Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 08.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ steinolfulindir. Á þjóðbanda- lagsfundinum í Geneve gerðu þeir og kröfu til landa í Mosul, en Englendingar vildu ekki láta. Hafa fulltrúar Tyrkja sagt, að að þeir vilji ekki hlýta úrskurði alþjóðadómstólsins í Haag um Mosulmálin. Útlit er ófriðvænlegt þarna austurfrá, er Tyrkir fara með ofbeldi á hendur íbúa í Mosul, sem eigi eru af tyrknesku bergi brotnir nema að litlu leyti, en stjórnin í Irak hefir skorað á Englendinga að setja herlið við landamærin, því viðbúið sé að Tyrkir ráðist inn í landið. Englendingar bafa farið þess á leit við þjóðbandalagið, að það sendi fulltrúa svo fljótt sem unt er til Mosul, svo þeir geti gengið úr skugga um, hvor réttara hafi fyrir sér, þeir eða Tyrkir, um ákærur fyrir ofbeldi og samningsrof, sem báðir máls- aðilar ausa hvor yfir annan. Tyrkir láta ófriðvænlega. Peir hafa kallað saman her sinn og haft viðbúnað til að loka Dar- denella-sundinu. Englendingar munu eins og fyrri daginn sitja við sinn keip og neyta réttar síns í lengstu lög, og er þá stríð skollið á fyr en varir. Mjög myndi stríð milli Tyrkja og Englendinga hnekkja áliti þjóðabandalagsins t Geneve og friðardómstólsins í Hag, og væri það illa farið. Khöfn, 24. sept. 1925. L. S. Innlend tíðindi. Frá Yestmannaeyjum. íslands Falk hefir nýverið tekið þýzkan botnvörpung, að veiðum í landhelgi. Heitir hann Consul Pust og er frá Bremenhaven. Fékk hann 10 þúsund gullkróna sekt, og afli og veiðarfæri gert upptækt. (F. B.) Daglega bætast Dagblaðinu nýir kaupendur, og er það nú búið að fá mikla útbreiðslu. Er það einkum vegna þess, að það sér sér nú fært að fara að birta skeyti frá Frétta- stofunni, en það hefir töluverðan aukakostnað i för með sér, því út- lendu skeytin eru fremur dýr. JBorgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 9,48 i kvöld. Árdegisháflæður kl. 10,15 í fyrramálið. 25. viba sumars hefst i dag. Nsetnrlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Simi 686. / Nætnrvörður í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Sunnan- og suðvestanátt alstaðar í morgun og rigning viðast sunnan og vestanlands. Heitast var á Seyðisfirði 13 st., Akureyri og ísaflrði 11, í Hornafirði og Stykkis- hólmi 9, Reykjavik 8, í Grindavik, Vestmannaeyjum og á Hólsfjöllum 7, og í Raufarhöfn 6 st. í Færeyj- um var 8 st. hiti, á Jan Mayen 1 st. og i Angmagsalik 0 og töluverð snjókoma í gær. — Loftvægislægð er fyrir norðaustan land. Búist er við suðvestlægri og vestlægri átt með úrkomu á Suðvesturlandi. Vegna mikillar aðsóbnar verður sýning Guðm. Einarssonar i Templ- arahúsinu opin lengur en ætlað var, eða til næsta sunnudags, að þeim degi meðtöldum. t gær seld- ust þar 23 raderingar, 2 teikningar, nr. 44 og 45, og 3 málverk: nr. 1 »Á fjöllum«, nr. 19 »Keisarafjöll við Inndal og nr. 20 »Skógartjörn«. Heflr meira selst af myndum Guð- mundar en flestra annara, sem hér hafa haldið sýningar. Útlendar fréttlr hafa orðið útund- an í Dagblaðinu núna undanfarið, vegna auglýsinga og annars efnis. Verður nú úr því bætt, og flytur blaðið hér eftir m. a. flest skeyti sem Fréttastofunni berast. Gnllfoss fór í morgun frá Seyðis- firði áleiðis til útlanda. Karlsefni kom af veiðum i morg- un með 130 tn. lifrar. Emil TelmAnyi heldar aðra hljóm- leika sina annað kvöld. Eftir þeirri viðkynningu, sem menn hafa fengiö af leik hans, má búast við húsfylli á morgun og oftar, þótt hann léki nokkrum sinnum enn. Lyra á að fara héðan i kvöld, um Vestmannaeyjar til Bergen. Peningar; Sterl. pd............... 22,45 Danskar kr............. 111,91 Norskar kr.............. 92,33 Sænskar kr............. 124,62 Dollar kr................ 4,65 Gullmörk............... 110,52 Fr. frankar ............ 21,66 H)ag6lað. Bæjnrmálablnð. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Orfevs. Meinleg prentvillulokleysa stóð í blaðinu í gær í grein um iiðlu- leik Talmányi. Par stóð Tyrtayss i stað Orfevs. Þelta eru menn beðnir að leiðrétta. — Orfevs var goðkynjuð hetja og söng- snillingur Þraka hinna fornu. Fylgdi sá kingikraftur hörpu- slætti hans, að bann gat laðað til fylgdar við sig eikur og kletta og tamið óargadýr til gæfðar og spektar. — Víösfa. Mikil grávara. íshafsfarar frá Trums (»Tromsö«) i Noregi hafa veitt mikið i ár. M. a. komu þeir heim með 40 lifandi bjarn- dýr, 38 blárefi, 322 melrakka- skinn, 206 blárefaskinn og 437 isbjarnarfeldi. Auk þess höfðu þeir »tínt saman« 1200 kg. af dún. Er öll veiðin metin á 225,000 krónur. Ford motor Co. hefir nýlega smiðar 117 feta langan raf-drátt- arvagn (elektr. lokomativ), sem vegur 372 tonn og hefir 5000 hestöíl. Getur vagn þessi dregið járnbrautarlest, sem er 1 km. á lengd. — Góð nppskera hefir verið i á/á Norðurlöndum. í Svíþjóð er uppskeran, þrátt fyrir lágt kornverð, 56 millj. króna hærri en síðastl. ár, og í Danmörku er uppskeran liklega um 100 millj. kr. verðmætari en í fyrra. Flngferð frá Kaupm.höfn ti( Hamborgar kostar nú 60 kr. (áður 80 kr.), til Rerlinar 70 kr. (áður 85 kr.), til Amsterdam eða Rotterdam 125 kr. (áður 165 kr).

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.