Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.10.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 3. október 1925. IÞagðfað I. árgangur. 203. tölublað. OKUHRAÐI bifreiðanna hefir áður verið gerður að um- talsefni hér í blaðinu, en -ekki virðist ástæðulaust þótt oft- ar sé á það minst. í reglugerð um notkun bifreiða og ökuhraða innanbæjar, er það ákveðið að ekki megi aka þeim með meiri hraða en sem svarar 12 km. á klukkustund. — Eins og öllum <er kunnugt eru þessi ákvæði brotin og þverbrotin og er al- gengt að þær fari með þeim hraða margföldum eftir aðalgöt- um bæjarins. Þetta framferði er að öllu leyti ófært og ólíðandi og verður að setja því þær skorð- ur, sem komi í veg fyrir að þannig verði áfram. Gegnir furðu að ekki hljótast oftar slys af óvarfærni bifreiðastjóranna en raun er á, og oft er þar mjótt á munum. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann, og eins er ofseint að skerpa eftirlitið um ökuhraðann þegar veruleg slys hafa orðið vegna þess, að ákvæð- um þar um, hefir ekki verið hlýtt. Lögreglan mun eiga að sjá um að farið sé eftir gildandi á- kvæðum um bifreiðaakstur inn- an bæjar, en reynslan hefir sýnt, að hún er ekki þess megnug og er lögregluþjónunum sjálfum ekki sagt þetta til lasts, því þeir munu venjulega gera eins og fyrir þá er lagt. En virðast mætti að meiri röggsemi mætti sýna um ýmsa stjórnsemi, sem lög- reglan á að annasl, og er ekki vanþörf á að eftirlit hennar um ýmislegt framferði manna væri skerpt að mun. Á siðasta bæjarstjórnarfundi var sagt frá því, sem dæmi þess hve umferðarreglur bifreiðanna vöru brotnar, að maður, sem staðið hafi nokkrar mínútur á einu götuhorni í bænum hefði talið 20 bila fara fram hjá sér og hefðu aðeins tveir þeirra far- ið réttu megin á götunni. Hvort hér er rétt með farið skal ekki ábyrgst því yfirleitt er er annað framferði bifreiðastjór- anna vitaverðara, en að þeir haldi sig ekki rétta megin, þótt því sé sízt að neita, að þeir virð- ast oft litið láta sig skifta hvoru megin þeir aka, einkum þegar þeir fara eftir beinum götum. Einnig var þess getið, að borg- arstjóri hafi eitt sinn tekið sig til og aðgætt bifreiðaaksturinn og hafi hann þá stöðvað 7 bila á 10 mínútum, sem allir óku langt yfir hámarkshraða. Sá, sem þetta ritar var sjón- arvottur þess í sumar, seint um kvöld, að bifreið kom með full- um hraða upp Bankastræti og beygði upp Skólavörðustíg, án þess að gefa hljóðmerki og var rétt komin á lögregluþjón, sem var þar á gatnamótunum og mátti engu muna, að bifreiðin færi ekki á hann. Þetta framferði bifreiðastjór- anna, sem hér hefir veriö lýst er algjörlega ólíðandi og má ekki lengur viðgangast. Þótt hér sé talað um bifreiða- stjóra alment, eru auðvitað mög margar heiðarlegar undantekn- ingar og þurfa þeir auðvitað ekki, að taka þetta tii sin. Það eru margir alþektir gætnismenn meðal bifreiðastjóranna, sem þetta nær ekki til, og munu það einkum vera þeir, sem stystan ökutima hafa, sem óvarlegast fara. Það þarf ekki nema einn gikk í hverri veiðistöð og það er öll- um vitanlegt, að það ber miklu meira á framferði nokkurra ang- urgapa, heldur en heilum hóp manna, sem hagar sér eins og vera ber. Þannig er það meðal bifreiðastjóranna og ættu þeir Kjálíh', sem ant er um álit og heiður stéttarinnar, að hlutast til um, og jafnvel eiga frum- kvæði um, að framferði þeirra, sem óvarlegast fara, verði betra hér eftir en hingað til. Frá kjarsfjórnartaidL Niðurl. Forin við höfnina. Mestar umræður urðu um óhrifnaðinn við höfnina, og urðu þær all- heitar á köflum. Þótti mörgum bæjarfulltrúunum Hafnarnefnd ganga illa fram í þvi að sjá um að hafnarsvæðið væri svo, að teljast mætti fært yfirferðar. Jónatan Þorst. taldi vestri hafn- arbakkanu einhvern versta smán- arblett bæjarins vegna óþrifn- aðarins, sem þar er altat. Einn- ig væri austurbakkinn ekki betri en svo, að vegurinn austur í sveitir væri bvergi nærri jafn slæmur og anslurbakkinn yfir- ferðar. Hér væri ódýr gatnagerð nægileg að minsta kosti til að bæta úr mestu bleytunni og gera þar fært yiir gangandi fólki. Einnig þyrfti að hækka app reitina fram undan vöru- geymsluhúsunum, svo vatn safn- aðist ekki þar fyrir sem vör- urnar eru geymdar. Jón Ólafsson og borgarstjóri vðrðu gerðir Hafnarnefndar og þótti borgarstjöra vera gert of mikið veður út af þessari hafn- arfor, því þar væru komnar nægilegar götur, svo fólk gæti komist ferða sinna vandræða- laust, ef það færi aðeins rétta leið. En aðrir töldu að sú leið mundi vandfundin. Jón Ólafs- son kvað bæinn byggjast fyrst og fremst á fiskiveiðunum, og því þyrfti að láta þær fram- kvæmdir ganga á undan, sem nauðsynlegastar væri hans vegna. En svo mundi annað koma á eftir. Því væri sizt að neita, að hafnarsvæðið væri mjög slæmt yfirferðar og þyrfti gagngerðra umbóta, en Róm hefði ekki ver- ið bygð á einum degi, og það mætti heldur ekki buast við að allar framkvæmdir viðvikjandi hafnarsvæðinu kæmu í einu.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.