Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 06.10.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 6. október 1925. V)acj8lað I. árgangur. 205. tölublað. JÁRNBRAUTARMÁLIÐ er eittstærsta þjóðmálið, semnú er á döfinni, en fremur hljótt hefir verið um það núna und- anfarið. Hefir svo jafnan verið frá því það komst fyrst til um- ræöu, að aðra stundina hefir það verið rætt og jafnvel rifíst um það af kappi, en hinn tím- ann ekki á það minst. Samt eru það margir, sem telja sjálfsagt að járnbraut verði lögð hér áð- ur en langt um Hður, það sé aðeins timaspursmál hvenær hún komi, en í mörg ár geti það "varla dregist hér eftir. Þegar talað er um að leggja Qér járnbraut, er altaf átt við Íárnbraut frá Reykjavík austur a Suðurlandsundirlendið og hef- ir marg oft verið athugað hvaða leið væri heppilegust og leiðirn- ar mældar aftur og aftur. Siðasta mælingin á væntan- legu járnbrautarstæði var gerð sumarið 1923 af Norðmanninum Sverre Múller og lagði hann ein- dregiö til, að járnbrautin yrði lögð skemstu leið austur yfir Hellis- heiði. Það væri styzta leiðin sem, hægt væri að fara og brautin bess vegna ódýrust. Flestir munu nú hallast að beirri skoðun, að sjálfsagt sé að fara þa leið þegar járnbraut verði gerð austur á Suðurlandsundir- lendið, en mikið álitamál er, hvort það sé í raun og veru bagkvæmasta leiðin. Hér er á fleira að líta en eingöngu styztu leið, og þá fyrst og fremst þaö, aÖ sem mest not geti orðiS að órautinni. Það er því mikilsvert fltriöi að brautin liggi sem mest um sveitir eða þar, sem góð skilyrði eru fyrir nýbyggingu svo flutningarnir geti orðið sem öiestir og hægast að koma þeim áleiðis. — Það er öllum vitan- legt að Hellisheiðin er mjög ó- Qeppiieg með tilliti til þessa, því á þeirri leið er flutningaþörfin satna og engin fyr en komið er aortnr yfir fjall. Alt öðru máli *ri að gegna ef farin væri svo nefnd »norðurleið«, sem eitt sinn var talin nærri sjálfsögð, en þá lægi brautin upp Mosfellsdal og hægustu leið austur í Þingvalla- sveit. Á þeirri leið er óslitið gras- lendi nærri alla vegalengdina og það einna mesta hér nærlendis. Gróðursælir og kjarnmiklir gras- flákar breiðast þar út til allra átta, óræktaðir og illa notaðir, og biða þess eins, að samgöngur batni og framtak athafnamannls- ins fái þar að njóla sin. Einnig er á það að lita að fólks- straumurinn til Þingvalla vex með ári hverju og mundi þó verða enn meiri ef hægara væri að komast þangað eftir hentug- leikum hvers eins. Járnbraut þangað austur, gæti þvi haft mjög miklar tekjur af fólksflutningum og eins og nú standa sakir er ekki hægt að búast við öðrum arðvænlegri flutningum. Yrði járnbrautin lögð syðri leiðina færi hún algjörlega á mis við þann tekjustofn, sem Þingvalla- ferðirnar geta verið, en arður af þeim flutningum mundi áreið- anlega vega mikið raóts við það, sem stofnkostnaður yrði dýrari ef norðurleiðin yrði valin. Nokkurt álitamál er það hvort enn er timabært að fá járnbraut lagða hér á landi, og hvort ekki væri heppilegra að endurbæta vegina svo að þeir yrðu færir bifreiðum bæði sumar og vetur. Til þess að járnbraut geti svarað kostnaði þurfa búskap- arhættirnir mjög að breytast og framleiðsla landafurða að marg- faldast við það, sem nú er. Erlendis eru bifreiðarnar orðn- ar skæðir keppinautar járnbraut- anna bæði um fólks- og vöru- flutninga og má jafnvel búast við, að þær nái yfirtökunum, eftir því sem þær eru endur- bættar • og þó einkum ef þær yrði að mun ódýrari í rekstri en þær eru nú. — Má einnig búast við, að það sama yrði bér uppi á teningnum, og eins og landshættir eru, virðast þær geta fullnægt flutningsþörf vorri fult eins vel og járnbrautir. Járnbrautargerð er svo mikið stórmál á okkar mælikvarða að það verður að athugast frá öll- um hliðum og er mikið í húli að í engu sé þar rasað fyrir ráð frain. — 'tn.-n. ^íOsjá. Að mjólka vel, Flestum er kunnugt, að það er. nauðsynlegt að mjólka kýrnar vel. Bæði befir sjálf kýrin gott af þvi, að júfrið sé alveg tæmt, og svo verður mjólkurbunan feilari og feitari, unz jufrið er alveg tómt. Á dönskum búnaðarskóla hefir nýlega verið birt skýrsla um þetta atriði. Mjólkurfitan reynd- ist á þessa leið, talið í pct.: I fyrstu bununni . . 3,90 % Eftir 1 liter .... 4,10 — . . 5,00 — 2 3 4 5 6 7 8 5,60 — 5,90 — 6,10 — 6,30 r- 7,05 — 8,50 — og í seinustu dropunum 9,70 — Það er því áriðandi að mjólka kýrnar vel og rækilega. Svo era log sem hafa tog. I»ýzkt smyglaraskip, »Nord Fries- land«, var tekið með Noregs- ströndum fyrir alllöngu. Er ný- lega fallinn dómur i því máli. Ákærði nr. 1, stýrimaður og sölustjóri Dúcker, var dæmdur til 120 daga fangelsisvistar og 2000 kr. sekt. Ákærði nr. 2, Becher, í 90 daga fangehi og 200 kr. sekt. Einnig var gert upptækt 30 þús. litrar, af brennivíni, er Dúpker átti, og 10 þús. lítrar, sem Becker var talinn eiga. En skipið var ekki gert upptækt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.