Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 01.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Bezta mjólkin er SUCCES BRAND Reynið liana! SÝNING Guðmundar Einarssonar í Templaraliúsinu (uppi) Opin daglega frá kl. 10 árd. til 6 síðdegis, sýnd eru mál- verk, teikningar, »Raderingar« og nokkrar leirmyndir. lnngangur kostar 1 kr, í Kongsfirði verður alt búið til Pólfararinnar, og svo verður lagt á stað sömu leið sem í sumar. Frá heimsskautinu verð- ur haldið áfram til Point Barrow , Alaska og þaðan til Nome eða annara mannabygða. Eitt af aðalhlutverkum fararinnar er níl. að kanna svæðið á milli heimsskautsins og Alaska. Hefir Amundsen ætlað sér það 1 mörg ár, og fer nú að líða að því, er vér vonum, að sé lokaþrautin. Eorgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 4,48 í dag. Árdegfsháflæður kl. 5,5 í nótt. 24. vika snmars hefst í dag. Nætnrlæknir Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætiirvorður í Laugavegs Apótekí, Tíðarfar. Suðvestanáttogskúraveð- ur sumstaðar á Suður og Vestur- landi. Á Akureyri og Seyðisflrði 8st. hiti, i Reykjavík, Stykkishólmi, Vest- mannaeyjum og Hornafirði 6 st., Raufarhöfn 4, ísafirði 3 og Hóls- fjöllum 2. — í Kaupmannahöfn 11 st., Færeyjum 9, Jan Mayen 2 og Angmagsalik 2 st. frost í gær. — Loftvægislægð austan við Jan Mayen. Búist er við allhvassrí suðvestlægri og síðan suðlægri átt á Suöur- og Vesturiandi með skúrum á Suðurl. Bæjarstjórnarfnndnr er í kvöld. M. a. verður þar rætt um nýtt frum- varp að| húsnæðisreglugerð fyrir bæinn. Er það samið af St. Jóh. Stefánssyni, og er hann einnig flutn- ingsmaður þess innan bæjarstjórnar. Gnllfoss kom ekki fyr en i morg- un. Margt farþega kom frá Vestur- landinu. Island fer annað kvöld kl. 6 vest- ur og norður um land til útlanda. Fólkinn fjöigar nú daglega í bæn- um. Kemur hvert skipið eftir ann- að hlaðið fólki. Verður ekki séð hvar sá fjöldi geti allur fengið inni, enda munu dæmi til, að menn hafi orðið að hafast við á götunum undanfarnar nætur, því hvergi var aflögu rúm að fá. Sýning Guðmundar Einarssonar i Temptarahúsinu hefir verið vel sótt, enda er þar margt að sjá, því hún er óvenjulega fjölbreytt ekki stærri en hún er. — Hringurinn heidur hlutaveltu á sunnudaginn. Hafa hlutaveltur Hringsins verið einna vinsælastar af þeim hlutaveitum, sem hér eru venjulega haldnar, enda á Hring- urinn mikil itök í bæjarbúum. Hjalti Björnsson & Co. hafa flutt skrifstofur sínar í Vonarstræti 4. í Krossgátnnni í gær var meinleg villa í upphafi iykilsins. Par stóð: »2. Sléttur. 3. Óþrifnaður í hernaði«, en átti aðeins að vera 3. sléllur. (2 þvert ekki til og óþrifn. i hernaöi falli burt). Hafnarskrifstofan er nú flutt úr Hafnarstræti 15 í Edinborg. HDagBlað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Bláskógar kvæðabók eftir’ Jón Magnússon er nýkominn út. Höf- undurinn er orðinn þektur fyrir skáldskap sinn og eru mörg kvæði hans ágæt. Bókarinnar verður getiö nánar síðar. Bústaðaskifti eru kaupendur Dag- blaðsins beðnir um að tilkynna af- greiðslunni tafarlaust. Hitsjá. Timarit Pjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. VI. ár. — 1924. Tímarit þetta er ekki fyrir allöngu komið hingað þótt þaö hafi komið út á fyrra ári. Er þetta eitt dæmi þess hversu sam- bandinu milli þjóðarhlutanna er ábótavant. — Tímarit Pjóðræknisfélagsins er einna myndarlegasta tímaritið sem nú kemur út á íslenzku og hefir svo jafnan verið frá því það hóf göngu sína. Er það sér- staklega frágangur þess, sem er að öllu hinn prýðilegasti og mun betri en við eigum hér að venjast. Efni þess er fjölbreytt eins og 'venjulega og til þess vandað. Byrjar það á snjöllu kvæði um André Courmont eftir Stephan Gí Stephansson. Lítil ellimörk er enn að sjá á ljóðagerð skáld- jöfurs þeirra Vestmanna, þótt hann hafi nærri 72 ár að baki sér. Einnig eru þarna kvæði eftir Þorst. í*. Þorsteinsson, séra Jón- as A. Sigurðsson, Guttorm J. Guttormsson, frú Jakobínu John- son o. fl. — Páll Bjarnason skrifar .um gömul rúnaljóð og rúnaþulur og aðra ritgerð um ný-yrðing. Um þjóðernissamtök íslendinga í Vesturheimi skrifar séra Rögnvaldur Pétursson mjög fróðlega ritgerð, hefir hún kom- ið í öllum heftum tímaritsins

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.