Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 30.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Petta sýnir skýrt og stutt: I. að svœðið er mönnrnn ókunn- ugtn. (Dagbl. 178. tbl. Leturbr. mín). II. Taltýr Stefánsson: »Rúmlega tvær dagleiðir frá Rvík er allstórt landsvæði —------, sem aldrei hefir verið farið um, þangað til fyrstu dagana í ágúst í sumar. Pað er ótrúlegt afspurnar, en engu síður satln. (Mbl. °/o ’25. Leturbr. mín). »— í skeyti pví, sem héðan var áður sent — var sagt frá, að Fon- tenay hefði farið um svœði, sem aldrei hefði verið farið um áðnru. (Mbl. °/o ’25. Leturbr. V. St.). Ætla ég nú að leyfa mér að gera svolitla athugasemd og leið- réttingar við fullyrðingar þessar í viðbót við það, sem h. hefir gert í Dagblaðinu. Það var sérstaklega eitt at- riði í frásögn háttv. sendiherra Dana, er honum hafði eigi skil- ist fyllilega sjálfum, sem eðli- legt er um útlending. En öllum sæmilega skynbærum ísl. sveita- mönnum var það löng saga og skýr, þótt V. Stef. og »Heklung- ur«, liðsmaður hans, sæju þaö hvorugur. — Ég á hér við liaust- leitir Holtamanna. Hvers vegna eru þeir hættir að leita austur yfir Köldukvísl? Reynslan hefir sýnt þeim, að féð leitar ekki þangað. Hvers vegna? Reynslan hefir kent fénu, að þar eru eng- ir hagar. Hvernig vita Holta- menn það? Reir hafa aldrei fundið fé sitt á þeim slóðum. Þeir hafa leitað af sér allan grun um alt það svæði, unz síi reynsla var fengin og leitum liætt. — Þessi staðreynd er með öllu óhrekjandi. Holtamenn hljóta að hafa verið þaulkunnugir á þessu svæði, þótt oddvitinn sé búinn að gleyma því. Munurinn er auðsær: SauðJcindin lifir enn á reynsluþekkingu forfeðra sinna, en svéitafóllcið hefir gleymt henni að sögn oddvitans og sendi- herra Danal — Býst ég við því, að sauðféð á Holtamannaafrélti muni hvísla því að »Heklungi«, að hann muni eigi þurfa að ó- maka sig austur yfir til að gá að leyndum hagablettum í hraun- inu, því þeir sé engir till — — Ég hefi viljað benda á þessa augljósu staðreynd á ný, þótt eigi ætti að þurfa að biðja menn að lesa á milli línanna það, sem skráð er í línun- um sjálfum. Þá kemur að hinum áður- nefndu gleiðlitruðu fyllyrðingum Sendiherrans og ritstjórans. Er, þar nokkru við að bæta, er máli skiftir: F'ór Hermanns Stoll 1913. Sumarið 1913 fóru þeir Her- mann Stoll, Svisslendingur, og fylgdarmaður hans, Helgi Tómas- son, nú læknir í Kaupmanna- höfn, um endilangt svæði þetta, sem að sögn V. Stef. enginn maður hefir stígið á fæti nema Gnúpa-Bárður og Fontany sendi- herra Dana. — Stoll og Helgi komu úr Skaftafellssýslum vestur með jökli og tjölduðu í Botnaveri. Daginn eftir lögðu þeir á stað kl. 5 að morgni og riðu til kl. 11 um kvöldið bein- ustu leið norður til Vonarskarðs. Fóru þeir í 9 st. um vatnslaust svæði. Lá leið þeirra um sand- orpin hraun og öldótta sanda að norðanverðu. M. a. urðu þeir félagar að krækja fyrir eystri (?) enda gjáarinnar mtfclu, er Sendiherra Dana »fann« í sumar. Var hún þar þá á sama stað. Ég tel óefað, að Hermann Stoll hafi skrifað um þessa för sína eins og hinar fyrri (»Quer durch Island» í Jahrbuck des Schweizer Alpenklubs. — Berlin 1911). Tel ég því næsta ólíklegt að hann finnist hvergi í bófcuni. En eigi er mér kunnugt, hvort hann að þessu sinni hefir ritað í tímarit Landfræðifélagsins franska eða annarstaðar. Á ferð þessari tók Stoll marg- ar myndir, en að líkindum hefir eitthvað af þeim skemst eða eyðilagst, er þeir félagar um kvöldið sundhleyptu í Köldu- kvisl norður undir Vonarskarði. Til fróðleiks skal ég geta þess að lokum, að Guðm. Bárðarson fór austur að Vatnajökli í fyrra- sumar, þótt norðar væri. Komu þeir félagar að Gæsavötnum norðan við Vonarskarð og héldu þaðan suður úr skarðinu, eða syðst í það, og höfðu þaðan á- gætt skygni suður með allri jök- ulbrúninni, suður fyrir Tungn- árbotna. Gengu félagar'Guðm. á jökulinn og hafa þeir óefað fundið ýmislegt á leið sinni, — en þeim hefir, — eins og Her- mann Stoll, — láðst að síma um það. Helgi Valtýsson. IÐagBlaé. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjaríorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 4,13 í dag. Árdegisháflæður kl. 4,30 í nótt. Næturlækair Konráð R. Konráðs- son, Pingholtsstræti 21, sími 575. Nætnrvörðnr i Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Suðvestl. átt var alstað- ar í morgun og talsverð úrkoma sunnan lands. Heitastvar á Seyðis- firði 13 stig, á Raufarliöfn 9. Akur- eyri 8, Ísaíirði, Hornafirði og Grinda- vík 7, Vestmannaeyjum 6, Reykja- vík, Stykkishólmi og Hólsfjöllum 5 st. — í Kaupmannahöfn var 12 st. h'iti. í Færeyjum 10, Jan Mayen 3 og Angmagsalik 1 st. í gær. Búist er hvassri suðvestlægri átt og síðan vestlægri með hryðjum á Suðurlandi. Goðafoss kom hingað í morgun vestan og noröan um land með á priðja hundrað farpega. Gnllfoss er væntanlegur hiugað um kl. 10 í kvöld, frá Vesturlandi. Frú Annie oí Jóu Leif s fara suö \ ur að Vífilsstöðum i dag og .-.pila par fyrir sjúklinga. Er pessi hug- ulsemi peirra bæði pakkar og virð- ingarverð. Botuvörpnngnrnir. í gærmorgun komu af veiðum Ari með 65 tn , Otur með 86 tn. og Hilmir með 49 tn. Bnriinhljúnileikft halda frú Annie og Jón Leifs í Nýja Bíó á morgun kl. 2. Aðgangur er_Akeypis og er ætlast til að ekki komi þar aðrir en l)örn á aldrinum 6—14 ára. Lögin sem pau hjón leika eru valin við barna- hæfi, mörg islcnzk pjóðlög og smá- lög eftir Chopin. Krossgátnn, sem er í blaöinu í dag er sú stærsta, sem Dagblaðiö hefir ennpá flutt. Verðlaun fyrir ráðn- ingu verða eins og áður 10 krónur eftir hlutkesti og auk pess fá allir sem senda rétta ráðningu blaðiö ókeypis til áramóta. Ráðningar séu komnar á afgr. blaðsins fyrir næsta mánudag. —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.