Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 05.10.1925, Blaðsíða 1
Mánudag é$Tf\ JÍ* I. árgangur. 5. úktóber T/J fo Krtft 20i' 1925. Mr *f«f 4/f'vfV' tölublað. AUKNINGsjávarútvegsinshefir verið allstórstig núna á sið- ustu árum, eins og öllum er kunnugt og raun ber vitni um. Fyrir 20 árum síðan var botnvörpungaútgerð vor aðeins í byrjun, og reynsla fyrstu til- raunanna gaf engar vonir um glæsilegan árangur. Hin stór- felda aukning fiskiílotans ber gleðilegan vott um framtak ein- staklingsins og athafnadugnað vorn, og hefir orðið til að auka mjög trúna á eigin manngildi. Mörgum er samt áhyggjuefni að þessi mikla aukning fiski- flotans hafi verið of hraðfara, og kvíða því að það kunni að hafa þær afleiðingar, sem erfitt verður að ráða fram úr, ef illa fer. — Eru það einkum gætnari mennirnir, sem vilja hafa traust- an grundvöll undir framtiðar- byggingunum, sem telja að nokk- ur einkenni ofvaxtar séu í hinni síauknu botnvörpuskipaútgerð, og að nauðsynlegrar forsjálni sé þar síður gætt en skyldi. Það er óneitanlega hættuleg braut að leggja allan ágóða hagn- aðaráranna í aukna útgerð í stað þess að tryggja sig betur gegn ófyrirsjáanlegum áföllum, sem altaf geta skollið á fyrir- varalaust og þegar verst gegnir. Hér er hætt á tæpasta vaðið og má búast við að mörgum veitist erfitt að standast afturkastið ef veiði skyldi bregðast, markaðsverð lækka að mun, eða aðrir ófyrirsjá- anlegir erfiðleikar bera að dyrum. Að öllu leyti hefði verið æski- legri að aukning botnvörpunga- útvegsins hefði veriö meira í hóf stilt og meira gætt þess, að gera þennan annan aðalatvinnu- veg landsmanna sem tryggast- rn og öruggastan móti þeim erf- iðleikuin, sem altaf geta komið. Vegna hinnar sívaxandi aukn- ingar fiskiflotans hefir ofvöxtur komið í aðal útgerðastöðvarnar, sem eru Reykjavík og Hafnar- fjörður og er ekki enn séð fyrir endann á aflfciðingum þess. Allir flykkjast þangað, sem arösvonin er mest og þótt marg- ir hafi sótt hingað »gull og gæfu«, þá hefir þd- hlulskifti manna verið ærið misjafnt og jafnvel hjá sömum ver af stað farið en heima setið. — Ofvöxtur bæjanna hefir einn- ig fleiri hliðar, er að þeim snúa. Fólkstæming sveitanna fylgir þar vanalega eftir og eins og nú standa sakir er fólksfæðin einna verst þeirrá efiðleika, sem land- bændurnir eiga við að búa. Hnignun landbúnaðarins hefir einnig áhrif á afkomu bæjanna, sem e. t. v.,'reynist erfitt að ráða fram úr, svo allir megi vel við una. — í raun og veru er sízt ástæða til að amast við fram- taki einstaklingsins og stórtæk- um framförum, því það eru ein- mitt þær, sem bera uppi þjóð- félagið. En samt verður því að vera í hóf stilt, svo ekki sé reist- ur sá hurðarás um öxl, sem of- raun reynist að rísa undir. I þessa átt virðist vera stefnt með aukningu fiskiflotans og verða allir að vona, að þar rætist betur úr en á horfist. — Um Yesturheimsferð sína flutti Einar H. Kvaran fróð- legt erindi i fyrrakvöld. Sagðist honum vel að vanda, og var þar margan fróðleik að fá um landa vora vestanhafs, sem okk- ur h’efir verið áður að mestu ókunnugt um. Mikinn velvildarhug bera flest- ir Vestur-íslendingar til ættlands síns, og miklu kunnugri eru þeir öllum málum vorum hér heima, en við þeirra. Láta þeir sig jafnan miklu skifta öll mál, sem okkur varðar, og eru ótrauðir útverðir íslenzkrar menningar og réttdæmis annara um álit á landi og þjóð. Ræðumaður sagði frá einstökum dæmum, sem á- réttuðu það, sem Dagbl. hefir áður haldið fram um samband- ið milli Austur- og Vestur-ís- lendinga, og taldi hann afskifta- leysi okkar um viðhald sam- bandsins milli þjóðarhlutanna mjög vítavert. Áleit hann að við gætum þar mikið að gert, og öll nauðsyn á, að þar væri betur að verið hér eftir en hing- að til. Vestur-íslendingar væru mjög nákvæmir um hvers hug- ar þeir yrðu varir héðan að heiinan, og fyndistþeim að stund- um gæti jafnvel nokkurs mis- skilnings í þeirra garð, en ann- ars væri afskiftaleysið verst við- horfs. — Um viðhald islenzk- unnar i Vesturheimi taldi ræðu- maður miklu betri horfur, en hér væri alment álitið, og sagði glæsileg dæmi því til sönnunar. Almenna heimþrá bera Vestur- íslendingar í brjósti, og hafa þeir hug á að fjölmenna hingað 1930. Mætti þá jafnvel búast við þeim í þúsundutali, ef við greidd- um eitthvað götu þeirra. Ættum við að vera þar vel á verði, og væri ekki vansalaust, ef við lét- um okkar eftir liggja og gerðum ekki nokkuð til, að þeir kæmust hingað sem flestir og með hæg- ustu móti, og að þeim yrði dvöl- in hér sem ánægjulegust. Afkomu landa vorra sagði ræðumaður yfirleitt vera góða og lét mjög af þeim viðtökum, sem þau hjónin urðu hvarvetna fyrir þar vestra. Hjúskapnr. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband Jóhanna Eiriksdóttir og Jörgen Þórðarson kaupm., ungfrú Sólveig Daníels- dóttir og Jón B. Jónsson skrifari hjá bæjargjaldkera, ungfrú Guð- munda Stefánsdóttir og Valgarður Stefánsson bókari hjá Eimskipa- félaginu. í gær voru gefin saman í Wien ungfrú Kristjana Blöndahl (Magnúsdóttir framkvæmdarstj.) og Kjartan Ólafsson augnlæknir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.