Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 08.10.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 8. október 1925. I. árgangur. 207. tölublað. agBlað RAFMAGNIÐ er eitt af þeim fáu þægindum, sem Reyk- víkingar hafa við að búa, en ekki er hægt að segja að það sé eigi fullu verði selt, enda ekki við öðru að búast. — Óneitanlega var mikill fengur að fá bæinn raflýstan og auk þess nokkurt afl til hitunar og suðu. Mörgum hefir fundist raf- magnið vera nokkuð dýrt selt, en miðað við annað eldsneyti má vel við það una. Miklu til- finnanlegri er dýrleikinn á öll- um rafmagnsáhöldum og þó sér- staklega á innlagningum eða heimtaugagjöldin. Um næstu mánaðarmót breyt- ist verðlag rafmagnsins til heima- notkunar, þannig að hemlagjald hækkar að nokkrum mun en rafmagn gegnum mæla lækkar lítið eitt fyrir hverja kilo- wattstund. þessi breyting verð- lagsins er gerð í þvi augnamiði, að notkun rafmagnsins verði fremur takmörkuð og að menn spari heldur orkuna þegar hún er seld fullu verði, en það hefir þótt við brenna hingað til að þeir, sem hefðu hemla til afnota væru mjög ósparir á orkueyðsl- una, því jafnmikið væri borg- að hvort sem hemilorkan væri mikið eða lítið notuð. Þessar ráðstafanir er fyrst og fremst gerðar til að reyna að draga úr rafmagnseyðslunni um þann tíma, sem það er mest notað, vegna þess að rafmagns- framleiðsla stöðvarinnar er svo þröngum takmörkum bundin. Það er eins með rafmagnsstöð- ina og vatnsveituna og fleiri »stórvirki«, sem bærinn hefir ráðist í, að ekki er tekið nægi- legt tillit til vaxandi notkunar þegar fyrstu framkvæmdir eru gerðar. — Strax eflir að raf- magnsstöðin tók til starfa, kom í ljós, að hún mundi vera of lítil og ekki geta fullnægt raf- magnsþörf bæjarins. Síðan hefir stöðin verið stækkuð og ýmsar umbætur gerðar til að auka framleiðsluna, en altaf vill bera að sama brunni, að raforkan sé of litil svo hægt sé að fullnægja öllum notendum og verður því að reyna ag draga úr notkun- inni á einhvern hátt. Nú er fyrirsjáanlegt, að Elliða- árstöðin getur ekki fullnægt bæn- um framvegis, nema með mikl- um umbótum og vafasamt hvort þær mundu duga til þess nema allra næstu árin. Hefir þvl ver- ið ráðgert að stækka og dýpka EUiðavatnt með öflugri fyrir- hleðslu svo það flæddi yfir engj- arnar alt árið. Það mundi að vísu koma að gagni i bili, en áður en langt um liði yrði ekki heldur það fullnægjandi. Varanleg úrlausn þessa máls verður því ekki fengin með stækkun eða endurbótum á Ell- iðaárstöðinni. Virkjun nógu afl- mikils fallvatns er það eina, sem dugar, og kemur þá fyrst til á- lita virkjun Sogsfossanna. Áður en Elliðaárstöðin var bygð, var mikið talað um virkjun þeirra, til afnota fyrir Reykjavik, en horfið var frá því ráði, og munu fjárhagsástæður hafa valdið þar mestu um. Það má telja illa farið, að Elliðaárnar voru vald- ar til virkjunar, í stað þess, að nota Sogsfossana strax, því þá hefði engin vandræði hlotist af aflleysinu. — Rað mun vera á- lit rafmagnsstjóra, að áður en langt um líður verði að taka Sogsfossana til virkjunar fyrir bæinn, en álítur hins vegar að EUiðaárstöðin eigi ekki að verða lögð niður, heldur starfrækt og notuð sem einskonar »vara- skeyfa« ef eitthvað skyldi bera út af — Er því mikið álitamál hvort hyggilegt sé að verja miklu fé til umbóta Elliðaársstöðinni fram yfir það sem orðið, er í stað þess að fara strax að hyggja að nauðsynlegum undirbúningi viðvíkjandi virkjun Sogsfoss- anna. — Utan úr heimi. Khöfn. FB., 7. okt. ’25. Skipstapi. Simað er frá Helsingfors að 1 tundurspillir hafi sokkið í of- viðri í Botneska flóanum og 52 menn farist. Khöfn, FB„ 8. okt. ’25. Hjúkrunarlið til Marokko. Símað er frá London, að verkamannaflokkurinn þar ætli að biðja spönsku og frönsku sendiherrana sem þar eru, að sjá um, að leyft verði að senda lækna og hjúkrunarlið til RiíT- vigvallanna i Marokko. Herstjórnin i Marokko hefir bannað Rauða krossinum að veita innfæddum, særðum mönnum hjálp. Uppreist i Grikklandi. Símað er frá Aþenuborg, að reynt hafi verið að koma af stað nýrri byltingu. Stjórnin kom í veg fyrir að það tækist, á sfðasta augnabliki. Landið er lýst í umsátursástandi. Moisul-deilan. Mosul er landkriki nefndur, sem liggur norður af Bagdad. Samkvæmt Lausanne-samningn- um átti að telja héraðið með lýðveldinu Irak, en það riki liggur að mestu þar sem áður lá Mesópótamía hin forna. Fengu Englendingar yfirráð yfir land- inu meðan þar kæmist á sæmi- legt stjórnarfyrirkomulag. Tyrkfum var illa við ráðstaf- anir Englendinga og þjóðbanda- lagsins, en þeir voru þjakaðir af ófriði og erjurn og gátu ekk- ert aðhafst. Þó mun þeim hafa fallið verst, er Mosul-héraðið var tekið frá þeim og talið til Irak, þvi í því héraði eru miklar

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.