Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 28.09.1925, Blaðsíða 1
Mánudag I. árgangur. 28. september J gm B 198. 1925. CvQ 4r wCwQr tölublað. DINGRÆÐIÐ er á dagskrá þjóðanna víðsvegar um heim um þessar mundir. Er það góðs viti. Það bendir á, að menn eru teknir að vakna og átta sig eftir alla einræðis- og ofurmenn- is-vímuna, sem ruglað hefir hug- um fjöldans víðsvegar um heim nú all lengi. Misbeiting þingræð- isins hefir vilt mönnum sýn, og hafa menn svo talið afleiðingar þess þingrœðinu að kenna! — Það er samskonar rökfærsla sem hjá andbanningum, er þeir telja brotin gegn bannlögum lögun- um sjálfum að kennal — Þing þjóðanna hafa nú um all langt skeið alls eigi stjórnast af meirihiutanurn, þjóðarviljan- oin, heldur af klíkum og ráð- rikum ribböldum. Hvortveggja hefir reynst jafn óhæft. Nú eru merkir stjórnmála- tnenn teknir að ræða mál þetta a ný. XAoyd Oeorge var um eitt s^eið orðinn hikandi í trúnni a þingræðið. Hann treysti betur »sterkum mönnumct til að ráða frarn úr þeim miklu örðugleik- am. er stjórnmál Breta áttu þá við að striða. En reynslan hefir breytt skoðun hans á ný. í ræðu °g riti hefir hann fyrir skömmu Bbýrt mál þetta all ítarlega og ^etur hann allar menningar- Þjóðir eindregið til að fylkja sér UQl þingræðið, þrátt fyrir þá Sa'la, er á því kunni að vera. sem mest og best hefir ntað um þingræðið er þó Masaryk forseti Tjekkóslóvaka. Varnokk- úð lýst skoðun hans og um- htælum hér í blaðinu fyrir stömmu (Dagbl. 181, —8. sept.). eir hafa eins skýrt sem hann ®nt á galla þingræðisins nú á u§útn. — »Alstaðar ríkir óá- næ6Ía með þingræðið. I*ó getur a kert lýöveldi án þess veriða. — n ^asaryk bendir einnig á ráð umskapa og endurbæta pingræðið. það á að veita þjóð- jnni, kjósendunum holla fræðslu, ^^°ska hana og bæta. Þá verð- r Pólitikin hreinni, og menn | setja þá eigi framar eiginhags- munabata sinn og vina sinna í öndvegi. (Masaryk: Die Wel- trevolution, Erinnerung und Be- trachtungena, — Reiss, Berlin). — Hvað er um þingræði vort íslendinga? Oss vantar það, er vér þörfnumst mest. Stjórnmála- grundvöll þann, er meiri hluti þjóðarinnar getur fylkt sér um með áhuga og einlægum starfs- vilja. — Þann grundvöll verð- um vér að finna! JFljótsliIíö. Mikið orð hefir jafnað farið af fegurð Fljótshlíðarinnar, en þó sízt um of. Margir sem víða hafa farið um sveitir landsins, telja hana einna fegursta, þegar á alt er litið. Samt er hún nú ekki nema svipur hjá fyrri sjón, þegar skógar »skreyttir reyni- trjáma glumdu af þrastakliði. — Óvíða er búsældarlegra en í Fljótshlíðinni. Er þar þéttbýli mikið, og jafnvel um of, þótt afkoma bænda sé þar yfirleitt góð. Veldur þar mestu um land- gæðin, sem munu óvíða vera meiri. Hliðin er öll grasivafin, og kemur varla fyrir að gras- vöxtur bregðist þar, hvernig sem árferði er. En miklum áföllum hefir sveitin orðið fyrir, öðrum en skógartapinu, og er það Þverá, sem þar hefir verið mik- ilvirkust og illvígust. »Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sandax. Landbrotið af völdum árinnar er orðið ískyggilega mikið og eykst með ári hverju. Er hún sumstaðar búin að brjóta alt undirlendið upp í hlíðarræt- ur. Eru nú viðlendir aurar, svartir og svipljótir, þar sem áður voru grösugar grundir. — Sannnefnd »landeyða« befir Pverá verið, og hún er iðin við eyðilegginguna og verður þar vel ágengt, meðan ekkert er gert til varnar. Landsmálablöðin hafa verið furðu hljóðlát um þessa land- eyðingu þar eystra og þá hættu, sem Þverá veldur sveitunum til beggja hliða. Er þetta þó meira »landsmál« en persónulegar ýf- ingar og sumt annað, sem þau ræða af töluverðu kappi. f*verá hefir verið mikilvirk að eyðileggja graslendið þar eystra, og enn stærri landsvæði mun hún leggja í auðn, ef hún er látin óhindruð áfram. »Á skal að ósi stemmaa, og það sem hér þarf að gera til varnar landeyðingunni, er fyrirhleðsla Þverár upp við Markarfljót. Reyndar er það m]ög erfitt verk, en þó ekki ókleift, og ber fyrst og fremst að líta á, að það eitt getur komið að varanlegu gagni. Einhverjar blómlegustu sveit- ir landsins eru hér í veði, og er fyllilega tímabært að ræða um þá hættu, sem þeim er bú- in af völdum Þverár. Má nú ekki lengur dragast að gerðar séu þær ráðstafanir sem duga til að forða sveitunum frá eyði- leggingu. Hefir hún þegar nóg aðgert, þótt umróti hennar séu nú reistar þær skorður, sem hindri hana til meiri skemdar- verka. — Fyrirhleðsla Pverár er einhver mesta uiandvörnina sem hér er hægt að gera, og' ein sú nauðsyulegasta. Víðsjá. 8kuldalúkning Frakka. Full- yrt er f skeytum til sænskra blaða, að Frakkland muni vilja greiða nokkurn hluta ríkisskuld- anna til Bandarikjanna, með þvi að afsala sér eignarrétti á viss- um nýlendum, er Frakkar eign- uðust eftir styrjöldina miklu.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.