Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 02.10.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 02.10.1925, Qupperneq 1
Föstudag J JÍ£ /. árgant ■■ oktdber 7/ J /9 A& « //í/fl 20á' 1925. n/«f I# V V»fV tölubla HVAÐANÆFA streymir nú fólkið hingað til borgarinn- ar hópum saman, eins og venjulega þegar haustar að. Samt mun nú aðstreymið til bæjarins vera með mesta móti og vakn- ar þá sú spurning hjá mörgum hvaðan allur þessi mannfjöldi sé, og hvort hann eigi hér heima, eða annarstaðar í kauptúnum eða sveitum landsins. Því mun fljótast svarað þann- ig, að margir, einkum hinna yngri, hafa svo sem venja er til, brugðið sér burt um aðal anna- tímann, en leita nú aftur heim til átthaganna með haustinu. Aðrir ætla sér að stunda hér nám í ^vetur, eins og gerist og gengur. Svo munu þeir ekki svo fáir, sem leggja hingað leið sína í atvinnuleit. — Loks eru nokkr- ir sem flytja hingað búferlum. Pá vaknar önnur spurning. Hvar ætlar fólk þetta að koma sér fyrir. — Sumt fer í vistir, sumt heim til sinna. Það fólk, sem sækir skólana, á sér einnig flest vísan verustað. Peir, sem vistferlum flytja hljóta að eiga sér eitthvað athvarf víst fyrst um sinn. — En svo eru marg- ir sem enga vist eiga vísa, né völ á dvalarstað. Þeir koma hingað óráðnir og atvinnulausir og eiga ekkert víst um húsnæði. Hvað á að gera við þetta fólk? Borgin stækkar, íbúarnir marg- faldast og stofna ný heimili. Petta er eðlileg framþróun hér sem annarstaðar. En eitt er nauð- synlegt í sambandi við sívax- andi íbúatölu. Það er fjölgun ibúða — fleiri hús. Að þessari bráðanauðsyn heflr margoft verið vikið hér í blað- inu, og mun Dagblaðið ekki láta undan síga í þessu, fyr en á því hefir verið ráðin einhver bót. — Skal nú fyrst athugað hvað því veldur, að svo lítið er bygt hér í samanburði við aðra bæi, sem eru í uppgangi. 1 Vestmannaeyjum og í Hafn- aríirði munu nú smíðuð í sum- ar og vera í smíðum um 40 ibúðarhús á hvorum stað. Ef gert er ráð fyrir sömu fólksfjölg- un í Reykjavík og á þessum stöðum, ætti nú með haustinu að vera fullsmíðuð nær 300 ibúðarhús, eða sennilega þrefalt fleiri en bygð hafa verið, og er þá ekki að furða, þótt að steðji nú vandræði vegna húsnæðis- eklunnar. Þetta var löngu fyrir- irsjáanlegt, og áttu því forráða- menn bæjarins að taka ráð sín saman í tíma til skjótra og hyggilegra framkvæmda. Þeim var það vitanlegt, að peningastofnanirnar voru sama sem lokaðar þeim, sem vildu byggja, og þótt einhver smuga væri þar fyrir einstaka mann, var það með þeim okurvöxtum, að slíks munu fá dæmi. Einnig mátti það vera vitan- legt, að húsaleigulögin gerðu sitt til að aftra einstaka efnamanni frá að byggja, sem annars mundi hafa ráðist í slíkar framkvæmd- ir í stórum stíl, og er auðvelt að nefna dæmi þess, ef á þarf að halda. Hver eru þá helztu hjálpar- ráðin út úr öngþveitinu? Það fyrst, að hafíst verði handa nú þegar og útveguð lán með viðunandi kjörum til húsa- byggingar hér, annaðhvort er- lendis eða innanlands, og ætti bæjarstjórn að hafa þar frum- kvæði, og jafnframt sjá svo um, að lánþegar eigi greiðan aðgang að ódýrum lóðum. í öðru lagi verður bæjar- stjórnin að koma í veg fyrir það með skynsamlegum ráð- stöfunum, að fólk þyrpist hing- að til bæjarins fyrirhyggjufaust og auki þannig á þau vandræði, sem fyrir eru. Þetta er óhjá- kvæmilegt úrræði, eins og nú standa sakir, enda hafa sumir hæ- ir erlendis orðið að grípa til þess. Loks þarf að byrja að létta af því oki, sem hvilt hefir á húseigendum undanfarin 8 ár, sem sé húsaleigulögunum. Auðvitað er ekki hyggilegt að afnema þau alveg og fyrirvara- laust. -r- Ráðlegast er að losað verði verði fyrst um stórar og dýrar íbúðir, því þess má vænta að þeir sem í þeim búa, hafi öðrum fremur ráð á að byggja yfir höfnð sér, og mætti hafa langan uppsagnarfrest, t. d. 6 mánuði. Þannig mætti halda á- fram niður á við uns húsaleigu- Iögin yrðu afnumin með öllu. Frá bæjarstjórnaríundi. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn í gærkvöld og voru 9 mál á dagskrá. — Aðalumræðurnar spunnust út af fundargerðum hafnarnefndar og og skólanefnd- ar, en um aðra liði dagskrár- innar urðu litlar umræður. Ekki vanst samt tími til að ljúka við dagskrána og var tveimur síð- ustu liðunum frestað til næsta fundar, fundargerð húsnæðis- nefndar og frumvarpi til reglu- gerðar um húsnæði í bænum. * Brnnahótavirðiugar nokkrar voru samþyktar umræðulaust eins og venjulega. Byggingarleyfl. Eftir litlar umræður var fundargerð bygg- ingarnefndar samþykt. Út af bókun fundargerða bygg- ingarnefndar gat Ól. Fr. þess að æskilegt væri að það sæist í fundargerðinni af hvaða ástæð- um mönnum væri synjað um byggingarleyfii, en m. a. hefði Inga Halldórssyni bakara verið synjað um að byggja þrílyft ibúðarhús við Vesturgötu nr. 14, en á fundargerðinni væri ekki hægt að sjá á hverju synjunin væri bygð. Borgarstjóri gat þess að önn- ur hús væru því til fyrirstöðu, að þetta hús væri hægt að byggja,

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.