Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 01.10.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 1. október 1925. WaaSíað I. árgangur. 201. tölublað. SKÓLASETNING fer fram í dag í flestum Reykjavíkurskólun- um og víðar. Miklum um- bótum hafa mentamál vor tekið á síðustu árum og eru þau nú ¦ólík viðhorfs og fyrir mannsaldri síðan, eða svo. Mestan þátt í þeirri breytingu eiga auðvitað skólarnir, samfara breyttri lög- gjöf til betri og almennari al- Þýðubræðslu, þótt ekki sé hún ennþá orðin svo að fullnægjandi sé. — Skólunum hefir fjölgað ¦eftir kröfum samtímans og þeir hafa tekið þeim breytingum, sem óhjákvæmilegastar voru, svo þeir gætu að nokkru leyti fullnægt þeim kröfum, sem gerðar eru til slikra fræðslustofnana. Samt er það svo, að skólavist margra manna ber ekki þann árangur, sem vænst er eftir og nauðsyn- legur er. Auðvitað eiga skólarn- ir ekki aðalsök á því, þótt á- rangur námsins verði vonum minni, en seint munu þeir samt verða hreinþvegnir í almennings- álitinu af þeim mistökum, sem verða á viðunandi fræðslu nem- endanna. — I skólamálum vor- um er hagkvæmni námsins ekki gætt sem skyldi, eru við suma skóia kendar námsgreinar, sem li.til líkindi eru til að nemend- urnir geti haft nokkur veruleg Qot af, og þó einkum ef þeir fá ekki þá kenslu, sem fullnægj- andi getur talist. Svo er t. d. u'» tungumálakensluna við suma sérskólana. Menn læra hrafr í mörgum málum, en ekkert til nlýtar og svo verður árangur- ,Qö eftir því og svarar mjög illa W þeirrar tímaeyðslu, sem fer til þessa málahrafls. Umfram alt þarf kenslan að verða sem hagkvæmust svo nem- eQdurnir hafi hennar sem bezt not og hún fullnægi þeim kröf- Ut*i» sem gera verður til sérnáms- ins. _ Skólarnir mega ekki að- eins vera þurrar og einhæfar r*°slustofnanir þar sem árang- Ur námsins er að öllu kominn undir eðliskostum nemandans, þeir þurfa einnig að vera eins- konar uppeldisstöðvar þar sem beztu eiginleikarnir eru glæddir en aðrir þjálfaðir svo, að þeir breytist til batnaðar. Skólanámið er sá grundvöll- ur, sem framtíð æskulýðsins byggist á, að miklu leyti, og er því mikils um vert, að það sé á þann veg, að það geti komið að sem beztum og varanlegustum notum. Og að því marki verður að stefna í fræðslumálum vor- um framvegis. — Hljómleikarnir í Nýja Bió á morgun. Margir munu hlakka til hljóm- leika þeirra Annie og Jóns Leifs. — Þetta mun verða aJveg sér- stæð skemtun, prýðileg list, ein- stök í sinni röð, menningarvísir, sem margir vænta góös af. Jón Leifs leikur 25 íslenzk þjóðlög eftir sjálfan sig, auk annara eigin tónsmíða, svo sem: Forleik við tvísöngslagið »fsland farsælda frón« og »Rímnakviðu«. Á undan þessu verða leiknar átta prelúdíur o. fl. lög eftir Cho- pin, og einnig lög eftir tvo aðra útlenda höfunda. Htjómleikarnir hefjast kl. 71/* stundvíslega, og er enn bægt að tryggja sér aðgöngumiða. Hætt eru þó við að þeir þrjóti fyrir kvöldið. — Þeir sem unna Cho- pin og sannri íslenzkri list, láta ekki þetta einstaka tækifæri ónotað. — Jóii Þorsteinsson Ieikfimiskennari ætlar aö efna tíl 10 vikna nám- skeiðs í Möllers-leikfimi, ef næg þátttaka verður. Kenslan á að fara fram kl. 8—9 árdegis, svo þar er ágætt tækifæri fyrir þá, sem stunda tímabundna vinnu, skrifstofumenn o. fl., að fá sér hollar og styrkjandi morgunæfingarj og má telja vist, að menn færi sér pær vel í nyt. Næsta pölferö Amundsens. Nú er nokkurnvegin afráðið, hvernig næstu pólferð Roalds Amundsens verði hagað. Fer hann för þessa að sumri, og er undirbúningur hennar langt kominn. Amundsen hefir fest kaup á loftskipi í ítaliu. Er það eign stjórnarinnar og er merkt N. I. Þrjár hreyfivélar eru í skipinu, og getur það farið alt að 115 km. á klst. Skipshöfnin veröur. 16 manns. Auk Amundsens, sem er fararstjórinn, verður skips- smiðurinn oberstlautinant Nobile með í förinni, og verða þeir Riiser-Larsen og Nobile skip- stjórar. Ellswort verður einnig með á ný, og útvegar hann helming fjár þess, sem nauðsyn- legt er til fararinnar. Af Norð- mönnum verða ennfremur með þeir Dietrichson, Omdalil, Horgen og Q. Amundsen herforingjar, auk nokkura fleiri, sem eigi er ákveðið um enn. Loftskeytamað- ur verður með í förinni, blaða- maður og 2—3 ítalskir vélfræð- ingar. ' Loftskip þetta ber 9400 kg„ og af þeim þunga verður 6100 kg. bensín til ferðarinnar yfir heimskautið og þaðan til Nome i Alaska. Það er búist við, að skipið verði fullbúið um jólaleyti, og verður þá farið að reyna það þar syðra upp úr áramótunum. Reynist alt í lagi, fara norsku félagarnir þangað suður til æf-. inga. Verða siðan send möstur til að leggja skipunum við, ann- að til Þrændalaga í Noregi og hitt til Kongsfjarðar (Kings Ray) á Svalbarða. Seinast í marz verður svo haldið frá Róm til Pulham á Englandi, og þaðan til Kongsfjarðar. Þurfi að »biða byrjar« eða komi tafir fyrir, verður skipinu lagt við »mastr- ið« hjá Niðarósi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.