Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 30.09.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag flrTl jT JÍ* I. árgangur 30. september J j/M # 200. 1925. fó/UZ>/að. YRST er alt frægast hefir nokkuð oft sannast á okkur Islendingum. Er um flest svo, sem við tökum okkur fyrir hendur, að við hryndum því af stað með dugnaði og áhuga, en svo vill úthaldið þrjóta áður en langt um líður, og lítið verða , úr öllum áformunum, sem stefnt var til í upphafi. Þetta á eins við um framtak einstaklingsins og starfsemi fé- lagsbundinnar heildar, og er þetta sá þjóðargalli, sem mun vera einna verstur viðureignar, en jafnframt mest nauðsyn á að hann breytist til betra viðhorfs. Áhugi starfandans fýkur venju- lega út í veður og vind strax eftir fyrstu átök og þó einkum ef einhverjir óvæntir erfiðleik- ar mæta honum þegar í fyrstu byrjun. Einbeiting viljans og ó- livikult úthald er það, sem flesta vantar mest, og því verður svo lítið úr mörgu, sem mikils hefði mótt vænta af, hefði framhaldið orðið eftir upphafinu. Orsakir þessa ófarnaðar munu að mestu liggja i skapgerð manna ng þjóðareðli. Marglyndið og rótleysið er það, sem einkennir okkur mjög um of. Allir þykj- ast svo að segja hafa vit á öll- um hlutum milli himins og jarð- ar, þótt þekking þeirra og starfs- hæfni sé mjög takmörkuð. Of- mikill fjöldi festir ekki yndi við neitt ákveðið starf, heldur fara úr einu í annað og ná hvergi þeirri leikni og verkhæfni, sem nauðsynlegust eru til fullkomn- unar og góðs árangurs. Um hugsjónamál og hugðar- efni verður sama uppi á ten- ingnum. Með eldmóði áhugans er unnið að þeim i upphafi, en furðu fljótt kulnar í þeim kol- um, sem upphaflega glóðu og alt lijaðnar niður í afskiftaleysi áhugalausa hversdagslífinu. Einhver vænlegasti fyrirboði batnandi þjóðlífs til mikilla at- hafna og enn betri árangurs, var stofnun Eimskipafélags íslands. Væntu margir að úthaldið yrði þar eftir fyrstu átökum, en furðu fljótt hefir dregið úr öllum á- huga fyrir þessu þjóðnýta fyrir- tæki, og verður ekki séð að menn beri nú neina sérstaka umhyggju fyrir vexti þess og viðgangi. Stofnun Ungmennafélaganna var sá vorboði, sem margir væntu að væri fyrirboði mikils nýgróðurs í þjóðlífi voru. Sú hug- sjónaalda, sem þá greip föstum hugtökum meginþorra hins vax- andi lýðs, gaf miklar vonir um haldgóðan áhuga og miklar at- hafnir til balnandi framtíðar. En nú eru þau ekki orðin nema svipur hjá fyrri sjón, flest öll, og allar glæsivonirnar komnar langleiðina niður í vonleysi og örþrot. — Þannig er einnig um flest annað, sem mikils hefði mátt vænta af, ef framhaldið hefði orðið eftir vongjöfum fyrstn átaka. Jafnvel stúdentarnir, merkisberar framtímans, virðast vera farnir að linast í sókninni að því áhugamáli þeirra, sem vænta hefði mátt um, að þeir þefðu fylgt sér um af þrotlausu kappi, unz takmarkinu var náð. Einkis þurfum fremur en að breyta viðhorfi þess þjóðargalla, sem lýsir sér í úthaldsleysinu um áhugamálin, svo vænta megi batnandi framtfðar. —m.-n. íslensk glíma í Noregi. Ung- mennafélögin í Björgvin hafa allstórt íþróttafélag innan vé- banda sinna og er það nú að búa sig undir vetrarstarf sitt. íþróttafélag þetta hefir haít í ráði að taka til að æfa íslenzka glímu nú í vetur, og er þegar hafinn undirbúningur í þá átl. Vonandi koma þeir þessu í fram- kvæmd, og hefir Jón Eyþórsson lofað að leiðbeina þeim. Er þetta árangur af Noregsför glimu- mannanna í sumar. Landfunda-þrætan. Sendiherrann og ritstjórinn. Mörgum er enn í fersku minni, að snemma í þessum mánuði var deila nokkur milli h. í Dagblað- inu og sendiherra Dana. Lauk henni á þann hátt, að annar rii- stjóri Morgunbl. réðist á mig með persónufegum skömmum, alger- lega að tilefnislausu, að því er frekast varð séð. Mál þetta var þó eigi útrætt til hlítar. M. a. höfðu þeir háttv. sendiherra Dana og Valtýr rit- stjóri Stefánsson farið þar með fullyrðingar, sem erfitt var að sanna, enda gerðu þeir enga sæmilega tilraun til þess, hvor- ugur þeirra. Fullyrðingin ein var þeim nóg, en hæpið er að aðrir sætti sig við það. Þykist ég vita, að almenningur vilji gjarnan vita nánari deili á því sanna í þessu máli í viðbót við það, sem kom í ljós í áður- nefndri blaðadeilu. Skal ég nú skýra frá því, er ég veit sann- ast, þótt ég telji enga sannana- skyldu mín megin,. eins og eðli- legt er, þar eð ég hefi alls engar fullyrðingar borið fram í eða um deilu þessa. Til skýringar máli þessu og viðauka minum er það nauð- synlegt að ryfja upp aðalatriðin í fullyrðingum hinna tveggja áðurnefndu landfræðinga: I. Sendiherrann: »í landfræðislegum ferðabókum og lýsingum um ísland finst ekki nokkur maður, sem heíir ferðast um eða lýst bygðunum milli 111- ugavers, Vonarskarðs og Bolnavers« (Dagbl. 174. tbl. Leturbrej'tingar sendiherrans). Sendiherrann segir einnig í sama tbl., að Holtamenn hafi áður leitað fjár síns austur yfir Köldukvísl á haustum, »en hafa nú liætt þvi, af pvi að pað hefir komíð i Ijós, að kindur liafa aldrei leitað inn á ör- æfin —«. (Leturbr. mín). »í öðru lagi, að Porv. Thorodd- sen, og aðeins hann etc.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.