg skorið úr því að einu ríki hentaði stýfing og öðru hækkun, þótt bæði væru vel sett efnalega. Röng ályktun er það, að land- inu yrði léttara að greiða ríkis- skuldir, þótt krónan yrði hækk- uð. Að öðrum ástæðum jöfnum yrði umsetning landssjóðs ein- mitt að sama skapi minni að krónutölu sem krónan hefði hækkað í verði. Það er árferðið eitt sem ræður getu landsins til að greiða erlendar skuldir, en ekki hitt, hvort myntin er stór eða smá. Fyrir einstaka menn og stofnanir getur útkoman orð- ið öðruvísi, en hér er ekki rúm til að skýra það. Hins vegar verður því ekki neitað, að það sem mælir með hækkun krónunnar eins og nú standa sakir, er mjög mikið. Fyrir utan hinar almennu á- stæður til hækkunar, sem eru þær, að bæta tjón þeirra, er töpuðu á gengisfallinu, má benda á þetta: Það er illkleift fyrir oss að fara aðra leið í gengismálinu en nágrannarikin norrænu. Jafn- vel þótt hækkunarstefna þeirra sé í heild sinni sögð vera ým- ist einhliða hagsmunabarátta, eða hjá hinum, sem ekki græða á hækkuninni, bygð á hjátrú, þá hefir stefnan afarsterkt fylgi. Almenningur trúir því víðast hvar, að stýfing sé ekki annað en lögfest svik, sem spilli láns- trausti í framtíðinni. Nú er að vísu ekki hægt að komast hjá þessum lögfestu svikum án þess að drýgja ný svik. En þá má segja, að góðærið dragi svo mikið úr skaðsemi hinna nýju svika, að þau komist hvergi nærri til jafns við svikin gagn- vart innstæðum og kröfum eldri tímans. — Reynslan hefir sýnt, að sársaukinn af mikilli hækk- un myntar í góðæri verður alt- af mikið minni en orð er á gert, og mun það stafa af því, að þjóðin skiftist alls ekki í svo nákvæmlega tvo flokka, þar sem annar græðir og hinn tapar á gengishækkun, heldur stendur nærri því hver einasti maður að einhverju leyti sínum fæti í hvorum tveggja flokknum, svo að hægri vasinn græðir að meira eða minna leyti það sem hinn vinstri tapar. Það mun og sannast, að í því góðæri sem nú er, fær stýfing ekki mikinn byr í seglin. En aðstæður geta breyzt snögglega utan lands og innan, og þá getur annað orðið uppi á ten- ingnum. * Dnglega bætast Dagblaðinu nýjir kaupendur. Einn áskrifandi þess kom með 15 nýja kaupendur í gær. Hann fær blaðið ókeypis næsta ár. Geri aðrir betur! i TDagGlaé. Bæjnrmálablnð. Fréttnblnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjarforg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. / Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 11,20 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 12,10 á morgun. Nætnrlæknir Jón H. Sigurðsson, Laugaveg 40. Sími 179. ííœtnrvorðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfnr. Breytt er nú til sunnan- áttar, og var víða nokkur rigning i morgun. í Vestmannaeyjum, Stykk- ishólmi og Raufarhöfn 7 st. Akur- eyri, Seyðisíirði, Hornafirði og Rvík 6 st. Grindavík og ísaflrði 5, og á Hólsfjöllum 3 st. — í Kaupmanna- höfn var 13 st, hiti, Færeyjum 6 og Jan Mayen 2. Engin veðurskeyti komu frá Grænlandi. — Búist er við vestlægri og suðveátlægri átt á Suðurlandi, en breytilegri vindstöðu á Norðurlandi. Fnndnr Sálarrannsóknarfjelags ís- lands í gærkvöld var ágætleca sótt- ur og mjög fróðlegur. Verður nán- ar sagt frá honum á morgun. 26 ára hjúsknpnrafmæli eiga í dag frú Arndis Magnúsdóttir og Jóhann- es Guðmundsson skipstjóri Nýlendu- götu 24. Botnvörpnngarnir. í gær komu af veiðum Gulltoppur með 125 tn/ og Belgaum með 51 tn. lifrar. Lyra fór héðan lil. 6 í gær eins og ákveðið var. Meðal farp. til Bergen voru frú Kristín V. Jakobson, frú Borgen, Matthias Jónsson klæðskeri og nokkrir pýzkir stúdentar. Áleiö- is til Kaupmannahal'nar fóru Ólafur Jónsson, Guðm. Guðmundsson. G. Helgason o. fl. Til Stockholms hr. Mallström með fjölskyldu sina. Til Vestmannaeyja fóru m. a.: Stefán A. Pálsson, J. Hinrikson, Axel Sveins- son og frú og Soffía Thordarsen. Slátnrtíðin er nú að byrja fyrir fult og fast. Er nú búið að ákveða verö á kjöti í haust og er pað nokkru dýrara en i fyrra. Meta, seglskip, kom hingað í norg- un með efni til nýja hafnargarðsins.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.