Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 03.10.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Skátamótlð sem fórst fyrir vegna veðurs siðastl. sunnndag, verður væntanlega haldið á morgun, og hefst á Landakotstúni kl. 10 stund- víslega. Peningnr: Sterl. pd............... 22,60 Danskar kr............. 113,00 Norskar kr.............. 94,13 Sænskar kr............. 125,54 Dollar kr............... 4,68'/j Gullmörk............... 111,08 Skrif stofa vor er flutt á Nýlendug1. 10. SnjöilítsigeiðiD ÁSG&RÐUR. Sími 528. SVNING Guðmundar Eiuarssonar í Templaraliúsinu (uppi) Opin daglega frá kl. 16 árd. til 6 síðdegis, sýnd eru mál- verk, teikningar, »Raderingar« og nokkrar leirmyndir. Inngangur Kostar 1 kr. Sonnr járnbrnntnkónggins. i hægðum sínum og nam sem allra suöggvast staðar til þess að sjá heimkynni hennar enn einu sinni, á^ur en hann færi. Er hann snéri sér aftur við, varð hann var við einhvern, sem smaug út í skuggana í hliðargötunni. Kirk brosti góðlátlega. Auðvitað hafði Allan ekki staðist freistinguna til að elta hann í þeirri von að verða heyrnarvottur að bónorði húsbónda sins. En er hann kom heim, sá hann sér til mikillar undrunar, að strákurinn var kominn heim á undan sér. — Hvernig fórstu að því að komast heim á undan mér? spurði hann. — Ég hefi beðið með óþolinmæði síðan þér fóruð. Satt að segja hefir mig dreymt dálitið — — Eltirðu mig þá ekki til Garavels? — Ó, herral Það hefði ég þó aldrei getað gert. Kirk varð sannfærður um, að strákurinn sagði satt, og skildi nú, að einhver hafði veitt sér eftirför og verið á njósnum, en honum fanst Það svo smávægilegt, að hann var þegar búinn að gleyma því. ~~ Og hvað sagði nú daman yðar við bón- orðinu? spurði Allan. Það veit Guð, að ég er alveg að sálast af forvitni, svo þér verðið að segja mér allan sannleikann. — Ö, það var heill hópur af ættingjum henn- ar samankominn þarna. Þeir sátu alveg ofan á mér ailan timann. — Ef til vill hefir það verið heppilegt fyrir yður samt sem áður. Ungfrúin er flugrík drós, og hún hefði eflaust orðið okkur skrambi dýr. Pegar Kirk loksins gat losnað við Allan eftir allmikla fyrirhöfn, fór hann þegar að hátta. Og alla nóttina var hann að dreyma um feimnar spænskar meyjar, sem gægðust til hans fram á bak við gamlar konur, um stór tígrisdýr úr postulíni, sem hlóu að fyndni hans og um ná- unga frá Guatemala, er glápti á hann með af- ar stórum gler-augum. XXII. Áskorun og játning. Þótt Runnels hefði talað allborginmannlega um hina væntanlegu byltingu í járnbrautar- stjórninni, var hann samt sem áður talsvert hissa, er hann vaknaði einn morgun og varð þess var, að hann var orðinn aðal-framkvæmd- arstjóri allra járnbrautanna. Hann sendi þegar eftir Kirk, sem tók fréttunum um þessa sam- eiginlegu hækkun þeirra í stöðunni með venju- legri rósemi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.