Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 09.10.1925, Blaðsíða 1
Föstudag Ér ÉÍ Jfc I. árgangur 9. október ?/J/7/7/l //íifl 208 1925. M/Mlf VfVtW' tölublað. FORIN á hafnarbökkunum er orðin ein af þeim bæjar- plágum, sem verstar eru við- 'trreignar. Verður ekki ofsögum af henni sagt og er sízt að á- stæðulausu þótt mikið væri rif- ist út af henni á siðasta bæjar- stjórnarfundi. Hitt væri síður skiljanlegt, að nokkur skuli mæla henni bót, eða vilja gera minna úr henni en raun er á og sízt eins ákveðið og þar var gert. Það þarf ekki að rigna mikið svo að teljast megi ófært fyrir gangandi fólk fram á hafnar- bakkana, og þegar rigningar hafa gengið lengi eins og t. d. nú, eru veruleg vandræði að fara þar ferða sinna. Gins og öllum er vitanlegt er hvergi eins mikil umferð og niður við höfnina og ætti því sérstök áherzla að vqra lögð á, að hafa þar alt sem þrifalegast. En það er alt annað en svo sé. — Mest er forin fram undan vöru- geymsluhúsunum á vesturbakk- anum, en að austanverðu er varla hægt að segja hvort hún er meiri í einum stað en öðr- um, því alstaðar er þar aurvað- allinn og óþverrinn. Að visu er nú búið að leggja steinstétt fremst á brúninni meöfram nokkrum hluta hafnarinnar, en það bætir Htið úr því vandræðaástandi, sem þarna er í vætutíð. Forin berst auðvitað fram á brúnina svo litlu betra er þar yfirferðar en ofar, sem ekkert hefir verið gert til umbóta. Fver- göturnar fram hafnarbakkann verða auðvitað eins, því forin berst óhindruð yfir þær frá götu- endum og báðum hliðum. »Reyndin« verður því sú, að alstaðar má heita ófært yfir- ferðar fyrir þá, sem ekki vilja vaða aurinn upp í ökla og láta sig einhverju skifta hvernig þeir eru útlits. — Enginn afarkostn- *ður virðist það þurfa að vera Þótt eitthvað væri þarna gert að draga úr mesta óþrifnað- lúum, en ekkert er aðhafst í þá átt. Mætti t. d. bera malarlag ofan á gangstíginn með austur- hlið vöruhúss Eimskipafélagsins og banna bifreiðum umferð þar eftir. Pótt ekki sé vegna þrifn- aðarins eingöngu þá er nauð- synlegt að banna þarna umferð bifreiða, því vegna þess hve vegurinn er mjór og einangrað- ur til beggja hliða, er gangandi fólki oft stórhætta búin vegna bifreiðanna þegar umferð er mik- il. Einnig mætti þvo steinstétt- ina með vatnsslöngu og væri það ekki mikill kostnaðarauki en mundi verða til töluverðs þrifnaðar. — Auðvitað verður þarna aldrei þrifalegt umhorfs fyr en búið er að steinleggja alt hafnarsvæðið eða ganga frá því á annan viðun- andi hátt. En þótt ekki sé ráð- ist í slík stórvirki, mætti saint mikið gera þarna til þrifnaðar án verulegs kostnaðar, og ættu ekki að vera skiftar skoðanir um, að á því sé full þörf og megi ekki lengur dragast. Utan úr heimi. Khöfn, FB„ 9. okt. ’25. Fernmenjafandur á Labrador. Sfmað er frá Halifax, að Mae Millan sé aftur kominn úr norð- urförinni. Fann hann á Labra- dor 1500 ára gamla aðsetursstaði Norðurlandabúa. Hroðalegar aðfarir. Simað er frá Tanger, að Abd-el-Krim hafi grunað utan- ríkismálaráðherra sinn um föð- urlandssvik. Lét hann binda hann og setja fyrir opinn fall- byssukjaft og skjóta á hann, svo líkami hans tvístraðist í smá agnir. Locarno-fundurinn. Símað er frá Locarno, að enginn viti með vissu hvað fer fram á fundinum. Khöfn. FB„ 10. okt. ’25. Skjalaþjófnaðnr. Símað er frá Rómaborg, að samningi, sem ræða átti á Locarnofundinum, hafi verið stolið af itölskum blaðamönnum. Samkvæmt áskorun fundarins simleiðis bannaði Mussolini öll- um blöðum ítaliu að birta samninginn. Ákafleg reiði og æsing er yfir þessu tiltæki meðal allra þátttakenda á fundinum. Fréttir frá Soregi. Gnðmnndnr Hagalfn er um þessar mundir í fyrirlestraferð fyrir ungmennasamband Höröa- lands í Noregi. Noreg8banki lækkaði forvexti um miðjan siðastl mánuð i 5°/o (áður 5V2°/o). Nýr prófessor við Listahá- skólann í Osló er útnefndur Ax- el Revold málari. Verður hann eftirmaður Chr. Krogh’s, sem gengur frá sökum aldurs. Var fyrst talið að A. C. Svarstad málari myndi hreppa embætti þetta. (Svarstad er giftur Sig- ríði Undset). 5000 söngvarar. F*að er í ráði aö haldið verði allsherjar söng- mót fyrir allan Noreg í Björg- vin á hvítasunnu að vori. Verð- ur þetta fyrsta allsherjar söng- mót síðan Landssöngfélagið í Noregi var stofnað. Er það sam- band þetta, sem stofnar til alls- herjarmótsins, og ræður það yfir um 2500 söngmönnum. Auk þess bætast við söngfélögin í Björgvin, og telja þau um 500 manns, og verða það þá um 3000 söngmenn, er saman koma á móti þessu. Einnig er í ráði að stofna til barnasöngflokks með 2000 börnum, og eiga þau þá að halda sérstaka söngskemt-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.